Steingrímur henti sér í fangið á mér...

Steingrímur HermannsonÞetta hefur verið upp úr 1990. Hann var forsætisráðherra. Ég var að fara heim og ætlaði inn á biðstöðina við Lækjartorg. Ég tók í hurðina og hún rauk upp með látum. Hæstvirtur forsætisráðherra hentist út og í fangið á mér. Þetta var þokkalegur árekstur. Við litum á hvorn annan. Hann spurði hvort ég væri í lagi, hvort ég hefði meitt mig. Nei, allt var í fínu. Ertu viss? Þegar ég hafði fullvissað hann að ég væri ekki stórslasaður, afsakaði hann sig og þaut upp í stjórnarráð.

Þetta voru stutt kynni, en mér líkaði alltaf vel við hann eftir þetta. 


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband