16.7.2008 | 08:40
Ég er kona
Konan fór í viðskiptaferð til Tyrklands í gær og kemur aftur á fimmtudagskvöld. Við, strákarnir, erum einir heima. Amma er að vinna þessa daga, svo það er ekkert annað að gera. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti, því hún hefur þurft að fara til Ítalíu, Frakklands, Kína og fleiri landa síðan hann fæddist, fyrir tæpum 18 mánuðum. Hún fer svo til Búlgaríu í lok mánaðarins.
Kannski er mér treyst því það er engin önnur lausn í stöðunni. Kannski erum við bara minna gamaldags en sumir. Þetta gengur vel. Hann er ánægður, fær að éta, er settur í bælið og það er skipt á honum. Var settur í bað í gærkvöld. Allt eins og það á að vera. Ég neita því ekki að hún er betri í barnastússinu, en það er auðvitað bara eðlilegt, enda eru konur hannaðar með börn í huga, meðan við karlarnir eigum að fara út og ná í mammút í matinn.
En hvernig get ég verið að skrifa bloggfærslu ef ég er svona góður pabbi? Hvar er barnið? Hann situr hérna við hliðina á mér og hjálpar við að pikka. Séu ritvillur í textanum, eru þær hans!
Konan láti karlinn læra af reynslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hmm nú er ég farin að hafa áhyggjur að það séu einhverjir hönnunargallar í mér! Annars er ég ánægð með að pabbinn sé látinn hugsa um krakkann - fín fyrirmynd. Svo er um að gera að kenna börnum nóg um áður en þau fara að geta tjáð sig!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 16.7.2008 kl. 20:34
Hönnunargalli?
Villi Asgeirsson, 16.7.2008 kl. 21:58
,,konur hannaðar með börn í huga,, Þannig líður mér ekki - samt telst ég til kvenkyns?!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:08
Líffræðilega séð hafa þær eitthvað umfram okkur. Það er svo ekkert víst að þær séu góðar mæður eða langi yfirleitt til að eiga börn.
Villi Asgeirsson, 16.7.2008 kl. 22:21
Ertu að segja að ég yrði kannski ekki góð móðir?! En já líklega langar flestum konum í börn einhvertíma - já meira segja mér!? Þú ert örugglega æðislegur pabbi.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:32
Ég er viss um að þú verður frábær mamma ef þú verður mamma. Efast ekkert um það.
Villi Asgeirsson, 16.7.2008 kl. 22:46
Æi takk. Þú ert frábær. Eigðu góða daga með syni þínum og hverjum öðrum í kring...
Gunnhildur Ólafsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.