2.2.2008 | 12:16
Óskalög Sjómanna
Allir sem komnir eru yfir áttrætt muna sennilega eftir óskalögum sjómanna þar sem Gylfi Ægisson og aðrir áttu heima. Fyrirvinnan var að heiman svo dögum skipti og þá var ekkert annað að gera en að senda hvoru öðru óskalög. Stundum voru smellir líðandi stundar spilaðir, en yfirleitt voru þetta sjóaravísur.
Það er spurning hvort þetta lag Mark Knopfler hefði ekki verið vinsælt. Það heitir The Trawlerman Song (Lag Togarasjómannsins). Það er ekki bara textinn sem hefði passað við óskalagaþáttinn, heldur finnst mér lagið og spilamennskan svipuð því sem var í gangi. Kannski Lónlí Blú Bojs eða Lúdó hefði vippað þessu yfir á íslensku og gert megasmell úr því.
Það er svo auðvitað gaman að segja þeim sem ekki vita að hljómborðsleikarinn í þessu lagi samdi tónlistina við myndina sem ég var að senda fullt af fólki. Heimurinn er svo lítill ef maður heldur kíkinum öfugum.
Ég vonast til að hafa tíma til að blogga almennilega um DVD diskinn á mánudaginn. Á morgun þarf ég að taka upp hljómleika.
Góða helgi.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Athugasemdir
"Sem komnir eru yfir áttrætt..." Ég er eldri en ég hélt! Ern með afbrigðum þó.
Það voru þrír þættir í útvarpinu sem spiluðu dægurlög. Lög unga fólksins, Óskalög sjúklinga og Óskalög sjómanna. Hvað þurfti maður svosem meira?
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:40
Þetta er ekki svo langt aftur í tíman Villi, ég man eftir þessum tíma fyrir rúmlega 40 árum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 17:20
Og mér finnst einsog þetta hafi skeð í gær...bara eldist ekki en reyni mitt besta að fylgjast með. Takk fyrir ljúflingslög og gangi þér vel
Eva Benjamínsdóttir, 2.2.2008 kl. 17:33
ég elska sjómannalög, hvað varð eiginlega um þetta tímabil? getur það ekki komið aftur?
halkatla, 2.2.2008 kl. 18:55
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 20:58
Ég man síðast eftir þessu um 1985, held ég. Áður en Anna Karen fæddist, ekki satt? Annars er þetta tímabil ekki alveg dautt. Lagið að ofan ef 2-3 ára gamalt. Á Íslandi gengur þetta þó ekki. Vér erum orðin svo virðulegir smáborgarar, öll sömul.
En það er rétt, þessir þrír þættir og svo hálftíma þáttur í viku þar sem hægt var að sjá myndbönd sem aldrei voru endurtekin.
Villi Asgeirsson, 2.2.2008 kl. 21:00
Þau sem sakna þessara óskalagaþátta geta stillt á Rás 1 klukkan 9 á föstudagsmorgnum. Þá er Gerður G. Bjarklind með þáttinn Óskastundina og spilar þar mörg af þessum gömlu lögum. Var það ekki líka Gerður sem var með Lög unga fólksins síðast - hér í den?
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.2.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.