Eru allir þjófar?

Stutta svarið er nei. Langa svarið er aðeins lengra.

Eins og báðir fastagestir þessa bloggs vita gerði ég tilraun í desember. Þá var SMÁÍS mikið í fréttum og blogguðu margir um fasískar aðfarir þeirra gegn torrentsíðum á Íslandi. Allir voru stimplaðir þjófar, var sagt. Væri verði stillt í hóf og milliliðir fjarlægðir myndi fólk borga fyrir tónlist, kvikmyndir og tölvuforrit. Það vildi þannig til að ég var með tilbúna stuttmynd og ákvað ég að prófa hvort þetta væri rétt.

Stuttmyndin var sótt vel yfir 1000 sinnum á mína síðu. Hún var komin inn á nýja torrent síðu innan örfárra daga. Ég veit ekki hversu oft hún var sótt þangað, en ég geri ráð fyrir að heildarniðurhal sé ekki undir 1500. Það má því segja að myndin hafi slegið í gegn, þannig lagað, miðað við að hún var bara kynnt hér og í lítilli frétt á MBL.is. Þetta er allt gott og blessað, en ég lifi ekki á niðurhali annara. Það kostar mig reyndar, þar sem ég þarf að halda úti vefsvæði sem ræður við niðurhal upp á einhver gígabæt á mánuði. Hvernig yrði þetta fjármagnað?

Ég bauð fólki að sækja myndina og borga hvað sem það vildi. 100 kall, þúsundkall, milljón. Skiptir ekki máli, hugmyndin var að sem flestir borguðu eitthvað. Að vísu bauðst ég til að senda diskinn þeim sem borguðu 1100kr eða meira. Ég vildi sanna að fólk myndi styrkja þau verkefni sem væru boðin á skikkanlegu verði án milliliða. Ég gerði myndina og fólk gat ákveðið verðið sjálft. Það er hægt að gera ráð fyrir að fólk sem sækir myndina hafi áhuga á henni og ættu greiðslur að vera í einhverju samhengi. Það var þó ekki þannig. 15 manns hafa greitt fyrir myndina, eitt prósent hefur greitt fyrir niðurhalið. Það verður því miður að segjast að flestir vilja allt fyrir ekkert. Ég tek auðvitað ekki fyrir það að 99% hafi hreinlega fundist myndin leiðinleg og ekki þess virði að styrkja. Það get ég ekki dæmt um.

Í gær tók ég myndina af netinu. Sala verður að gerast með öðrum hætti.  Það er ennþá hægt að kaupa diskinn með því að leggja inn á PayPal reikninginn eða reikning minn í Kaupþingi og hafi fólk áhuga er það vel þegið. Auðveldast er þá að leggja inn á reikning 39 á Selfossi, kt. 100569-3939. Boðið stendur enn, 1100 kall eða meira og ég sendi DVD.

Ég er ennþá sannfærður um að dreifing á netinu er framtíðin, en það þarf sennilega að skikka fólk til að borga fyrst og horfa svo.


mbl.is Sjóræningjar herja á Nintendo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég vill byrja á því að óska þér hamingju með myndina og hrósa þér fyrir frábæra tilraun til að dreifa myndinni. Sjálfur náði ég í myndina á sínum tíma en gat ekki horft á hana út af einhverjum tæknilegum orsökum.

Ég eins og þú er sannfærður um að framtíðinn sé stafræn dreifing. Það sem þarf að gera er að bjóða upp á platform sem er einfaldara og þæginlegra en Torrenet síða. Einnig þarf greiðsluleiðin að vera einfaldari, það er pínu fælingar máttur að skrá sig inn á pay-pal eða jafnvel greiða með kredit korti.

 Sjálfur er ég að vinna sem ráðgjafi fyrir tónlistarmiðilinn Amie Street. Það platform gengur mjög vel, en hann var skapaður eftir að nokkrir ungir piltar spurðu sig þeirra spurningar hvað þarf til að við kaupum tónlist í gegnum netið. En ekki hvernig er best að selja tónlist í gegnum netið..

Ingi Björn Sigurðsson, 18.2.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir innleggið, Ingi. Var þetta ekki bara Quicktime vesen á pésa? Windows er ekkert að styðja svoleiðis Apple tækni, en með Quicktime spilaranum á myndin að spilast fínt. Reyndirðu það?

Ég hef mikinn áhuga á hvernig best er hægt að miðla myndum og tónlist á netinu. Ég skráði www.stuttmyndir.com með það í huga að gera eitthvað, en mig skortir tæknilega kunnáttu. Ef einhver hefur áhuga á að hjálpa til við að búa til síðu sem miðlar íslenskum stuttmyndum, er ég til í að hlusta. 

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já þetta er örugglega framtíðin, það er skemmtileg sölumenska sem tíðakast hérna í DK, það er að bæði bændur og venjulegt fólk setur allavega vörur út á vegarkannt og bauk við hliðinaá vörunum. það frábæra er að fólk borgar í baukinn fyrir vöruna. þetta hefur tíðkast lengi og gengur vel. við kaupum alltaf mjólk af bónda, sem setur mjólkina í ísskáp fyrir utan fjósið, svo tekur maður þá mjólk sem þarf, og setur þann pening sem mjólkin kostar í peningabaukinn. þetta er góður heiðarleiki, sem þyrfti að færast yfir á netheim.

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Steinunn, ætli munurinn sé ekki að hér sótti fólk myndina og það var vonast til að hún yrði greidd eftir á. Fólk kannski gleymir því, nennir því ekki eða hvað það er. Ég held að málið sé að biðja um greiðslu, hve há sem hún er, og senda fólk svo á dánlód síðuna. Þá er þetta að gerast á sama tíma og maður er að fá einhverja aura í hvert skipti. Ekki það að greiðslutakkinn var á sömu síðu og dánlód takkinn...

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég borgaði með glöðu geði og mér fannst/ finnst myndin vera þess virði.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 18:08

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já myndin var vel þess virði að borga.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst þetta sorglegt því hugmyndin var góð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:56

8 identicon

Ég  var svo ánægð með Radiohead þegar að þeir tóku upp á þessu sama og að því er virðust stórgræddu á uppátækinu en þeir eru auðvitað svo stórt númer að ósanngjarnt er að bera þá saman við þitt dæmi.

Ég hinsvegar vissi ekki af þessari fyrri tilraun þinni en hefði alveg hug á að borga fyrir mynda. 

Ragga (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var að spá í að setja upp síðu þar sem fólk getur borgað verð sem það ákveður sjálft. PayPal sendir það svo á dánlódsíðuna. Veit ekki hvernig þatta myndi virka ef fólk notar netbanka. Sennilega þyrfti ég að emila fólki slóðina. Ég þarf að hugsa um þetta. Annars þarf ég að hugsa um handritið...

Ragga, takk fyrir að vera svona elskuleg. Þú getur hent einhverju inn á PayPal reikninginn (info@oktoberfilms.com) eða Kaupþingreikninginn sem ég nefndi í færslunni. Ef þú ferð yfir 12 evrur eða 1100 kall sendi ég þér disk.

En um Radiohead. Ég er að sjá nýja diskinn allsstaðar, á iTunes, Amazon. Eru þeir búnir að gefast upp? Ég hélt þeir ætluðu ekki að gefa hann út á gamla mátann. Auðvitað seldu þeir mikið, en það væri gaman að heyra hversu stór hluti þeirra sem sóttu diskinn borguðu fyrir hann.

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Annars var mér að detta í hug að setja lokaútgáfuna á netið og setja hana á borga-fyrst-horfa-svo síðu. Spurning með að öskra út í þjóðfélagið, reyna að láta alla taka eftir því. Með því að taka myndina af netinu í gær er ég að skikka fólk til að borga DVD verðið og það var ekki ætlunin. Hundrað hundraðkallar eru ekki verri en tíu þúsundkallar. Best að sofa á þessu.

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég verð að segja að þetta framtak Villa er alveg frábært, til hamingju segi ég.  Mér finnst síðuhöfundur vera að horfa fram á við en ekki í baksýnisspegilinn og finnst mér einmitt sem margir "séu að halda í gömul gildi", burtséð frá því hvort einhver hali niður efni í þökk eða óþökk einhvers.

Mín pæling hefur lengi verið sú, hvernig veit ég hvort efni sem ég hala niður af netinu sé ólöglegt eða löglegt?  Þegar ég kveiki á bíómynd á DVD stendur einmitt að dreifingu efnis sé óheimil, hvernig get ég gengip úr skugga um að efni á netinu sé ólöglegt eður ei?

Garðar Valur Hallfreðsson, 19.2.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það, Garðar. Það þýðir ekkert að grafa hausinn í sand og lifa í draumaheimi. Netið er til, er ekkert á leiðinni burt og fólk sækir sér skemmtun þangað. Ef maður horfir til baka voru alltaf til staðar nýjir hlutir sem áttu að eyðileggja allt og koma öllum á hausinn. Sjónvarp átti að drepa kvikmyndir, spólur áttu að drepa tónlist, netið er víst að drepa tölvuforrit, tónlist, sjónvarp og kvikmyndir. Það kemur sennilega eitthvað nýtt eftir einhver ár sem fær suma til að gráta yfir að nú verði netið drepið. Eins og kérlingin sagði, það er allt að fara til andsk. Málið er bara það að allir þessir stórhættulegu miðlar bættu við, frekar en að drepa. Netið er tækifæri, ekki heimsendir.

En með löglegt efni á netinu. Ég er enginn lögmaður, en ég reyndi að svara spurningunni á þínu bloggi. 

Villi Asgeirsson, 19.2.2008 kl. 14:58

13 identicon

Millifærslan hentar mér best en upplýsingarnar stemma ekki, ég get allavega ekki millifært á þig með þessar upplýsingar.

Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:13

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bankinn er Kaupþing á Selfossi, reikningur 39. Full númer er 0325-26-000039 og eigandi er Vilhjálmur G Ásgeirsson. Kennitalan er 100569-3969.

Þetta ætti að vera nóg. Láttu mig vita ef þetta er ekki að ganga. Lára Hanna átti í vandræðum en svo gekk það allt í einu upp. Veit ekki hvað málið var.

Villi Asgeirsson, 20.2.2008 kl. 11:42

15 identicon

Jaaaaá nú skil ég afhverju þetta gekk ekki, þú ert með innslátta villu í kennitölu í færslunni þinni, þar endar hún á 3939 sem væntanlega er ekki rétt þar sem millifærslan gekk í þetta skiptið ;)

Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:54

16 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það var frekar fíflalegt af mér. Leiðrétti það. Takk!

Villi Asgeirsson, 20.2.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband