Standing on a duck...

Það getur verið skondið að þýða af einu tungumáli yfir á annað. Allir kannast við brandara sem hreinlega er ómögulegt að þýða. Þó er hægt að leika sér með tungumál og þegar maður býr erlendis kemur það af sjálfu sér. Hér eru nokkur hugtök sem ég nota á daglegu tali. Þetta ruglar fólk í ríminu til að byrja með en það fyndnasta er að þeir sem þekkja mann fara stundum að nota þetta sjálfir. Hér eru einhver dæmi sem komin eru í almenna notkun í mínum vinahring:
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég man svosem engar fyndnar setningar en vinir mínir í Þýskalandi sem þekkja marga íslendinga blanda stundum þýsku og íslensku og búa til ný orð. Ekki gott fyrir þá íslendinga sem eru að læra þýsku, t.d heitir að slappa af ekki lengur entspannen heldur aufsclappen.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2006 kl. 12:50

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Aufschlappen hljómar nú bara eins og bona fide þýska! Annars er þetta skondið orð. Að slappa af er að slappast? Hver er munurinn á að vera slappur og afslappaður? Ég þekki annars tungumálablöndun nokkuð vel. Til dæmis er dýna alltaf kölluð dýna hér vegna þess að íslenska orðið er einfaldara en matress (matrass á hollensku). Svona má lengi telja...

Villi Asgeirsson, 24.5.2006 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband