4.4.2008 | 04:20
Barist á Vesturbakka
Þegar ég kom í heimsókn til Íslands í mars 2006, sagði mamma mér í bílnum að þeir vildu stækka álverið í Straumsvík. Ég spurði af hverju þeir gerðu það þá ekki. Fá ekki leyfi til þess enn sem komið er. Þvílíkt rugl, hugsaði ég. Forsjárhyggja, sósílismi, kommúnismi, whatever. Hvað eru stjórnvöld eða bæjaryfirvöld að gera með puttana í einkafyrirtækjum? Af hverju þarf alltaf allt að vera bannað?
Í þessari ferð keypti ég Draumalandið. Ég las bókina með áfergju, en ákvað þó að kynna mér málið frá báðum hliðum. Á endanum tók ég afstöðu á móti frekari stóriðju. Það var ekki vegna Draumalandsins, ekki vegna Kárahnjúka, ekki vegna neðri hluta Þjórsár. Ástæðan var þessi græðgi, þessi bulldozer hugsanaháttur. Ryðja öllu í gegn, og þá meina ég öllu, áður en grænu fíflin fatta hvað við erum að gera. Í hvert sinn sem einhver vill byggja álver er læðst aftan að fólki, í hvert sinn er "ferlið komið of langt". Þetta virðist gerast í hvert skipti. Það skal virkja hverja sprænu fyrir ál.
Ég er því á móti frekari stóriðju, einfaldlega vegna þess að þetta er farið út í öfgar. Þetta er eins og Vesturbakkinn, fólk hatar hvort annað því það er endalaust barið á því. Ég er á móti áli því máið er svo öfgafullt og ekkert annað virðist komast að. Svo vantar alveg að álverjar færi rök fyrir sínu máli. Atvinna fyrir eitt þorp í einu, en það eru 100 þorp á landsbyggðinni. Styrkur efnahagur. Ekki hefur það gengið eftir þrátt fyrir ótrúleg náttúruspjöll.
Undirbúningur álvers á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Það er skömm frá að segja en ég hef ekki lesið Draumalandið ennþá
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2008 kl. 11:18
Mæli með henni. ég er ekki að segja að allt í henni sé heilagur sannleikur, en hún er ansi vel unnin. Rök er færð fyrir öllu, eða svo til. Þó er þetta varla áróðursrit, heldur pæling á nútímalífi og hvert við stefnum.
Ég get svo sem alveg uppljóstrað að bæklingurinn Lowest Energy Prizes og sölumennskan í kring um það allt var þúfan sem velti því hlassi sem er mín sannfæring.
Villi Asgeirsson, 4.4.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.