Kvik3: Leikkona óskast!

Stuttmyndin er að koma til, handritið nokkurn vegin þar sem það á að vera og mannskapur mikið til ráðinn. Þó vantar í einhverjar stöður ennþá, þar á meðal er aðalleikkonan ófundin. Ég veit auðvitað ekki hvort upprennandi og áhugaleikkonur séu mikið að lesa moggabloggið en ef svo er, hér er atvinnuauglýsing.

Hlutverkið sem um ræðir er svohljóðandi:  Leikkonan skal vera um eða yfir tvítugt eða líta út fyrir að vera það. Helst skal hún hafa dökkt sítt (a.m.k. axlarsítt hár. Þar sem myndin gerist að hluta til fyrr á öldum þegar fólk hafði minna að éta er æskilegt að hún sé grannvaxin. Myndin verður tekin upp á ensku og er því mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á henni.

Myndin verður tekin upp seint í ágúst í Reykjavík og á Suðurlandinu.

Áhugasamar vinsamlega hafið samband. Öðrum sem vit og áhuga hafa á kvikmyndagerð er velkomið að vera í sambandi líka:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko ég er tvítug, reyndar aðeins meir en það, kannski tvisvar sinnum meir en það, en ég lít líka út fyrir að vera það, sko, tvítug. svo er ég með hár, litur ekki problem, fæst í apótekum, en horuð, sko nei, en get þóst vera það........annars er að skrifa söngtextann, bara grúví. sí jú Jenný

Jenny Kolsöe (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband