Fallegt bros

Flott hjá Baltasar að fá James Newton Howard til að semja tónlistina fyrir sig. Málið er nefninlega frekar einfalt, reyni maður ekki, gerist ekkert.

MarkKnopflerandGuyFletcher

Baltasar Kormákur er að gera góða hluti, er kominn með flotta ferilsskrá og á það skilið að geta umkringt sig góðu fólki. Eins og margir lesendur þessa bloggs vita tókst mér, óþekktum bardúsaranum, að fá Guy Fletcher til að semja tónlistina við stuttmyndina Svartan Sand. Guy er þekktur sem hljómborðsleikari Dire Straits. Hann hefur líka unnið með Roxy Music, Tinu Turner og fleiri heimsþekktum nöfnum. Ég ákvað að gefast ekki upp fyrirfram, heldur reyna bara. Hann myndi þá bara segja nei.

Skemmst er frá því að segja að hann sagði ekki nei. Hann hafði í raun ekki tíma í þetta, en notaði jólafríið 2006 til að semja fimm verk. Eitt þeirra endaði svo á plötu sem hann gaf út í upphafi þessa árs.

Ég veit ekki hvort það sé eitthvað íslenskt að ráðast á garðinn þar sem hann er hár. Málið er bara að miða hærra en maður vill komast. Þá getur maður sætt sig við útkomuna. Stundum hittir maður í mark, þótt hátt sé miðað og þá er gaman að vera til.

Ég óska auðvitað Baltasar til hamingju og óska honum ennþá hærra flugi. 


mbl.is Fær Batman-tónskáld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott  hjá þér, um að gera að stefna hátt, þannig nær fólk árangri. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.8.2008 kl. 08:18

2 identicon

alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir að gerast bloggvinur minn. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.8.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bara alveg sjálfsagt mál. Næstum því allir mega vera bloggvinir mínir og mér fannst bloggið þitt skemmtilegt.

Villi Asgeirsson, 29.8.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband