Ha? Hvað áttu við? Pillur?

Nú verð ég að viðurkenna að ellin er farin að segja til sín. Ég les fyrirsögn sem virkar spennandi Jóelþví ég er að reyna að rembast við að selja mynd. Þar sem ég á ekki búð er um póstverslun að ræða. Svo ég les.

Ég les um pillur. Ég er engu nær. Ég hefði sennilega þurft að vita meira um málið áður en ég las þessa frétt. Kannski er þetta framhald gamallar fréttar sem ég las ekki. Alla vega fannst mér skrítið að lesa fyrirsögnina "Liðkað fyrir póstverslun" og sjá svo að fréttin var um pillur, þó án þess að segja hvaða pillur eða hvað þær hafa með póstverslun að gera. Kannski fyrirsögnin hefði átta að vera "Pillur II: Póstverslun!" með tilvísun í gömlu fréttina.

Ekki vil ég setja út á fréttina. Ég skil hana ekki, svo ég get ekki dæmt um hana. Það er sennilega bara farið að rykfalla milli eyrnanna á mér.

Hvað um það, í tilefni þess að í dag er Sunnudagurinn 17. febrúar 2008, og að pillur koma fyrir í handritinu sem ég að vinna í vil ég endilega endursýna sýnishornið úr hinni margrómuðu stuttmynd Svartur Sandur. 


mbl.is Liðkað fyrir póstverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er alin upp á þessum slóðum, vík og reynishverfi, þarna lék ég mér sem barn !

gangi þér vel með þetta allt !

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heyrðu ég verð að segja að ég veit ekki nóg um þetta mál.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband