10.5.2006 | 12:37
Aðfaraflokkurinn
Það má vera að maður sé orðinn of seinn að ná sér í vinnu eftir þessar kosningar, en það eru aðrar eftir ár og þar eru sennilega betri störf í boði. Ég hef því ákveðið að stofna flokk. Eftir mikil heilabrot datt ég niður á nafnið Aðfaraflokkurinn. Nafnið er byrjun og nú skal velta fyrir sér hvaða málefni maður hefur áhuga á og hver afstaða manns er.
Eins og alþjóð veit hef ég verið búsettur erlendir um árabil. Það liggur því ljóst fyrir að ég á erindi á Alþingi því glöggt er gests augað. Einnig er ég að komast á þann aldur að ég líti trúverðuglega út í jakkafötum, nú og svo það að aðra vinnu er ekki að fá á þessum aldri. Ég virðist ekki vera að missa hárið og fitan er ekkert of áberandi ef fötin eru vel hönnuð. Þetta kemur sér allt vel í kosningabaráttunni þegar maður þarf að sjarmera sjónvarpsáhorfendur.
Ég tel sjálfan mig nokkuð skemmtilegan en á það til að láta ekki á því bera á almannafæri. Ég er vel lesinn, veit töluvert mikið og get sennilega staðið mig þokkalega í kappræðum svo lengi sem mótmælandinn fer ekki of mikið í taugarnar á mér. Þá á ég til með að móðga og blóta. Þetta gerist þó ekki mjög oft svo ég sé þetta ekki sem neitt sérstakt vandamál.
Það held ég. Við erum komin með flokk og formann. Nú er bara að búa til stefnumál. Ég trúi á lýðræði og bið ég lesendur því að koma með uppástungur. Ég vil líka taka það fram á ég á afmæli í dag og þætti mér það leiðinlegt með eindæmum ef engin svör fengjust.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með daginn. stefnumál eru ofmetin - þú færð mitt atkvæði fyrir 500 kall
vorboðinn ljúfi, 10.5.2006 kl. 14:11
1. Takk fyrir. 500 kallinn fer í póst í vor.
2. Góður spuni er betri en lítil fita. Kominn listi nú þegar. Þetta getur ekki klikkað. Nú er bara að finna duglegt fólk í hverju kjördæmi því að Aðfaraflokkurinn mun bjóða fram á landsvísu.
Villi Asgeirsson, 10.5.2006 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.