Væluskjóður?

Allt gekk vel og allir voru í góðum fílíng. Svo kom niðursveifla og verðbólga. Sumir bíta á jaxlinn og búa sig undir kreppuna, komi kreppa á annað borð. Aðrir fara að gráta og vilja gefast upp strax. Þeir benda á töfralausnina evru, sem allt mun bæta. Það er svo gott að hafa töfralausnir, enda virðumst við íslendingar fara á hausinn ef ríkið kemur ekki með svo sem eina töfralausn á bæjarfélag. Og nú vilja þeir ofurtöfralausn sem er ekki til. Upptöku evru án þess að ganga í ESB. Það hefur berið margsagt að það muni ekki gerast.

Annars er það merkilegt að sumir vilja vera eins og allir hinir, versla sömu hlutina í sömu búðunum með sama gjaldmiðli, klæðast sömu fötunum, þó kannski með öðru bindi, borða sama mat, fara á sömu sólarstrendurnar. Við eru pínulitlar kindur sem klaupa á eftir yfirkindinni, eða á ég að segja hlaupa undan hundinum í endalausri hræðslu við hættuna sem er ekki fyrir hendi.

Hér í hjarta ESB er auðvitað allt miklu betra en heima. Við gengum ekki í gegn um niðursveiflu meðan íslendingar voru á eyðslufylleríi og allt var dandí, við sáum verðlag ekki tvöfaldast eftir upptöku evrunnar, við sáum húsnæði ekki hækka um 250% á 6-7 árum, við sáum launin okkar ekki standa í stað á meðan því stjórnvöld neituðu því að neitt væri að og að það væri nein verðbólga af ráði. Nei, lífið er gott í ESB.

Er málið bara ekki að þetta eru smátippamenn sem vilja tilheyra einhverju stærra en þeim sjálfum?

Annars er ekki allt bleikt í evrulandi samkvæmt þessu.


mbl.is Vilja ekki krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón H B

þú hefur það bara á gætt í landi evrunar heyrist mér.  ég væri allavega til í að sjá aðrar vaxtatölur og önnur verðbólgu markmið.  svona tal fer á mis þegar menn búa ekki við sömu kjör og aðstæður. 

Jón H B, 12.9.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Reyndar má geta þess að húsnæði hefur hækkað ansi mikið á undanförnum árum t.d. á Spáni og Írlandi, ekki minna en hér og jafnvel enn meira, og er nú eiginlega í frjálsu falli.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón, ég hef það álíka ágætt og meðal íslendingur á Íslandi. Þarf að vinna fyrir evrunum til að eiga pening fyrir mat og húsnæði. En eins og ég hef bloggað um áður, finnst mér að verðtryggingin heima eigi ekki rétt á sér. Það er sennilega það eina sem við höfum fram yfir ykkur heima. Það er svo líka málið að vilji Ísland taka upp evru, þarf að aðlaga efnahaginn og uppfylla viss verðbólgu- og vaxtaskilyrði. Sé þeim markmiðum náð þarf enga evru því allt er í góðu.

Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Hugmyndir þínar eru áhugaverðar, mig langar að gerast áskrifandi að fréttabréfi þínu.

Jón Finnbogason, 12.9.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þá er bara að setja svo sem eitt fréttabréf á fót.

Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ég heyrði að ein ástæðan fyrir því að  ráðamenn þjóðarinnar væri svo illa við ESB er að þar er miklu harðara eftirlit með spillingu embættismanna... hvað helduru um það?

Davíð S. Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

(held að jón finnbogason sé að vitna í simpson þátt)

Davíð S. Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband