Alvöru bloggfærsla eins og blogg á að vera...

Þetta er orðið svo háfleygt að ég er farinn að taka sjálfan mig alvarlega. Það var auðvitað aldrei hugmyndin, svo að hér er blogg for the sake of blogg. Ekkert nema dumb drivel um sjálfan mig og hvað ég er að gera, skrifað af sjálfum mér til allra þeirra sem ekki lesa þetta.

Allavega, ég var með grillveislu í kveld. Væri svo sem ekkert spennandi nema að ég er grænmetisæta. Long story, never mind. Ég bauð sem sagt fólkinu sem er að fara í sæng með mér. Málið er nebbla að ég er að setja á stofn fyrirtæki númer tvö á árinu. Númer eitt var Oktober Films sem eigi frægt er orðið. Það er mitt eigið og kemst enginn nálægt því. v2r1 kinda thing. Mine and mine only og allt það. Nýja fyrirtækið verður mikið stærra, markmiðið er að hafa eitthvað upp úr því sem maður er að gera. Við fimm höfum semsagt meiri möguleika á því að meika það en einhver einn að rembast útí horni.

Ekki að það skipti neinu máli því þetta var grillveisla og við töluðum ekkert um bisniss (ef þú ert Sonja er það skrifað business).

Nú eru sem sagt allir farnir og klukkufíflið ekki einu sinni orðið tólf. Hún virðist ekki eiga í vandræðum með að verða voða seint á morgnanna en nú er það fullsnemmt svo að ég blogga bara.

Eins og allir vita (allir notað frjálslega hér) er ég eplanotandi. Ég á sem sagt tölvu með hálfétnu epli sem merki. Ég sé það yfirleitt ekki þar sem það er aftan á skjánum en ég horfi yfirleitt framan á hann. Annars var það ekki lógóið sem ég ætlaði að tala um heldur hvað eplabóndinn Steve Jobs gerir fyrir okkur notendurna. Ég rippaði sem sagt alla diskana mína í kring um jól og henti þeim upp á háaloft. Ég fékk svo iPod Nano í ammalisgjöf í maí. Það þýddi auðvitað að ég bjó til top 250 og henti á pottinn. Maður hendir lögum á pottinn með því að búa til playlists (spilalista). Það þurfti auðvitað að skemmta þessu liði svo að ég kveikti á tölvunni uppi í tölvuherberginu, þessari með með iTunes libraryinu, plöggaðu Powerbókinni inn í Marantz magnarann og strímaði iPod spilalistann beint inn í stereoið (vírlaust, nema hvað). Allir happí og engin kúkalög inn á milli. Var að hlusta á One Slip með Pink Floyd og núna Human Touch með Bruce Springsteen. Sem minnir mig á Zappa.

Frank Zappa er gamall vinur. Hann er dáinn og það er frekar pirrandi. Næstum því eins pirrandi og að Freddie Mercury sé dáinn en það er önnur saga. Allavega, þegar mér finnst feistið vera farið að dofna og vil að fólk annað hvort vakni eða kúki sér burt set ég yfirleitt Zappa á fóninn (í spilarann (og nú síðast í leitargluggann í iTunes)). I was going somewhere with this...

Sem sagt, ég var með grillveislu í kveld og finnst hún hafa flosnað upp óþarflega snemma. Þrátt fyrir BeerTender. Þrátt fyrir 12 ára gamlan Jameson. Oh well, let's face it, I'm eternally young... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband