1 dagur - Tjáningafrelsi

Þetta er sorgleg frétt og erfitt að átta sig á því hvað fær fólk til að haga sér eins og þeir sem krefjast að kennslukona verði skotin fyrir litlar sakir, ef sakir skyldi kalla. Þetta er auðvitað ekkert annað en gamla, góða múgæsingin sem fékk þýsku þjóðina til að loka augunum á fjórða áratugnum og skipti heiminum í kommúnista og kapitalista. Á meðan fólk er tilbúið að hlusta á rödd þess sem hæst öskrar, frekar en eigin samvisku, er ekki við góðu að búast. Frelsi er það dýrmætasta sem við eigum og við verðum að vernda það með kjafti og klóm. Svo er það spurning hvar múgæsing sleppur og eigin sannfæring tekur við. Hvernig getur samviska manns sagt að skjóta eigi kennara fyrir að skíra bangsa eftir Mohammed, Jésu, Búdda, Dalai Lama eða David Beckham? Hvað er búið að kenna fólki og hvernig? Hver græðir á því, nema sá sem kennir? Eða á að orða þetta svona; hvers konar heilaþvottur hefur verið í gangi þarna? Fólk vill í eðli sínu ekki drepa fólk, en það má sannfæra fólk um ýmislegt ef þjóðfélagið sefur á verðinum. Villi í BlafjöllumEinstaklingsfrelsið er heilagt og það ber okkur að vernda.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er að setja stuttmyndina á netið. Ég vil ekki að tónlistar- og kvikmyndaútgáfa sé í höndum fárra stórfyrirtækja sem segja höfundi og leikstjóra hvað má og hvað ekki. Ég vil ekki að dreifing sé í höndum fólks sem sér list sem afurð, og því meiri sala, því betri er listin. Ég er á móti boðum og bönnum. Það hljómar kannski barnalega, en ég trúi á fólk. Ekki á ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki, heldur fólk. Við eru öll spillt upp að vissu marki. Við verðum að vera það. Þjóðfélagið sem við höfum búið til býður ekki upp á annað. Þó vil ég trúa því að fólk sé að eðlisfari sanngjarnt og réttlátt.

Þegar torrent málið fór af stað voru uppi háværar raddir um að torrent.is síðan hafi ekki verið ólögleg. Notendur voru að ná í efni sem þeir höfðu þegar greitt fyrir með áskriftum af sjónvarpsstöðvum, kaupum á geisladiskum og öðru. Margir sögðu að þeir hefðu ekki áhuga á að borga milliliðum. Hefðu þeir möguleika á að kaupa beint af listamanninum myndu þeir gera það. Ég tek það fram að ég fæ ekkert af diskaskattinum og meðan myndin er ekki sýnd í íslensku sjónvarpi hafa afnotagjöld ekki skilað sér til mín.

FarðiÁ morgun fer stuttmyndin Svartur Sandur á netið. Þetta er tilraun. Ég hef verið að gera myndir og myndrænt efni í nokkur ár í Hollandi og hef þar af leiðandi áhuga á sölu og dreifingu þessa efnis. Netið er komið til að vera. Niðurhal er komið til að vera. Við sem búum til efnið höfum ekkert um það að segja. Við getum látið sem ekkert hafi gerst og haldið áfram að selja okkar diska, við getum reynt að stoppa flóðið eða notfært okkur þau nýju tækifæri sem eflaust leynast á netinu. Ég held að framtíðin verði einhver málamiðlun áskrifta, auglýsinga og gamaldags sölu diska. Þegar lögbann var sett á torrent.is mótmæltu margir og bloggið logaði. Frá morgundeginum geta íslendingar sannað að þeir séu tilbúnir til að ná í efni á netinu á þess að þurfa að kaupa diska, og að þeim sé treystandi í hinum stafræna heimi sem hræðir okkur kvikmyndagerðar- og tónlistarmenn. Ég mun setja tölur inn eftir viku þar sem hægt verður að sjá hversu margir hafi náð í myndina og hvort greitt hafi verið fyrir. Þessi tilraun mun segja mér hvort netið sé raunhæfur vettvangur fyrir nýjar myndir, hvort það gefi óþekktum listamönnum möguleika á að dreifa eigin efni og hvort það geti verið áhugavert að framleiða efni fyrir netið. Ég hef trú á þessu, en verð að viðurkenna að ég hræðist þetta pínulítið. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Krefjast aftöku Gibbons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

ÞEtta er rosa sorglegt og erfitt hvað allir eru hjálparlausir gagnvart svona.  Það verður spennandi að sjá stuttmyndina, gott ef þú setur link að henni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.11.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel með mynina. Én hitt með kennslukonuna. Eg get nú ekki gert af því að mér finnst það heimskulegt af henni að kalla gangsann Múhameð í þessu landi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.11.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

En að hún verði skotin finnst mér einum of.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.11.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel með mynina. Én hitt með kennslukonuna. Eg get nú ekki gert af því að mér finnst það heimskulegt af henni að kalla gangsann Múhameð í þessu landi.

 

Dhimmi  

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.12.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband