Live in the Lowlands

Kíkið hér að neðan. Ég var að búa til opnunarmynd. Hún verður notuð í upphafi laga sem ég mun taka upp á hljómleikum og setja á youTube eða eitthvað svipað. Þetta mun byrja með 1-2 lögum með Rick Treffers á Hollensku. Annað kvöld mun ég taka upp hljómleika með tveimur lítið þekktum, en voða góðum, flytjendum. Þau eru Rik van den Bosch, hollendingur sem syngur delta blús betur en flestir. Svo er það K.C. McKanzie, sem býr í Berlín. Hún hljómar kannski helst svipað Suzanne Vega. Samt öðruvísi. Svo er það Mugison. Hann mun spila hérna í júlí og ég mun filma hann.

 



Hvað finnst fólki annars um þennan 20 sekúndna bút að ofan?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

svo kallað fancypants ;) sætur bútur, einhverja hluta vegna datt mér í hug myndir eins og Baraka og Koyaanisqatsi ... etv er það tónlistin sem minnir mig á phillip glass... :)

Annars hefur mig alltaf dreymt um að flytja til hollands... er eitthvað að gera þar fyrir klipparagrey/kvikmyndafíkil ? ;)

Davíð S. Sigurðsson, 26.5.2008 kl. 21:57

2 identicon

geggjað - í jákvæðri merkingu.

alva (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Rafdrottinn, "a collection of expertly photographed scenes" og "a remarkable film event". Ekki slæmt ef þú ert að bera mann saman við svona mynd.

Af hverju Hollands? Hér eru allir í fýlu og talandi hollensku. Góð klipparagrey geta haft í sig og á, en þar sem flest sem hér er gert er á hrognamáli verður að læra það fyrst. Annars er bransinn ekkert auðveldari hér en annars staðar. 

Takk, Alva! 

Villi Asgeirsson, 27.5.2008 kl. 07:19

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 07:34

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já sammála Gunnari. flott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.5.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skondið hvar forrit eins og GarageBand getur gert fyrir ólaghæft fólk eins og mig. Mér tókst að búa til synfónískt stef. Nú er bara að klára dæmið og semja heila synfóníu.

Eða ekki. 

Villi Asgeirsson, 28.5.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband