19.2.2008 | 22:35
Það er búið að leysa þessa gátu.
Ég bloggaði um þetta í september. Douglas Adams, hinn merki rithöfundur útskýrði fæðingu Guðs og trúarbragða fyrir einhverjum árum. Færsluna má sjá hér.
Innbyggð trú rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Tenglar
Vefurinn
Skemmtilega og mannbætandi vefsíður
- þúTúpa vor Sjáið myndbönd bloggara þessa á HD gæðum
- SVARTUR SANDUR Draumórarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- jorunn
- larahanna
- halkatla
- birgitta
- gullvagninn
- omarragnarsson
- motta
- hallarut
- gunnhildur
- sigrunfridriks
- rannug
- siggi-hrellir
- palmig
- siggasin
- valli57
- olafurfa
- frisk
- zerogirl
- ingolfurasgeirjohannesson
- stormsker
- don
- jensgud
- evaice
- evabenz
- huldumenn
- salvor
- steina
- saxi
- rafdrottinn
- elly
- turilla
- brylli
- neo
- dofri
- nanna
- killjoker
- kamilla
- sifjar
- maggadora
- estro
- bofs
- gudbjornj
- baldurkr
- ea
- eggmann
- lovelikeblood
- julli
- fararstjorinn
- rannveigh
- gorgeir
- svanurg
- arnividar
- olinathorv
- metal
- kisabella
- heidistrand
- svartur
- fannarh
- bet
- lostintime
- raksig
- gretaulfs
- gudni-is
- hallibjarna
- kiza
- athena
- saemi7
- jogamagg
- hlekkur
- nexa
- arnaeinars
- gussi
- malacai
- graceperla
- kokkurinn
- vefritid
- limped
- diesel
- mortusone
- lauola
- rattati
- hugdettan
- himmalingur
- frussukusk
- vilhjalmurarnason
- einarhardarson
- brandarar
- belladis
- dorje
- axel-b
- topplistinn
- aevark
- fosterinn
- toshiki
- toro
- gudmunduroli
- sigsaem
- gattin
- iceberg
- kreppan
- olofdebont
- gustichef
- minos
- hordurj
- jonaa
- jonl
- kristjan9
- skari60
- fullvalda
Athugasemdir
Það sem að vantar inn í þetta hjá Douglas Adams er að pollurinn er ennþá til þótt að hann sé horfinn. Og annað, að pollurinn er nú kominn á annað tilverustig (orðinn að gufu) og hefur þar með samlagast nýjum "heimi" , öðlast "nýtt líf" eða endurfæðst.
Og meira en það því að gufa pollsins getur þést aftur og orðið að polli, einhverjum til gagns (vökvað jurt t.d) og skapara alls þarmeð til dýrðar. Ekkert fer til spillis gott eða slæmt (því að enginn hlutur eða atburður er svo slæmur að hann gagnist ekki einhverjum)
Og ef að pollur gerir það hversvegna skyldi þá ekki maðurinn gera það líka?
Og svona rétt eins og pollinum var skammtaður líftími, heimur að vera í (og skv Douglas Adams skynbragð á það hvað hann er) að þá var Douglas Adams skammtað hæfilega mikið af "snilligáfu" til þess að hún nægði fyrir hann sjálfan svo að hann gæti framfleytt sér í sínu lífi, en engan veginn var honum skammtað nægilegt magn til þess að "skilgreina" ALMÆTTIÐ. Það skilgreinir hinsvegar okkur, allt annað heitir hroki og er afkvæmi hégómagirndar sem að er ekki endilega alslæmt, því að þá gæti ég t.d ekki skemmt mér yfir skammsýni Douglas Adams, og þú gætir ekki velt þessu fyrir þér.
Kv: G.Þ.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:23
Góðir punktar. Ég sé pollakenninguna í nýju ljósi eftir að hafa lesið athugasemd þína. Hann var að sanna endurholdgun.
Villi Asgeirsson, 19.2.2008 kl. 23:36
Exectamente! (eða Diskó! eins og var sagt í góðri bíómynd)
In nomine patre, et filiae, et spiritus sancti (ATH, spiritus eða kannski frekar gufa í þessu samhengi).
Amen.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:53
Að seigja að ..allt annað heitir hroki og er afkvæmi hégómagirndar.." er algjör hneysa og afleiðing af samfélags- og trúarmeyni sem notað hefur verið um allar aldir til þess að stjórna einstaklinginum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:22
Aðeins hérna fyrir hann nafna.
Skv skilgreiningu Douglas Adams á pollinum rígheldur pollurinn í þá trú að allt verði í lagi, en svo skyndilega veit hann ekki af fyrr en hann er horfinn.
Nú er það svo að þessi skilgreining Douglas Adams er ekki alveg nógu skýr, pollurinn getur horfið sjónum, en hann hættir aldrei að vera til (ekki fyrr en heimurinn líður undir lok) slíkt er einfaldlega eðli efnis, það breytir um ástandsform en það hættir ekki að vera til sem slíkt.
Samkvæmt þessu að þá gæti pollurinn allt eins "trúað" því eða hreinlega VITAÐ það að það VERÐUR allt í lagi, hann heldur áfram að vera til uns veröldin líður undir lok.
Og þá komum við að þessu: Ef að pollur (vatnsdropi) VEIT að hann heldur áfram að vera til uns heimur líður undir lok (Dómsdagur þá væntanlega í leiðinni) hvað er það þá sem að byrgir mannsskepnunni sýn á þessa staðreynd?
Ekki er pollurinn að standa í trúardeilum, hann einfaldlega veit.
Ekki sankar pollurinn að sér auðæfum, hann einfaldlega veit.
Ekki er pollurinn að reyna að stjórna einstaklingum, hann einfaldlega veit.
Ekki reynir pollurinn að upphefja sig á kostnað annarra, hann einfaldlega veit
að þrátt fyrir alla uppgufun , ástandsformbreytingar eða hvernig sem allt snýst að þá VEIT pollurinn að hann heldur áfram að vera til og að undir lokinn þá getur enginn sett eitt eða neitt út á hann vegna þess einfaldlega að hann skilaði sínu aftur og aftur og var ekki með neitt múður, þjónaði fullkomlega allt til enda því hlutverki sem hann var skapaður til að þjóna.
Hvað er það sem að byrgir mannskepnunni sýn á þessi atriði, svo mikið að hún nær því ekki að vera jafn fullkomin og pollur?
Hvað þvælist fyrir okkur?
Ímyndum okkur nú í smá stund að pollurinn eða vatnsdropinn sé haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé eldur.
Hvernig ætli pollinum myndi ganga með það að hlýja einhverjum á kaldri vetrarnótt, brennna niður heilan skóg í offorsi eða lýsa einhverjum dimman veg um nótt?
Hvað myndirðu halda um poll sem að segði þér að hann gæti lýst þér veginn heim um dimma nótt?
Sama virðist gilda um Douglas Adams, hann segir þér frá eðli pollsins en skilur það þó ekki sjálfur.
Ef að pollur með ranghugmynd skilur ekki að hann er ekki eldur heldur pollur þá dregur kænn maður upp zippo sem að veit að hann er zippo og heldur áfram sinn veg heim á leið í myrkrinu, pollurinn verður eftir af því að hann er pollur (með ranghugmynd).
Hið sama mun víst skaparinn gera á hinum efsta degi vegna þess að þeir sem að ekki geta þjónað því hlutverki sem að þeir voru hannaðir til, gera ekkert gagn heima fyrir.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:47
Ef pollur kemur upp að þér og segir þér að hann sé eldur, þá eru tveir möguleikar í málinu:
Fyrst sá sem búið er að nefna, hann er pollur sem heldur að hann sé eldur.
Sá seinni er að hann er í alvörunni eldur, en þú heldur að hann sé pollur.
Báðir möguleikar koma til greina í aðstæðunum, ekki bara annar þeirra.
Hér get ég mjög auðveldlega notað þín eigin rök gegn þér. Þú heldur að þú VITIR að hann er pollur, en hvað VEISTU í alvörunni?
Vitur er sá sem veit að hann veit ekki neitt, segi ég.
Allir halda að það sem þeir VITA sé rétt, og margir (þótt sorglegt sé) halda áfram að halda því fram að það sé rétt, jafnvel þótt þeim hafi verið sýnt fram á að það sé rangt og þeir vita núna að það sé rangt, en þeir bara þekkja ekkert annað og geta ekki haldið áfram án þess, svo einhvernveginn tekst þeim að sannfæra sig aftur um að það sé rétt, og til að geta haldið þessu áfram verða þeir að sannfæra alla aðra um að það sé rétt, þegar þeir eru í rauninni bara að reyna að sannfæra sjálfa sig aftur og aftur og aftur...
Þar til almættið kemur upp að mér, tekur í höndina mína og segir "Hæ, ég er Guð," þá mun engum nokkurn tíma takast að sannfæra mig um að til sé eitthvert almætti.
Og þar til allur heimurinn öskrar í kór að ekki sé til neinn Guð, þá mun ég ekki nokkurn tíma reyna að sannfæra neinn um að hann sé ekki til.
Ég einfaldlega veit það ekki, en ég kýs að trúa því ekki.
Ég er ekki að reyna að sannfæra neinn um neitt með þessu. Ég er bara að snúa krónunni sem liggur á borðinu við, og sýna fólki að það eru ekki bara landvættir á henni, heldur líka fiskar.
Graceperla, 20.2.2008 kl. 13:49
Vá... þessar umræður eru komnar langt yfir minn skilning
Hins vegar er einn grundvallarmisskilningur í þessari dæmisögu um pollinn sem trúaðir hafa (að ég held) komið með sem rök fyrir æðra lífi. Það er rétt að pollurinn hættir ekki að vera til, hann gufar upp og breytir bara um ástand (s.s. verður að gufu). Þessu hafa menn líkt við því að menn haldi áfram að vera til í því formi að þeir séu í himnaríki eftir dauðann. Þetta er alls ekki rétt samlíking. Mun eðlilegri samlíking væri að segja að það að pollurinn fari úr fljótandi formi í gufuform sé líkt því að við mennirnir umbreytumst úr lifandi mannverum í mold. Við förum úr einu formi í annað, sameindirnar sem við erum byggð úr halda áfram að vera til.
Spurningin sem eftir stendur er... hvað verður um vitundina. Auðvitað er þetta dæmi vonlaust þar sem pollar hafa ekki vitund. Ég hugsa líka að dæmið hafi ekki verið ætlað til þess að sýna fram á hvað verður um pollinn... heldur það að pollurinn hélt að holan hefði verið sköpuð fyrir sig því hann passaði svo ágætlega í hana. Pollurinn hélt því að án hans gæti holan ekki verið en annað kom svo á daginn þegar pollurinn hvarf... og eftir stóð holan.
Stefán Freyr (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:41
Stefán Freyr, umræðurnar eru kannski komnar út fyrir skilning flestra en það sem þú skrifar sannar að þú skilur fullkomlega um hvað málið snýst. Takk fyrir gott innlegg.
Villi Asgeirsson, 21.2.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.