27.5.2007 | 12:12
Mun kirkjan breytast?
Einhvers staðar las ég að kirkjuþing hefði ákveðið að þjóðkirkjan væri andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra. Það að þetta mál sé yfir höfuð í umræðunni ber vott um að fólk sem kallar sig kristið á enn langt í land með að skilja hinn sanna boðskap biblíunnar. Kannski ég sé að gefa færi á mér með því að minnast á boðskapinn, en það kemur bara í ljós.
Hvað er það sem fer svna fyrir hjartað á kristnu fólki? Finnst því samkynhneigðir vera öðruvísi? Eru þeir ekki verðugir náðar drottins? Fara þeir kannski beint niður í kjallara þar sem þeir eru guði ekki þóknanlegir?
Ég er enginn sérfræðingur í krisnum fræðum, en eftir því sem ég best sé er þetta vandamál, því biblían segir að fólk eigi að fjölga sér. Það gera samkynhneigðir sjaldan, og því meiga þeir ekki kvænast. Best væri ef þeir skildu hvað þeir eru á röngum vegi og afhommuðust svo þeir geti líka fjölgað sér. En þá er annað mál sem verður að taka með í umræðuna. Getnaðarvarnir vinna gegn hlutverki hjónabandsins. Á þá ekki að banna þær líka? Sem betur fer skilur kaþólska kirkjan þetta. Hefur hún unnið gott starf í þróunarlöndunum og séð til þess að fólk fjölgi sér eins og kanínur þó efni séu ekki til. Betra er að fæðast og deyja úr hungri en fæðast alls ekki.
Ef þetta er ekki það sem málið snýst um, vil ég endilega heyra hvað málið nákvæmlega er. Ef þetta er bara mismunun á einum þjóðfélagshópi vil ég vita hvers vegna hjónabönd við útlendinga, svertingja og fleiri eru ekkert vandamál. Af hverju eru samkynhneigðir annars flokks fólk?
Kirkjan verður að koma með alvöru rök. Annars getur hún ekki ætlast til að vera tekin alvarlega.
Kirkjan þarf að breytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
„Sem betur fer skilur kaþólska kirkjan þetta. Hefur hún unnið gott starf í þróunarlöndunum og séð til þess að fólk fjölgi sér eins og kanínur þó efni séu ekki til. Bera er að fæðast og deyja úr hungri en fæðast alls ekki.“
Kaþólska kirkjan boðar ógiftum skírlífi og hjónum náttúrulegar getnaðarvarnir. Hún hefur ekki boðað ábyrðarlausa fjölgun svo ég viti heldur frekar að fólk taki ábyrga afstöðu til fjölda barna. En ef einhver deyr úr hungri þá er ástæðnanna oftast að leita í ytri áföllum eða skyndilega breyttum aðstæðum frekar heldur en í lífsskoðun eða trú þeirra sem fyrir þeirri ógæfu verða.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.5.2007 kl. 12:38
Eru getnaðarvarnir ekki ein leið til að taka ábyrga afstöðu til fjölda barna? Ef hjón vilja ekki fleiri börn er um að gera að nota getnaðarvarnir, ekki satt?
Villi Asgeirsson, 27.5.2007 kl. 12:44
Tilgerðar getnaðarvarnir eru ein leið en þeim sem ekki kæra sig um þær af ýmsum ástæðum eru aðrar leiðir færar til að takmarka fjölda barneigna. Það þarf ekki að leita lengra en í kynningarbækling landlæknisembættisins og kynna sér þær upplýsingar sem þar eru kynntar sem leið 11: [1]
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.5.2007 kl. 13:31
Kirkjan kaþólska hafnar getnaðarvörnum fyrst og fremst af náttúruréttar-ástæðum. En þar við geta bætzt enn þungvægari ástæður. Ef tiltekin getaðarvörn er talin geta valdið (frum)fósturláti, eins og sagt er um lykkjuna (IUD) og sumar gerðir "pillunnar", þá er mjög alvarlegt brot gegn siðalögmálinu að nota slík tæki og meðul.
"Hún [kaþ. kirkjan] hefur ekki boðað ábyrðarlausa fjölgun svo ég viti," segir Ragnar trúbróðir minn hér ofar. Hann hefði ekki þurft að orða þetta svo varlega, því að þessi 6 upphafsorð setningarinnar voru 100% rétt. Ég vísa um það t.d. í greinina Páfastóll styður ekki hugmyndina um hömlulausar barneignir á forsíðu Kaþólska kirkjublaðsins, 7. tbl. 4. árg. (okt. 1994, meðan Ragnar Brynjólfsson var sjálfur ritstjóri þess blaðs). Þar segir m.a.: "Páfastóll styður ekki hugmyndina um hömlulausar barneignir. Virðing páfastóls fyrir hinum helga tilgangi myndunar mannlegs lífs fær hann til að leggja áherzlu á, í ríkara mæli en aðrir, að ákvörðun foreldra, hvort þau á gefnu augnabliki ættu að eignast barn eða ekki, verður að taka af ábyrgð." -- Þetta kom fram í ræðu Renatos Martino erkibiskups, sendimanns páfa, sem hann flutti 7. sept. 1994 á mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró.
Þetta er þörf umræða hér, pilttar, en greinin sjálf ekki nógu jákvæð; hvað samkynhneigða snertir, ber hún þess merki, að höfundurinn hafi ekki kynnt sér nógu vel þá hluti, sem þegar hafa komið fram í umræðunni (m.a. hér á Moggabloggi) um þau mál í kirkjulegu samhengi. - Með kveðju,
Jón Valur Jensson, 27.5.2007 kl. 15:31
Eins og ég tók fram er ég enginn sérfræðingur í kristnum fræðum. Hins vegar sýnist mér að kirkjan sé ekki í takt við trúna, sem boðar náungakærleika fyrst og fremst. Ekki skal gert upp á móti fólks fyrir Guði. Það hlýtur þá að eiga við um samkynhneigða eins og aðra.
Villi Asgeirsson, 27.5.2007 kl. 19:28
Kirkjan kaþólska hefur boðað, kennt og praktíserað náungakærleika öllum öðrum samfélögum lengur og fremur. Hún boðar þann sama náungakærleika gagnvart samkynhneigðum. Hún veit það hins vegar frá Frelsara sínum, hverja hún getur gefið saman í hjónaband, og fylgir boðum hans um það, sama hvernig allir Bjarnar Karlssynir heimsins kunna að láta.
Jón Valur Jensson, 28.5.2007 kl. 01:19
Kvitt. Já heimurinn má svosem breyta hugsunarhætti sinum og þar ætti kirkjan að sýna fordæmi sem hún mun nátturulega aldrei gera.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.5.2007 kl. 20:22
ÆÆÆ, er nú "Jón" nokkur "Valur" farin að túlka hvað kærleikur er. Merkilegt hvað sá maður getur breytt hvítu í svart og réttu í rangt án þess að koma auga á það sjálfur. Sbr. komment hans hér nr. 6, það segir aldeilis allt sem segja þarf! Katólska kirkjan sem hefur farið sem plága um heiminn og staðið fyrir pyntingum, morðum og allskyns djöfulgangi og eins og þú segir Villi réttilega valdið óbærilegum skaða með því að banna getnaðarvarnir, vill nú "Jón" þessi "Valur" meina að hafi "boðað, kennt og PRAKTÍSERAÐ náungakærleika öllum öðrum samfélögum lengur og FREMUR. Hún boðar náungakærleika gagnvart samkynhneigðum..." ÆÆÆ, Jón Hreggviðsson sagði: "Vont er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti". Ef kærleikur kaþólsku kirkjunnar er eins og sá sem þessi dauðlegi maður túlkar, þá er það hæpinn kærleikur að mínu mati. Mér illa við að gefa hlutum rangnefni og segi því: vont er þeirra hatur, en verri er þeirra kærleikur. Ég vil ráðleggja þér Villi minn, að sniðganga þennan draug sem nefnir sig "Jón Val". Láta sem hann sé bara uppvakningur, sem hann hlýtur að vera...
Viðar Eggertsson, 28.5.2007 kl. 22:24
Svo er líka eitt merkilegt með þennan draug, uppvakning úr myrkustu miðöldum, hann hefur ekki neitt uppbyggilegt né jákvætt að blogga um, hafið þið tekið eftir því? Allt hans blogg eru árásir á annað fólk og samfélagið, ef því er að skipta! Hvar er þessi margboðaði náungakærleikur í verki, hjá þessum svartstakki?
Þegar ég les hans skrif, minnist ég alltaf setningar úr Paradísarmissi Miltons: "Fordæmdu sálirnar í víti, eru jafn margar og laufin í Vallombrosa".
Vallombrosa þýðir Skuggadalur og er í Toskana á Ítalíu. Það vill svo til að ég hef komið þangað. Þar er munklaustur eitt húsa í þessum skuggalega dal og sést þar aldrei til sólar. Ég er nokkuð viss um að "Jón" þessi "Valur" er heimilisfastur í þessum Skuggadal.
Viðar Eggertsson, 28.5.2007 kl. 22:39
Viðar skrifar:
„Katólska kirkjan sem hefur farið sem plága um heiminn og staðið fyrir pyntingum, morðum og allskyns djöfulgangi og eins og þú segir Villi réttilega valdið óbærilegum skaða með því að banna getnaðarvarnir“
en rökstyður ekki. Athyglisvert væri að vita hvað Viðar á við og bera saman heimildir, einkum væri athugunarefni að fá heimildir eða tölulegar upplýsingar um þann skaða sem getnaðarvarnabannið hefur að hans sögn valdið. Í þessu sambandi er vert að benda á þessi mál hafa ýmsa fleiri fleti en þá sem Viðar skrifar um eins og sjá má hér: [1], hér [2] og hér: [3]
Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.5.2007 kl. 19:44
Skiptir það einhverju máli hvað tölur og kannanir segðu um þann skaða sem kirkjan hefur valdið? Þetta er stofnun Guðs og kærleikur hennar á að vera algjör. Hún á ekki að valda neinum skaða. Hún á að hjálpa fólki skilyrðislaust, með öllum tiltækum ráðum.
Það er vitað mál að kaþólska kirkjan hefur staðið fyrir morðum, pyntingum og ofsóknum í gegn um tíðina. AIDS er risastórt vandamál í Afríku og kirkjan er á móti smokkum. Hvers vegna? Vegna þess að þeir sem eru lauslátir eru réttdræpir hvort eð er? Hvað um allar konurnar, stúlkurnar reyndar, sem nauðgað er vegna þess að það er almenn trú að kynlíf með hreinni mey lækni mann af AIDS? Hvers eiga þær að gjalda?
Annars var þetta umræða um hjónabönd samkynhneigðra. Hvað er vandamálið þar? Það hefur enginn komið með alvöru rök fyrir því hvers vegna þau eru svona vont mál.
Villi Asgeirsson, 31.5.2007 kl. 12:24
En það er einmitt það sem hún gerir Villi, að hjálpa fólki skilyrðislaust. Kaþólska kirkjan rekur hjálparstofnanir víða um heim og hefur einmitt gert átak í því að hjálpa fólki sem sýkt er af HIV. Sjá t.d. hér: [1]. og hér: [2]. Þú og Viðar gefið báðir í skyn án þess að geta heimilda að getnaðarvarnabann kirkjunnar hafi valdið skaða. Er til of mikils mælst að óska eftir heimildum fyrir þessum viðhorfum? Slíkur skaði ætti þá væntanlega helst að koma fram hjá kaþólsku fólki og þeim sem fylgja boðum páfans. Er það svo? Hefur HIV höggvið stærri skörð í raðir kaþólikka í Afríku en hinna? Ég spyr því að þetta er gefið sterklega í skyn á síðunni þinni. Fullyrðingu þinni um að hinir lauslátu séu réttdræpir hvort eð er mótmæli ég. Hana hef ég hvergi séð setta fram nema hér á þessari síðu og hef þó fylgst með kaþólskum fjölmiðlum nokkuð lengi.
Varðandi hjónabandið þá er í hefðbundinni kristni litið svo á að hjónaband sé aðeins samband eins karls og einnar konu. Hjónaband er því ekki samband fleiri en tveggja einstaklinga né heldur samband tveggja einstaklinga af sama kyni. Þannig hefur þetta verið í bráðum 2000 ár og þannig verður það trúlega um alla framtíð.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.5.2007 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.