Criterion

Spines_ShortMovies

Fyrir nokkru síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að íslenskar myndir þyrfti að varðveita. Það er þekkt mál að filma skemmist með tímanum, svo ekki er upphaflega formið gott til geymslu. Svo finnst mér líka að list sé lítils virði fái fólk ekki að njóta hennar.

366_box_128x180Eitt besta átak sem ég veit um er Criterion safnið. Merkilegum myndum er safnað saman, þær hreinsaðar og lagfærðar eins vel og nútímatækni leyfir. Myndin er svo sett á high-definition stafrænt form til geymslu. Að lokum er myndin svo gefin út á DVD í betri gæðum en áður hafa sést og með miklu aukaefni. Það skemmtilega við Criterion safnið er að um er að ræða myndir allstaðar að úr heiminum, hvort sem það er Hollywood, Bollywood, Japan eða Svíþjóð. Það minnst skemmtilega er að það sem þetta er bandarískt átak, eru myndirnar einungis fáanlegar á Region 1 NTSC diskum.

Ég fékk sem sagt þessa hugmynd. Hvernið væri að skanna inn bestu eða merkilegustu íslensku kvikmyndirnar, sjá til þess að þær varðveitist og gefa út á diskum sem eru þeim sæmandi.  Þetta þyrftu ekki bara að vera kvikmyndir, heldur mætti gefa út stuttmyndasöfn og fleira.

En ég á engan pening, svo það þarf einhver annar að taka þetta að sér. 


mbl.is Kvikmyndafortíðin varðveitt til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það væri t.d. hægt að gefa út klipp úr heimildamyndum frá þessum tíma.   Heyrði í Víðsjá að Greenaway sagði að bíóið væri að úreldast.  Maður þykist ekki hafa tíma í allt þetta gláp.  Þegar maður var unglingur þræddi maður bíóin eins og tíminn væri endalaus.  Nú getur maður horft ókeypis á gamlar Hollywoodmyndir á TCM ef breiðbandið er í blokkinni....

Pétur Þorleifsson , 29.12.2007 kl. 05:07

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

það þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af regions í dag, nema í laptoppum og tölvum það er talsvert flóknara að hakka þau drif, en flesta dvd spilara er hægt að brjóta upp þetta hvimleiða kerfavesen, snilldar síða sem ég notast yfirleitt við þegar ég kaupi mér spilara (hvort þeir séu hakkanlegir eður ei) http://www.videohelp.com/dvdhacks 

Þú gleymdir að minnast á það að Criterion menn leggja líka talsvert á sig til að vera með besta aukaefnii á diskunum sem völ er á ;)

Davíð S. Sigurðsson, 29.12.2007 kl. 05:12

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt, diskarnir eru vel gerðir að öllu leiti, þar með talið aukaefni. Það sem mér finnst verst við að þetta séu amerískir diskar er að þeir eru NTSC, þ.a.l. 29.97 myndir á sekúndu. PAL (okkar kerfi) er 25 og því nær hinu upprunalega formi, sem er 24 myndir. Ég viðurkenni að þetta hljómar sennilega eins og tuð, en læt mér það eftir.

Ástæðan fyrir þessari hugmynd var að ég hef keypt nokkrar íslenskar myndir, þar sem ég er í útlandinu, og ég verð yfirleitt fyrir vonbrigðum með diskinn. Myndin getur verið fín, en gæði diskanna eru yfirleitt svipuð því þegar maður kaupir óþekkta mynd á 1-2 evrur. Það á ég við lítið eða ekkert aukaefni, widescreen mynd í 4:3 ramma og þar með lágri upplausn (ætti að vera anarmorphic), og oft hefur ekkert verið gert til að lagfæra skammdir þegar um eldri myndir er að ræða. 

Villi Asgeirsson, 29.12.2007 kl. 06:04

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er góð hugmynd og mér finnst margar íslenskar myndir þess verðar að geyma þær. Gleðilegt nýtt ár.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.12.2007 kl. 21:01

5 identicon

Þú þarft nú ekki að hafa áhyggur af því að þú sért einn um að vera á móti NTSC forminu, enda er ekki nokkur leið að skilja það hvernig kaninn getur ennþá staðið í þessu rugli, á tímum þeirrar tækniþróunnar að sjónvörp geta orðið spilað bæði PAL og NTSC. Það fer alveg að koma tími á að kaninn fari að fatta það hvað þeir eru að horfa á miklu verri gæði en við hin :)

Hins vegar langaði mig nú aðallega að koma því að, að ég á þónokkrar Criterion Collection myndir, og þetta eru sennilega bestu DVD myndir sem ég á, að frátöldu þessu NTSC máli. Yfirleitt safna ég eingöngu svona "Collector's Edition" og slíkum myndum á DVD, því það eru þær sem eru virkilega þess virði að borga þessa blóðpeninga fyrir. Verst bara að slíkum alvöru útgáfum fer frekar fækkandi en hitt, og virðast t.d. flest Íslensk útgáfufyrirtæki vera farin að temja sér það að troða öllum sínum myndum á DVD5, með einni valmynd sem segir "Spila - Kaflar - Texti Á/Af" og búið. Þessar útgáfur, sem byrjuðu með Bergvík (á bláum DVD-R diskum keyptum úr næstu tölvubúð) og Myndform voru síðan snöggir að apa upp eftir þeim, eru lægsta form DVD menningarinnar, og nákvæmlega ENGU betra en bara VHS, enda yfirleitt bara VHS transfer sem er skellt á Disk og búið mál. Þetta vilja þessir menn síðan að við borgum allt upp í 3000 krónur fyrir! Já, Nei Takk :D

Annars, ég var ekkert búinn að kíkja hér inn síðan bara fyrir löngu, þannig að ég vil bara biðja Villa og alla hans lesendur um að eiga Gleðileg Jól, og gæfuríkt ár. Hver veit, kannski verður 2008 árið sem Internetið og Kvikmyndirnar ná loksins saman. ;)

BizNiz (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 02:20

6 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já leiðilegt þetta NTSC rugl en hvað getur maður gert sossum *andvarp*, en já, ég forðast íslenskar útgáfur af dvd myndum (erlendum) eins og heitann eldann, er í hong kong núna og þar kosta ódýrustu myndirnar 150-200 kall, og þær eru undartekningarlaust alltaf amk kosti letterboxed og ekki kroppaðar. sumsé betri útgáfur á langt um lægra verði.

Davíð S. Sigurðsson, 30.12.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband