Nýársvarp

Góðir íslendingar og aðrir,

Nú árið er liðið, að mestu. Þetta hefur sennilega verið hraðskreyðasta ár í mínu lífi. Ég man hvernig ég drakk mig ekki fullan í síðustu viku til að halda upp á hið nýja ár, 2007. Ég man hvernig Filma1ég pikkaði færslu þar sem ég sagði frá öllu því sem ég ætlaði að gera á árinu. Það varð auðvitað ekkert af neinu, nema að ég man eftir að hafa farið á klósettið einu sinni. Restin er eitt stórt blör, svört hola sem gleypti allt. Þannig lagað.

HerbergiÁ árinu 2007 var ég með svipað í tekjur og fyrstu tvo mánuði 2006. Ég sagði nebbla upp vinnunni og ákvað að gerast kvikyndagerðarmaður. Það hefur ekkert með pening að gera, virðist vera, því ég fór í hlutastarf og það er ennþá að borga reikningana... þannig lagað. En var 2007 gott ár? Sjáum til.

Í janúar fæddist unginn. Ég var varaður við að hann myndi umturna öllu og að áætlanir mínar myndu breytast hraðar en. Það var rétt. Hann er sætur og góður, en étur upp allan minn tíma, fyrir utan það þegar ég er að rembast við að nappa pening á Schiphol flugvelli. Kvikmyndagerð? Þetta er að breytast í tómstundagaman án tómstunda. Við komum í heimsókn til Íslands í apríl til að halda upp á afmæli afa. Sambúð vor var vígð í Skotlandi í júní. Kisan dó í haust og við fengum okkur nýja.

Ekki gerði ég heimildamynd um Rúmeníu. Stuttmyndin var ekki tilbúin fyrr en í ágúst. Kvikmyndin í fullu lengdinni er ekkert annað en hálfklárað handrit. Ég hjálpaði þó við gerð tveggja hljómleikamynda þar sem gamlir raggíguðir frá Jamæku komu fram í Hollandi, þeir Winston Francis og Alton Ellis. Einnig gerði ég tólf myndbönd fyrir hollendinginn Rick Treffers, sem eru sýnd meðan hann spilar lög af nýútkomnum diski sem enginn hefur heyrt. Við erum svo að fara út í að gera alvöru myndband við lag af diskinum fyrrnefnda.

2008? Veit ekki. Ég er hættur að rembast, í bili. Handritið er enn í vinnslu og ég er með slatta af hugmyndum, svo einn daginn verður myndin gerð. Svo hitti ég stelpu um daginn. Við fórum að tala og það fæddist hugmynd. Gæti verið stórskemmtilegt. Hvað gerir geimvera á jörðinni ef hún kemst ekki til baka? Þessi hugmynd varð til eftir að Svarti Sandurinn fór á netið. Við vildum sjá hvort hægt væri að taka það dæmi, dreifingu á netinu, lengra. Meira um það seinna, en ef þú veist hvað strönduð geimvera myndi gera meðal oss, láttu endilega vita. 

Sem sagt, 2007 skilur eftir blendnar tilfinningar og 2008 er óvissan ein. Sjáum til.

Vér óskum öllum óbrenndra áramóta og gleðilegs árs. 


mbl.is Ráðleggur hvernig efna megi nýársheitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


(Ég hef ekki haft tíma að þýða textann ennþá, ætla að drífa í því fljótlega)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kærar þakkir fyrir mjög áhugaverða bíómynd, ég vil gjarnan borga 1000 kall eftir áramótin.

Gangi ykkur allt í haginn á nýju ári, þakka sköpunina.

kveðja. eva

Eva Benjamínsdóttir, 31.12.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár. Megi 2008 verða þér og fjölskyldu þinni gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.12.2007 kl. 16:34

4 identicon

Gleðiár, hér er hugmynd að næstu stutt eða langmynd:

Í framtíðar landi hefur elítan verið sigruð og almenningur lifir í friði og ró.  Korpóreit og ríkisstjórnir þekkjast ekki, fólk lifir í smærri ættbálkum sem sinna sínum hugðarefnum.  Menntakerfið felst í því að sögur eru sagðar af því hvernig siðleysi og heimska voru verðlaunuð, fólki hópað saman í borgir og gert ósjálfbjarga, upp á kerfið komin með lífsbjörg, heilaþvegið af sjónvarpi og meistaralegum breytingum á aðstæðum sem stýra fólki að ákveðinni hegðun og ákveðnum niðurstöðum í lífsýn.

Ef þetta er of þurrt, þá geturðu bætt við millistigi, þar sem elítu fjölskyldurnar þurftu að heyja sín stríð sjálfar, Gates og Rotschild í blóðugum bardaga í rómversku hringleikhúsi.

Finnst vanta svona mynd, þessar framtíðarmyndir (sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér) eru alltaf einhverjar útópíur elítunnar, þar sem fólk er orðið valdalaus vinnudýr kerfisins.  Jafn skemmtilegar fyrir því :-) listi á heimasíðunni minni - top 50 dystópíumyndir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:44

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

En er það ekki þangað sem við stefnum, Gullvagn? Kannski að þín mynd gerist eftir að því kerfi hefur verið hafnað? Það þarf allaf eitthvað "conflict" í myndir, en kannski er conflictið að halda í þessa útópíu.

En hvað um það, GLEÐILEGT ÁR! Varð að koma því hér að því þetta er fyrsta pikkið á árinu 2008...

Villi Asgeirsson, 1.1.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

árrrrrrrriiiiiiiið

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 01:05

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:44

8 identicon

Ég held við stefnum annað, við erum nú þegar í lísu í undralandi heimi, þar sem meirihlutinn af almenningi hefur ekki hugmynd um hvað er raunverulega að gerast, og heldur að einhverjir sérfræðingar séu betur fallnir til að stjórna lífi sínu og vernda fyrir vá.

Þessir sérfræðingar (á toppnum, undir eru svo fullt af useful fools sérfræðingum sem repeata það sem þeim hefur verið innrætt) eru hinsvegar vakandi, en þeirra versta martröð er að the great beast (almenningur) vakni af blundi og kremji þá.  Þeir hafa haft skepnuna í járnum á fyrri tímum, en það hefur alltaf klikkað.  Nú eru þeir með járnin á huganum, skepnan heldur að hún sé frjáls.

Þannig að við stefnum í fulla andlega ánauð, a-la brainchip, eins og ég hef einhverntíma bloggað um.  Velkominn til baka af áramótablundinum :-)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband