SVARTUR SANDUR

Nú fer alveg að koma að því, myndin, sem hefur bara verið kölluð myndin fram að þessu, er svo gott sem tilbúin. Ég var að koma frá klipparanum þar sem við horfðum á hana og töluðum um hvað þarf enn að gerast.

Það þarf enn að leiðrétta örfá klippimistök og fínpússa hér og þar. Það þarf að velja stafagerð svo að allir titlar líti rétt út og leiðrétta pínulítið, þar sem ég virðist ekki geta pikkað án þess að pota í vitlausan takka. Mitt eigið nafn var meira að segja vitlaust stafað. Svo þarf ég að þýða myndina á hollensku og gera íslenska, enska og hollenska textann tilbúinn fyrir prufudiskinn. Við gerum ráð fyrir að þessi vinna verði búin í vikunni og að við getum gert prufudiska eftir viku.

Það sem gerist næst er að við sýnum völdu fólki myndina og heyrum hvað það hefur um hana að segja. Ef það sér mistök verða þau leiðrétt. Ef eitthvað er einstaklega hallærislegt verður það lagað ef hægt er en látið standa ef ekki.

Hvað finnst fólki svo um nafnið sem ég er loksins búinn að finna? SVARTUR SANDUR eða BLACK SAND eins og hún verður kölluð í erlandi? 

Svo er bara spurningin, hvar á maður að sýna hana fyrst? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég verð að sjá myndina fyrst til þess að geta sagt hvort nafnið sé passandi eða ekki... Hvenær fæ ég að sjá? 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Veit ekki. Fljótlega, held ég bara!

Villi Asgeirsson, 16.2.2007 kl. 17:34

3 identicon

Mér líst vel á nafnið! Já það væri nú gaman að fá að sjá eitthvað af myndinni hemm hemm hemm !!

Anna Brynja (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Flott nafn á myndini Er ekki um að gera að reyna að selja hana í sjónvörp og/eða kvikmyndarhús til að fá eithvað fyrir vinnu ??

Knús og eitt extra til Mats

Sigrún Friðriksdóttir, 16.2.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mjög íslenskt nafn. A.m.k hváir fólk þegar ég tala um svörtu sandana heima.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband