Birkihríslur

TeigsskógurEnn er árás gerð á íslenska náttúru. Ég þekki svæðið ekki, svo ekki ætla ég að standa á mjólkurkassa og öskra. Það sem mér finnst þó grátbroslegt eru rökin sem færð eru fyrir veginum. Álverjar og aðrir sem vilja virkja landið og "nýta" eru duglegir við að kalla umhverfissinna fífl sem kunna ekki að rökstyðja sitt mál. Sé fréttin lesin, virðast þeir vera sá aðili sem kemur með rökleysu. Skoðum það sem MBL hefur eftir fólki:

Fylgjendur þess að önnur leið yrði valin en í gegnum skóginn bentu á að Teigskógur njóti sérstöðu á Vestfjörðum og á landinu í heild en hann mun vera stærsti birkiskógur í fjórðungnum.

Andstæðingar þess að önnur leið væri valin létu orð falla eins og að „birkihríslur væru meira metnar en mannslíf“.

Ég verð að viðurkenna að ef þetta eru rökin, er ég alfarið á móti þessum vegi.

Þess má svo geta að myndin er fengin að láni hjá bloggaranum Sævari Helgasyni

 


mbl.is Framkvæmdaleyfi fyrir vegi gegnum Teigsskóg.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá þér. Þú þekkir svæðið ekki.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sem þýðir...?

Er þetta merkilegt svæði, eða er í lagi að leggja þarna veg? Samhvæmt rökunum að ofan er það ekki góð hugmynd.

Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 14:30

3 identicon

Þetta þarf allt að vega og meta, leiðin í gegnum Teigsskóg er sú ákjósanlegasta út frá umferðaröryggi. Það vegur þyngst í mínum huga. Auk þess er lögð sú kvöð á framkvæmdaraðila að þeir planti skógi í janfstórt svæði og kemur til með að raskast út af vegagerðinni. Þetta er ekki brýnasta umhverfismálið.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hljómar ágætlega. Merkilegt að það hafi ekki fengist betri rök þegar fréttin var skrifuð.

Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þjóðvegur liggur þvert í gegnum Hallormsstaðaskóg, auk margra annarra vegslóða. Skógurinn hefur það ágætt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband