29.4.2008 | 11:50
Fallin stjarna eða..? (og kirkjan hans afa)
Mel Gibson hefur ekki átt fimm dagana sæla undanfarið. Myndirnar hans hafa vakið athygli fyrir blóð og ofbeldi, frekar en sögu og leik. Hann var með fyllerísröfl um gyðinga og hefur áunnið sér nafn sem trúarnöttari. Það breytir því samt ekki að hann er, eða var allavega, stórgóður leikari. Það er vonandi að Edge of Darkness nái að kippa honum upp úr niðurlægingu síðustu ára.
Og svo um eitthvað allt annað, sem mér datt í hug vegna trúarhita Gibsons. Ég var að finna færslu sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum. Hún heitir Síðasta Messan og er um mann sem fer í messu. Þetta er auðvitað stutt og laggott, enda bloggfærsla. Mér var að detta í hug að breyta henni í örstutta stuttmynd. Kannski maður skjóti hana á einum degi næst þegar fótur snertir íslenska jörð. Kannski að þetta sé afsökun til að heimsækja litlu, gömlu sveitakirkjuna sem ég fór svo oft í með afa. Kannski...
![]() |
Gibson leikur í næstu mynd sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)