12.7.2006 | 20:16
Fallegu hvítu seglin...
Ég man eftir að hafa alist upp við sögur af frönskum skipum, ströndum, mannbjörg og slysum. Langafi, fæddur 1893, mundi vel eftir skútunum sem sigldu upp í sandinn í Meðallandsfjöru. Mér datt einhvern tíma í hug að taka sögurnar upp á spólu en ég var of ungur til að taka það nógu alvarlega og gera eitthvað í því. Það er því mikil vitneskja farin og kemur aldrei aftur.
Nú þegar ég er farinn að fitla við kvikmyndagerð datt mér í hug að skoða þetta aftur. Ég fór að lesa mér til um frönsku og flæmsku skúturnar sem komu á íslandsmið í byrjun mars ár hvert. Ég komst að því að þetta var stórmál í Frakklandi og er enn. Þessi keppni sannar það. Ég komst líka að því að fallegu hvítu seglin sem sáust frá landi voru allt annað en falleg þegar maður var á þessum bátum. Þar var kuldi og vosbúð.
Hvernig sáu íslendingar frakkana? Hvernig sáu frakkarnir íslendinga? Hvenær og hvernig fóru samskipti fram? Margar spurningar og þetta er bara byrjunin.
Frönsku skúturnar á leið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Amma mín sem var fædd 1896 sagði mér líka frá frökkunum. Hvernig krakkarnir æptu "alla badda rí fransí biskví" og báðu um kex. Hún sagði að þeir hafi haft það inn á sér berum og þessvegna hefði henni ekki langað í það. Hún sagði mér líka frá frakka sem sat á steini og söng lag sem hún lærði strax. Þetta lag söng hún fyrir mig. Hún sagði samskiptin milli frakka og íslendinga góða. Allveg eins og þú segir höfum við misst mikinn fróðleik sem þessi kynslóð miðlaði okkur. Ég hlustaði þó en það er svo margt gleymt og hefði þurft að skrá það sem sagt var.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.7.2006 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.