25.6.2006 | 20:20
Kvikmyndahandrit
Ég hef skrifað voðalega lítið um myndina, ástæðuna fyrir því að ég byrjaði að blogga. Hér er ein kvikmyndafærsla til að bæta það upp.
Var að klára að útkrota handritið sem þýðir að ég þarf að pikka það upp á nýtt. Slatti af breytingum. Þetta var eitthvað sem þurfti að gerast, allavega eitthvað sem myndi gerast. Það er nebblega þannig að það er aldrei nein leið að hætta að vinna í verkefni. Allavega var það svoleiðis í fyrra þegar ég skrifaði The Small Hours. Ég kom með nýjustu útgáfuna af handritinu þegar tökur hófust og við vorum enn að breyta handritinu þegar tökur voru hálfnaðar. Það verður ekki svoleiðis í þetta skiptið. Onei, handritið verður tilbúið löngu áður en tökur hefjast. Annars virkar þetta bara svona. Á meðan tími er til stefnu en engin leið að hætta að breyta (og vonandi bæta).
Þetta eru allt litlir hlutir sem ég er að breyta núna, taka einhverjar setningar út og setja svipbrigði inn í staðinn, setja inn sjónarhorn til að aðstoða kvikmyndatökumanninn (muna að finna betra orð yfir kvikmyndatökumann) og svoleiðis smáatriði. Veit ekki hvort ég geti búið til "storyboard" þar sem ég er afleitur teiknari en ég er að búa til góðan "shotlist". Svo er verið að spá í lúkk, hvernig á myndin að lít út? Á 19. öldin að líta öðruvísi út en nútíminn? Sennilega... er að hugsa málið. Er að leika mér með hugmyndir...
Búningar. Þarf að fara að skoða það dæmi með öll þessi atriði aftur í aldir. Þarf að tala við vegagerðina, redda hóteli...
...meira seinna.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp | Breytt 26.6.2006 kl. 06:26 | Facebook
Athugasemdir
Mín skoðun er sú að oft þegar t.d. eitthvað á að vera fra því í gamala daga passi menn sig ekki nógu vel.Til dæmis er í sumum myndum þannig að allir eru druslulegir og götóttir sérstaklega held ég þegar það á að gerast þar sem fáktækt var. Ég er viss um að fólk reyndi að bæta fötin sín. Líka láta þeir öll hús vera drusluleg.Ómáluð t.d. Svona hlutir stínga mig. Líka ef ég held að búningar að öðru leiti séu ekki réttir. við vitum fullt um 19. öldina og það má skoða búninga. Þetta veist þú allt þarsem þú ert lærður í kvikmyndagerð held ég. En orðfæri má líka passa hvort sem þú notar íslensku eða ensku. Menn eru stundum með orðfæri sem ekki var notað á þeim tímum sem myndin á að gerast á. Það þarf ekki að vera nema í einni setningu en stingur mig þó.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.6.2006 kl. 15:16
Það er gott að fá svona svör. Ekki það að ég sé að spá í að kasta til hendinni, en þetta veitir manni aðhald. Það er um að gera að vanda sig eins og efni og tími leyfa. Ég er viss um það verða einhver afglöp í myndinni þar tími og fjármagn eru af skornum skammti, en maður gerir sitt besta.
Villi Asgeirsson, 26.6.2006 kl. 18:38
Ég hlakka til að sjá mydina. Auðvitað er ekkert fullkomið og síst í listframleiðslu. Vinnubrögð í tónlistarnámi hafa kennt mér það þó ég sé ekkert góð. Það er gaman að fá að fylgjast svona með undirbúningum og veit ég að hann er vandaður.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.6.2006 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.