Ísland, græna Ísland...

...eða var það brúnt? Ekkert íslenskt sveitarfélag er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Ég er viss um að mörgum útlendingum kæmi það á óvart að ekki sé  minnst á hið vistvæna, náttúrufagra Ísland sem er brautryðjandi í vetnisrannsóknum. Landið sem hefur meira en nóg að náttúrulegri, mengunarlausri og endurnýjanlegri orku.

Svona er Ísland, en ekki íslendingar. Þeir keyra um á risajeppum, kynda húsin sín allan ársins hring hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki, þeir endurvinna sáralítinn hluta sorpsins. Það er þó hjægilegt þegar stjórnvöld og sveitarfélögin eru skoðuð. Þau eru öll úti í vegarkantinum, lyftandi pilsinu upp fyrir hné, vonandi til þess að einhver útlendingurinn drekki þeim í auðævum sínum. Skítt meðþað sem fórnað er fyrir auðinn...

Ísland skrifaði undir Kyoto samninginn og skuldbatt sig þannig til að halda mengun í skefjum. Nú bíða menn spenntir eftir að hann renni út, eða hreinlega hundsa hann svo hægt sé að byggja verksmiðjur, álver og olíuhreinsunarstöðvar svo skríllinn geti unnið fyrir lagmarkslaun.

Hver þarf svo sem á einhverjum verðlaunum að halda. Útlendingarnir með peningana eru miklu meira spennandi. 


mbl.is Ekkert íslenskt sveitarfélag tilnefnt til umhverfisverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað er að ske á Íslandi?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.9.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki hugmynd. Það er eins og eitthvað dáleyðandi hafi verið í sjónvarpinu. Augu allra fara að snúast eins og caleidoscope og fólk hagar sér eins og zombies.

Villi Asgeirsson, 12.9.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.9.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband