Stormur í vatnsglasi...

1. Reality Check. Það er alveg á hreinu að stærsta ógn sem vesturlandabúar búa við eru hryðjuverk. Allir verða að standa saman og vera á varðbergi, annars ná þeir að snúa á okkur. Þetta er allavega það sem maður á að trúa. Vissulega eru hryðjuverk vandamál, en þau eru illilega útblásið vandamál. Það er spurning með að skoða hvað hættan sé í raun mikil. Hvað deyja margir af völdum hryðjuverka að miðausturlöndum undanskildum? Er vandamálið eins slæmt og okkur er talin trú um?

2.  Mannréttindi. Merkilegt að það sem þessi nefnd á vegum hins mikla Evrópusambands sá mest að í íslenskri stjórnsýslu er að það er ólöglegt að svipta fólk mannréttindum. Ef einhver er grunaður um að vera viðriðinn hryðjuverk má ekki stinga honum í steininn eins lengi og einhverjum sýnist. Hann á rétt á réttarhöldum og að málið hans fari í gegn um dómskerfið eins og aðrir grunaðir. Það er merkilegt að framleiðendur barnakláms eiga meiri rétt erlendis en þeir sem hugsanlega hafa eitthvað með hryðjuverk að gera. Ég vona að íslendingar láti ekki ana sér út í einhvert stalíniskt stjórnarfar svo við getum "varið okkur" fyrir hættu sem kannski er og kannski ekki en stórýkt í öllu falli.

3. Björn Bjarnason. Hef ekkert um manninn að segja nema að hann reyndi að setja á stofn íslenskan her og nú þetta. Getur ekki einhver gefið honum einhvern slatta af tölvuleikjum eins og Civilization, Call of Duty of þess háttar svo hann geti svalað þessari þörf sinni án þess að draga okkur hin inn í þetta? Það getur vel verið að hann sé fínn ráðherra að öðru leyti, ekki hugmynd, svo ég fer ekki lengra út í það.

4. Sjálfstæði? Íslendingar börðust í aldir fyrir sjálfstæði. Þó er eins og það sé allt gleymt. Það er alveg sama hvers konar möppudýralæti og paranoia koma frá útlöndum, og þá sérstaklega Brussel, við étum það allt upp. Allt nema áfengið, sem enn er selt eftir úreltum góðtemplarareglum.  Hvenær ætla íslendingar að skilja að þeir eru fínir, landið er kúl og það er óþarfi að vera eins og allir hinir?

5. Olía og Guð. Er það ekki það sem málið snýst um? Vesturlönd þurfa olíu. Olían er að klárast og það litla sem eftir er, er undir fótum múslíma. Kína er að verða keppinautur um olíuna svo að nú er komin spenna í þetta. Vesturlönd (og þá helst Bandaríkin) finnst þau þurfa að tryggja að þau hafi óhindraðan aðgang að þeirri olíu sem eftir er. Það þýðir ekkert að ráðast á lönd og segja almúganum að þetta sé þeim fyrir bestu, að verið sé að tryggja þeim sómasamlegt líf í náinni framtíð. Fólk er yfir höfuð nógu samviskusamt til að finnast svoleiðis átroðningur óafsakanlegur. Að fara í stríð til að halda náunganum fátækum er ekki eitthvað sem fólk sættir sig við. Þá er bara eitt að gera, láta fólki finnast því vera ógnað. Allir vilja verja sig. Það vill svo skemmtilega til að þeir sem eiga olíuna eru múslímar og þeir hafa slæmt orð á sér. Þeir voru "óvinurinn" gegn um allar miðaldirnar og nokkrir fáráðir hafa gert mikið til að skemma orðstýr Islam á liðnum árum. Trúin er því notuð, eina ferðina enn, sem afsökun til að fara í stríð vegna græðgi fárra manna. 

over+out 


mbl.is Lagt til að stofnuð verði þjóðaröryggisdeild á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Eins og talað út úr mínum munni!!! Ég bara skil ekki þessa miklu öryggisþörf mannsins

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.6.2006 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband