10.7.2006 | 06:29
Búningar og skotlistar
Það var mikið að gera um helgina. Mér líður eins og ég sé að gera stórmynd. Ég hef verið að búa til shotlist undanfarið, þá er hvert einasta atriði skorið niður í smá búta. Hver klipping er plönuð áður en nokkuð er tekið upp. Það heftir klipparann kannski en ég veit af fyrri reynslu að maður verður að vita hvað á að gera þegar komið er á vettvang. Það þýðir ekki að mæta á staðinn, skoða sig um og segja "ókei, hvernig gerum við þetta?". Ég hef verið viðriðinn svoleiðis framleiðslu og veit að það gengur ekki nema maður hafi yfirdrifið mikinn tíma. Ég man eftir rökræðum, hálftímar og klukkutímar liðu án þess að nokkuð væri tekið upp. Ég er sem sagt að plana hvert einasta myndskeið (hvað heiti shot á íslensku?).
Svo eru það búningarnir. Myndin flakkar um aldirnar og það þarf búning fyrir hvert tímabil. Þar efr smá vandamál í gangi. Á Íslandi er ég ekki í neinum samböndum og þekki engan sem eitthvað hefur með búning að gera. Í Hollandi get ég reddað ýmsu, en eru þetta þá réttu búningarnir? Hollensk hönnun og tíska var alltaf öðruvísi en íslensk. Mér finnst að fyrst maður er að gera íslenska mynd úr þessu er eins gott að fara alla leið og nota íslenskan klæðnað. Ef einhver veit hvert ég get snúið mér, vinsamlegast skiljið eftir athugasemd.
Íslensk mynd, það er ekkert nýtt? Átti þetta ekki alltaf að vera íslenskt? Nei, ég ætlaði alltaf að taka hana upp á Íslandi vegna þess að landslagið passar við söguna. Svo er hún lauslega byggð á atburðum sem gerðust á Íslandi. Restin hafði ekkert með Ísland að gera. Hún yrði á ensku og gerð fyrir erlendan markað. Nú lítur út fyrir að hún verði á íslensku, svo til allir sem koma að henni eru íslendingar. Ég mun samt sem áður reyna við erlendan markað þar sem ég hef lesið mikið að hryllingssögum um áhugaleysi íslenskra miðla á stuttmyndum. Við sjáum til.
Þetta var sem sagt mikilvæg helgi fyrir myndina. Kannski eins gott, því ég verð á landinu eftir örfáar vikur og það er enn nóg undirbúningsvinna eftir. Nú þarf ég hins vegar að hætta að skrifa því að hin vinnan bíður. Best að fara að þykjast fíla IBM tölvur, fyrir það ég fæ víst greitt.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Sjónvarp, Bloggar, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Villi, athugaðu með Þjóðminjasafnið. Þar starfar textilfræðingu eftir því sem ég best veit og sérfræðingar um íslenskan klæðnað.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.7.2006 kl. 14:15
TAKK! Geri það.
Villi Asgeirsson, 10.7.2006 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.