22.7.2008 | 09:17
Íslendingar Erlendis
Ég keypti Heima fyrir nokkrum vikum síðan og gerðist Sigur Rós aðdáandi með það sama. Myndin er gullfalleg, tónlistin og myndir af Íslandi passa saman. Ég er viss um að flestir íslenskir tónlistarmenn séu pínulítið öfundsjúkir út í hljómsveitina og kvikmyndagerðarmenn út í leikstjórann. Ég veit að þetta er mynd sem ég hefði viljað gera.
En það eru fleiri íslendingar að leggja undir sig heiminn. Björk er auðvitað löngu búin af því, en Mugison er líka að gera góða hluti. Ég tók upp hljómleika í Haarlem, Hollandi á föstudag. Tvö lög eru komin á netið, Mugiboogie og Jesus is a Good Name to Moan. Kíkið á hið síðarnefnda hér að neðan. Klikkið svo hér til að fara inn á youTube rásina mína svo þið getið séð bæði myndböndin og valið betri gæði.
Það má svo taka fram að Sigur Rós mun spila í Amsterdam í haust. Ég býð hér með fram þjónustu mína.
Sigur Rós langsamlega best á Latitude | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
hvernig velur þú betri gæði á youtub síðunni?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:30
Undir Views, minnir mig. Þar á að standa play in high quality.
Villi Asgeirsson, 22.7.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.