Summertime

It's summertime, and the living is easy...

Allavega hér í Hollandi. Ég held að opinber hiti hafi verið um 25 stig í dag, en mælirinn í garðinum fór í 33 stig. Mælirinn er í skugga. Þá er bara eitt að gera, grilla pulsurnar sem mamma kom með. Á laugardag var ég allan daginn á hestamannamóti að kvikmynda hross að hoppa yfir hindranir. Það er soldið fyndið fyrir íslending að gera þetta því hollendingarnir fara öðruvísi að. Hér eru engir pelar eða lopapeysur. Menn eru uppáklæddir í rauð föt og líta út eins og pínulitlir tindátar úr Napoleon stríðunum á risastórum hestunum.

Svo er ég að kynnast Mats betur og hann okkur eftir því sem hann eldist og þroskast. Ég hef tekið upp á því að vagga honum þegar hann er óvær. Ég set tónlist á og þá erum við bara tveir einir í heiminum. Það er ekki sama hvað spilað er, en Fade to Black með Dire Straits er vel þegið, lengri Pink Floyd lögin, Katie Meluha. Uppáhaldið er samt útgáfa Paul McCartney á Summertime. Þetta er skemmtilega hrá og blúsuð útgáfa og Mats róast um leið og hann heyrir upphafstónana. Hann er yfirleitt sofnaður þegar lagið endar. Merkilegt að hann skuli taka eitt lag fram yfir önnur, en svona er það samt.

Meira seinna. Nú þarf ég að fara að sofa. Löng vika framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ungbörn skilja tónlist. Minnsta kosti sum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.4.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband