11.3.2009 | 10:14
Geisp...
Ég reyni að tuða ekkert allt of mikið, en ég læt mig hafa að tuða núna. Þetta forrit, gera ljóta feita og bólugrafna manneskju fallega er svo gamalt. Það hafa verið gerðar þúsund seríur um allan heim sem allar eru eins. Þetta er auðvitað sjónvarpsefni sem fólk horfir á, nennir kannski ekkert endilega að horfa, en er ekki alveg nógu leiðinlegt til að skipta um stöð. Öll erum við með minnimáttarkomplexa og við horfum á þetta venjulega fólk verða fallegt og hugsum að svona viljum við líka verða. Þetta er svona séð og heyrt dæmi, ekkert innihald, en fólk virðist falla fyrir þessu.
Það er svo mikið að gerast á Íslandi. Heil þjóð í hremmingum. Hvernig væri að skoða hvernig kreppan er að fara með fólkið í landinu? Það er svo mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Sagan okkar er full af dramatík sem virkilega gaman væri að heyra um. Gamla Ísland, land ómaganna, er að hverfa. Fólkið sem fæddist í torfbæjum er að hverfa. Við erum að verða of sein að ná því fólki á filmu. Ef ég væri á Íslandi, eða einhver nennti að styrkja mig...
![]() |
Íslendingar í yfirhalningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 09:41
Paradiso - einokunarverslunin afnumin
Það er ekki oft að það hlakki í mér við gjaldþrot, en ekki get ég sagt að ég hafi grátið í gær. Kvikmyndafyrirtæki hafði gert samning við tvo hljómleikastaði í Amsterdam, Paradiso þar á meðal. Þeir höfðu einkaleyfi á að kvikmynda það sem þar fram fór. Ég var beðinn um að taka upp hljómleika Maria Mena í Paradiso, en það gekk ekki upp því einkaleyfið var í fullu gildi. Ekki að hitt fyrirtækið hafi haft áhuga á að taka upp hljómleikana, heldur var málið að halda öðrum frá. Ekkert var tekið upp. Slæmt fyrir mig, slæmt fyrir salinn, skipti ekki máli fyrir kvikmyndafyrirtækið sáluga. Málið var að fái þeir ekki kökuna, fær hana enginn. Þetta var leiðinlegt ástand, því margir íslendingar sem spila hér í Hollandi, spila á þessum stöðum.
Það er vonandi að ég hafi möguleika á að taka upp fleiri hljómleika hér eftir. Hafi Hjaltalín áhuga á að tala við mig, og lesi þeir þetta, er þeim velkomið að vera í sambandi. Paradiso er open for business. Einokunarverslunin er dauð.
![]() |
Hjaltalín hefur upptökur á nýrri plötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |