Kæri Guð

Ef þú ert til, nennirðu þá nokkuð að koma viti inn í hausinn á trúaða liðinu hérn í þorpinu sem ég bý í? Ég er viss um að þú veist hvaða þorp þetta er. Það er núna 28°c í svefnherberginu mínu. Hitastigið úti er svipað og rakinn slíkur að maður þarf næstum ekki að fara í sturtu. Ekki góð skilyrði fyrir svefn.

Eins og þú sennilega veist, vaknaði ég rétt upp úr 3 að staðartíma. Tek fram að um staðartíma er að ræða, því ég er að skifa þetta inn á kerfi í öðru tímabelti. Ég lá vakandi í heila eilífð. Ég var rétt að missa meðvitund þegar kirkjan á horninu gargaði fjórum sinnum. Henni var mikið niðri fyrir og vildi endilega að ég væri með það á hreinu að klukkan væri fjögur. Það voru ekki lífsnauðsynlegar upplýsingar, fannst mér. Ekki á þeim tímapunkti. Ég hrökk upp við pínglið í bjöllunum og lá glaðvakandi í bælinu í klukkutíma áður en ég fór fram úr.

Geturðu nokkuð komið því inn í hausinn á trúaða fólkinu að klukkur eiga eiginlega ekkert sameiginlegt með Guði? Eða er eitthvað samhengi milli klukkna sem klingja á nóttunni og Himnaríkis? Er ég kannski ekki að sjá samhengið?

Ég efast um að þú munir koma til mín og svara, eða skrifa athugasemd hér að neðan, en kannski að þú hvíslir því að einhverju safnaðarbarninu sem svo "óvart" hittir mig út í búð og fer að tala um næturpíngl upp úr þurru? Það er svo hallærislegt að fá svör eins og "þetta er hefð" þegar ég spyr hvort klukkurnar verði endilega að vera að hringja allan sólarhringinn og hvað það hafi með þig að gera. Mér finnst stundum eins og aðdáendaklúbburinn þinn sé ekkert spá allt of mikið í hlutina.

Ég sé að það eru eldingar á sjóndeildarhringnum. Vonandi er ég ekki að pirra þig með þessari færslu. Vonandi vakti ég þig ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð lesning í morgunsárið hehehe.

takk fyrir það held bara að ég fái mér kaffi. hérna í mínum bæ hringja kirjuklukkurnar klukkan 8 að morgni og 4 um eftirmiðdaginn sem betur fer ekki oftar, því ég bý við hliðina á kirkjunni og yrði brjá. ef það væri hringt hvern tíma. hitt sem þú lýsir er fáránlegt,

hafðu fallegan mánudag

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 07:09

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta hefur sennilega verið fínt 1925 eða hvenær sem hún var byggð. Þá hafa sennilega flestir farið til kirkju á Sunnudögum og allir horft til hennar með bráðið hjarta. Kannski er ég bara að troða mér inn í heim sem kemur mér ekki við. Stundum nöldra ég yfir henni, en hef ekki nennt að gera mál úr þessu. Flyt bara einhvern daginn. Þetta þorp er ekkert spes, hvort eð er.

Villi Asgeirsson, 28.7.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég ólst upp í húsi, beint á móti Langholtskirkju. Messuhringingar á sunnudagsmorgnum fóru ekki fram hjá neinum í mörg hundruð kílómetra radíusi.

En þetta vandist ótrúlega. Enda ég bara krakki þá. Er þó hrædd um að ég hefði seint getað boðið ektamanninnum upp á að flytja inn á ættaróðalið og lifa við þessi ósköp næstu 50 árin eða svo.

ég vona að þú verðir bænheyrður

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: egvania

Þetta eru nú ljótu vandræðin með þessa Guðs hljóma sem eru að angra þig. Ég vona að þú verðir bænheyrður núna. Klukkan bilar örugglega.

 Duh Kveðja Ásgerður





egvania, 29.7.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Hvað meinarðu - kirkjur og kirkjuklukkur - já. En þú ert kannski minna trúaður?!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 29.7.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Hann er athyglissjúkur eins og krakki á sykurtrippi, helvítið á honum.  Hann þykist örugglega ekkert heyra í þér, en er örugglega argur yfir þessu kvabbi. Hann tekur það vafalaust út á einhverjum öðrum en þér, eins og hann er vanur.  Kannski bætir hann í eyðnifaraldur í Sómalíu eða sendir flóðbylgju yfir einhverja eyju í Pólynesíu.  Svo ætlast hann til að þú fáir samviskubit yfir því.

Hann er ekki ólíkur Bubba. Gefur út eina plötu á dag, og heldur tónleika með hræsnisfullu  yfirvarpi, svo fólk gleymi ekki að dásama hann eitt augnablik og hyggi að öðrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.7.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Guð er ágætur og heyrir eflaust allar þínar bænir. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir trúuðu munu hringja sínum klukkum áfram - um ókomna tíð. Flytja bara!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 30.7.2008 kl. 01:13

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þekki hann svo sem ekkert. Við urðum viðskila fyrir einhverjum árum. Í fullri sátt, held ég. Allavega, ef einhver er fúll yfir því er það ekki ég. Flytja, já... en þetta með sykurtrippið... HAHAHA... helvítis bráserinn sem ég er að pikka í þolir ekki broskalla, svo ég virka kannski eins og einhver með getur-ekki-brosað-sindróminn, en það er ekki svo. Eða jú, það er það. Ekki að ég sé í fýlu, heldur get ég ekki brosað.

Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband