Gullgrafari eða fórnarlamb?

305019AHver ætli sannleikurinn sé? Þau gerðu ekki kaupsamning þegar þau giftust. Frekar illa hugsað af Paul myndi maður halda, en hann átti auðvitað langt hjónaband að baki sem endaði með dauða Lindu. Maður hefði samt haldið að það væri fólk kring um hann sem hefði ráðlegt honum að gera samning.

Ef Heather er fórnarlambið, má hún alveg útskýra af hverju. Hún fær væna summu við skilnaðinn, ekki spurning með það. Þarf hún virkilega helminginn af eignum Pauls? Hún á sennilega rétt á þeim nema hægt sé að flækja málið, en ef þetta er svona sársaukafullt ferli, af hverju ekki bara sætta sig við 100 milljón pund og kalla það gott?

Maður veit aldrei.

 

Eitt að lokum, endilega lesið þetta og kjósið svo hér til hliðar. 


mbl.is Mills: Skilnaðurinn verri en að hafa misst útlim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vei svo sem ekkert um hjónaband þeirra nema það sem maður heyrir frá slúðurblöðum en samt sem áður finnst mér hún varla eiga helming eigna hans skilið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2006 kl. 14:30

2 Smámynd: halkatla

mér finnst hún ekki eiga helminginn af eignum hans skilið,  því hjónabandið var stutt og hann átti peningana áður en kom til þess, svo hún hjálpaði honum ekki að græða. Þessi kona virkar meira en lítið stórbrengluð, það er örugglega ekki bara fjölmiðlum að kenna, þótt hún vilji meina að svo sé.

halkatla, 22.11.2006 kl. 15:10

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maður getur svo sem sagt að maður vorkenni Paul eða finni til með Heather, en ég hef ákveðið að leggjast í sjálfsvorkun því ég á ekki nema núll komma núll núll núll þrjú prómill af þeirra peningum.

Villi Asgeirsson, 22.11.2006 kl. 21:31

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hehe það er ekki sama hver er!! 'Eg var nú bara heppin að fá sæng og kodda þegar ég skildi !! Af því að hann var að gera það í annað skypti þá skildi hann ekki miss allt ! Allt gott og blessað með það í dag hef það alveg nógu gott og er VEL gift í dag :) án kaupmála hahahahaha

Sigrún Friðriksdóttir, 22.11.2006 kl. 22:57

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og þá má alveg eins spyrja: Þarf hann meira en helming eigna sinna? Þetta er ekki spurning um hvort hún á eitthvað skilið, hvort hún er fórnarlamb, eða eitthvað annað. Díllinn er bara sá að ef menn gera ekki kaupmála, þá er þetta bara fiftífíftí. Er það ekki? Og lífið er lotterí.
Að vera að öfundast út í annarra manna peninga er bara bull ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 23.11.2006 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband