Tvöfaldur Hljómleikadiskur

Áður en ég byrja á færslunni ætla ég að segja eitt. Nú verður breyting á högum músar. Ég nenni ekki að blogga um fréttir til að fá heimsóknir. Ég mun héðan í frá skrifa um það sem mér er í huga án þess að nota fréttir líðandi stundar til að lokka fólk til mín. Lesi þeir sem lasa vilja. Búið og pasta með tómatssósu.

Ég var ekki á Bjarkar Sigur Rósar hljómleikum í gær. Var í vitlausu landi. Hafði samt nóg að gera. Vann á Schiphol frá 6:30-13:00, kom heim og hellulagði hluta af garðinum. Fór í eldsnöggt bað og keyrði til Haarlem, þar sem Uriah Heep tróðu upp. Ég hitti þá baksviðs fyrir hljómleikana, tók þá upp á eina kameru svo við getum stúderað þá áður en alvöru hljómleikamyndin verður tekin upp í haust. Hitti þá svo baksviðs eftir á aftur. Þetta eru öðlingar, ofurskemmtilegir náungar. Ég fékk sömu tilfinningu og þegar ég fór á bak við hjá Mark Knopfler og röflaði við Guy Fletcher og Danny Cummings. Frábærir náungar, allir saman.

Það verður gaman að vinna við þessa mynd. Þetta verður dúndur diskur þegar hann kemur út. Ég held ég hafi fengið snert að Heep-æði í gær.

Meira seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Fínt að breyta um hagi og skrifa um það sem manni býr í brjósti. Mér er amk alveg sama hvort og hverjir lesa mig - ef ég blogga um fréttir þá er það af því að mér finnst fréttin sérstök eða þá að hún tengist heila og sál á einhvern hátt - ofcourse. En ég hef áhyggjur af því að þú þurfir að vakna á nóttunni til að mæta í vinnuna - ég sem taldi mig þurfa að vakna snemma...

Annars misstiru af geðveikum tónleikum hér á skerinu í gær - en þú getur klárlega huggað þig við tónleikaferðina þína í staðinn...!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta var þokkalega langur dagur. Það fáránlegasta var að þegar ég fór í bælið gat ég ekki sofnað.

Annars er böggandi að hafa misst af Laugardalnum. Alltaf þegar svona gerist finnst mér ég vera að missa af svo miklu. Alltaf að rolast útí heimi. En það er huggun í því að Uriah Heep voru rusugóðir og verkefnið virðist vera í höfn. Allavega kynnti Mick Box, gítarleikari og aðal heepari, mig sem þann sem mun kvikmynda þá í haust. Nú er bara að ganga frá smáatriðunum.

Svo finnst mér pasta betra með pesto en tómatssósu. Ef einhver vill uppskrift... 

Villi Asgeirsson, 29.6.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð hugmynd...

Ég ætla fylgjast með...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 08:59

4 identicon

Að mínu mati misstirðu ekki af neinu, en það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig þér gengur með þetta Uriah Heep mál.

Og það er gott að þú hafir fundið þörfina að hætta að blogga alltaf við fréttir. Ég les amk ekki frá þér bloggið fyrir tenginguna við fréttirnar :) 

BizNiz (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband