7.6.2006 | 20:25
Tungumál Myndarinnar? Skoðanakönnun!
Undirbúningur stuttmyndarinnar er kominn vel á veg. Þetta virðist allt líta vel út. Samt er ein efasemd að naga í mig. Ég samdi handritið á ensku. Þetta var engin spurning, ég er erlendis og mun markaðssetja myndina í Evrópu. Enska var því sjálfgefin. Ég valdi leikara sem menntaðir eru erlendis og reyndi að gera söguna eins hlutlausa og hægt er, hún ætti að geta gerst hvar sem er.
Svo var farið að hræra í hausnum á mér. Ég var að tala við hollenska konu um daginn og hún spurði af hverju ég tæki þetta ekki upp á íslensku. Þetta var svo furðuleg spurning, fannst mér, að ég spurði hvers vegna ég ætti að gera það. Henni fannst að myndin yrði meira spennandi, hún ætti meiri möguleika á að verða "cult" mynd á "útlendu" tungumáli. Svo sagði hún að hversu góð sem enskukunnátta leikaranna væri, yrði leikurinn sennilega betri og meira sannfærandi á móðurmálinu.
Rökin fyrir enskunni eru að það skilja hana flestir og mikið stærri hópur ætti að geta lifað sig inn í myndina. Markaðssetning ætti að vera auðveldari, þó að markaður fyrir stuttmyndir sé að vísu mjög takmarkaður.
Ég er sem sagt alls ekki viss um hvað skal gera. Ég get snarað handritinu yfir á íslensku og notað það sem þegar er skrifað sem texta, en ég get líka bara haldið minu striki og gert enskumælandi mynd.
Það væri gaman að sjá hvað fólki finnst, svo endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri. Kannski að það hjálpi til...
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Þetta veltur á leikurunum að ég myndi telja. Hversu auðvelt eiga þeir með að leika á ensku, hversu sannfærandi hljóma þeir á ensku? Og nær til þeirra allra.
Auðvitað er auðveldara að koma myndinni á framfæri, ef enska er töluð, og þeir sem sjá hana eiga auðveldara með að skilja (textar geta verið hálf vandræðalegir), en það er verra ef það sést að leikararnir eru ekki að tala tungumál sem þeim er tamt.
G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2006 kl. 03:34
Íslenskan er frumlegri og trúverðugugri en enskan nær meiri áhorfendafjölda. Sá einu sinni íslnska mynd á ensku og þótti ekki eins gaman af eins og hefði hún verið á íslensku en ég er jú íslensk. Fólkið kom frá fleirum en einum stað. það talaði ekki með neinum sérstökum hreim. Meira að segja ekki öll með þeim sama og fannst mér þetta ótrúverðulegt. Ég veit að þú gerir svo það sem þér finnst best. Gangi þér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2006 kl. 20:27
Ég tek undir hugmynd Henrys, algjör snilld að bölva á íslensku. Þetta vekur fólk líka til umhugsunar þ.e.a.s. ef að talsvert er um bölv í myndinni.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.6.2006 kl. 07:38
Skemmtileg hugmynd, íslenskt bölv, en það er hængur á. Það er ekki eitt blótsyrði í myndinni. Ég hef ekki séð Firefly, en ég hef á tilfinningunni að svona myndi virka vel í "heavily stylised" mynd eins og Sin City. Kannski næst. Hvað um það, takk fyrir innleggið og látið hugmyndunum og athugasemdunum rigna yfir mig.
Villi Asgeirsson, 9.6.2006 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.