13.3.2008 | 13:54
Paranoia
Ekki ætla ég að tjá mig beint um saumavélamálið ógurlega, en tollurinn á Íslandi er á nálum, svo mikið er víst. Þegar ég kom til landsins til að taka upp Svarta Sandinn, sumarið 2006, kom ég með þrjá stórhættulega hluti með mér. Þetta var Canon EOS 350D myndavél, Sony FX1 HD videovél og Apple PowerBook ferðatölva. Þetta þótti þeim grunsamlegt og þurfti ég að skrif upp á eitthvað skjal að ég myndi taka þetta með mér þegar ég færi aftur út. Þeir tóku kortanúmerið mitt sem tryggingu.
Þess má geta að myndavélin var sex mánaða gömul, videovélin árs gömul og ferðafölvan hátt í tveggja ára. Samt héldu þeir að ég ætlaði að selja þetta gamla dót, kúguðum íslendingum. Ég er að koma aftur og það verður gaman að sjá hvort þriggja ára video vélin og tölvan og tveggja ára myndavélin séu enn þessi mikli mögulegi smygl varningur sem þetta var þá.
Sala á saumavélum stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
'otrúlega smásálarlegt
Sigrún Friðriksdóttir, 13.3.2008 kl. 19:00
Hélt að þetta þrennt, þ.e. ferðatölva, myndavél og vídeótökuvél væri orðin standard ferðabúnaður, allavega er a.m.k. tveir (oft allir) af þessum þremur hlutum alltaf með mér þegar ég fer eitthvað meira en til einar nætur.
Einar Steinsson, 14.3.2008 kl. 18:57
Ég hef heyrt ótrúlegar sögur um hvernig tollurinn hagar sér á Íslandi. Fyrir nokkrum árum síðan var bróðir minn í heimsókn hér í Svíþjóð og varð fárveikur. Hann þurfti samt að keyra niður til Danmerkur til þess að komast með ferjunni.
Að ferðast með ferju til Íslands fárveikur er ekkert sem hann mælir með, en það sem fór mest í hann var hvernig tollurinn á Íslandi tók á móti honum. 6 tímar var hann á stöðinni og bróðir minn sagði að það vandaði bara að þeir tæku fram hanskana... það er nú meira ruglið í gangi á eyjunni.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.