Gleðileg Jól! - Gjöf til bloggvina

Kæru íslendingar.

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla. Þetta er hátíð ljóss og friðar, vináttu og gjafmildi. Verið góð við hvert annað og knúsið þá sem ykkur þykir vænt um.

Þar sem ég er erlendis get ég engan hitt eða knúsað. Þó vil ég bjóða bloggvinum mínum jólagjöf. Sendið mér skilaboð og ég sendi ykkur upplýsingar um hvernig þið getið náð í stuttmyndina Svartan Sand. Sum ykkar eiga hana á DVD, en fyrir ykkur hin, látið bara vita og ég læt ykkur vita hvar þið getið dánlódað henni. Þessi er að vísu í hærri upplausn en sjónvarp, svo kannski vilja handhafar DVDsins líka ná í.

Þetta er Quicktime skrá, og þarf þann spilara, eða iTunes eða iPod eða iPhone. Skráin stendur til boða fram á annan dag jóla. Munið að þetta er stuttmyndin sem kvikmyndin Undir Svörtum Sandi verður byggð á, en hún fer í framleiðslu á árinu ef orkan er með ons.


Torfbærinn við stöðuvatnið

Vinnuveitandi borgar skatt fyrir launþega. Þetta er jafn einfalt og að bankakerfið megi ekki verða 12x stærra en þjóðarframleiðsla. Af hverju var skattstjórinn að krefja óviðkomandi fyrirtæki um skatt? Spyr sá sem ekki veit.

Síðan ég byrjaði að blogga hef ég skrifað margar færslur um að stóriðja sé ekki svarið. Ég hef verið kallaður nýaldarfifl, eða þar um bil. Sjálfsagt er ég samkynhneygð fjallgrasaæta, því allt eðlilega þenkjandi fólk hlýtur að sjá að álið er málið og að án þess blasi við kreppa og alsherjar vesen á fróni. Við, fjallagrasahommarnir og -lessurnar urðum að bíta í það súra að við værum fífl og að stóriðjan myndi bjarga okkur frá því að þurfa að selja einbýlishúsin og flytja inn í torfbæi. Við vorum bara svo í skýjunum að við föttuðum það ekki, enda hryðjuverkapakk upp til hópa.

Svo kom kreppan samt. Kárahnjúkavirkjun reddaði okkur ekki, heldu dýpkaði skuldafenið. Álverð hrundi vegna minnkandi eftirspurnar. Þegar kreppan er farin og gleymd (því hún mun gleymast svo við getum endurtekið hana seinna) mun trefjaplast eða eitthvað taka við álinu og við sitjum með falleg stöðuvötn um allt hálendið, sennilega umkringd torfbæjum. Kannski að það væri best, því við virðumst ekki skilja neitt flóknara en sauðburð og mjaltir.

Það er svo einfalt að segja að þeir sem ekki digga iðnað og peninga séu gufuheilar, en þegar öllu er á botninn hvolft...


mbl.is Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband