Næsta mynd um tunglið?

Ég tók upp almyrkvann fyrir ári síðan. Hugmyndin var að gera mynd með fallegri tónlist, en ég hef ekki haft tíma til að koma þessu í verk. Vonandi kemst ég í þetta á næstu vikum. Trixið við þessa mynd verður að vera tónlistin. Sjáum til.

Annars notaði Hergé tunglmyrkvasöguna í bókinni Fangar Sólhofsins, þar sem Kolbeinn kom í veg fyrir að Tinni og felagar yrðu brenndir á báli. Þar var að vísu um sólmyrkva að ræða, en er þetta ekki sama sagan?


mbl.is Almyrkvi á tungli annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér datt það allt í einu í hug að spyrja þig sem er "stuttmynda - kvikmyndamaður" eina spurningu: Ég skrifaði nokkrar sögur þegar ég byrjaði að blogga á blog.is, væri hægt að gera stuttmyndir af þeim. Smá húmor, boðskapur og fá orð?!

T.d. ef maður tekur söguna "Þessi aumingi stal kex úr pakkanum mínum" þá væri hægt að enda myndina með tvennum eða þrennan hátt....  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég man eftir að hafa lesið kexfærsluna fyrir löngu síðan. Hún er auðvitað snilld og ég væri meira en til í að gera stuttmynd eftir henni.

Villi Asgeirsson, 20.2.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband