SVARTUR SANDUR

Hér að neðan er hægt að nálgast stuttmyndina Svartur Sandur. Myndin var kvikmynduð á Íslandi í ágúst 2006 en var sett á netið á fullveldisdaginn, fyrsta des. 2007.

Anna Brynja í bílBíllinn æðir áfram á ógnarhraða á fjallveginum. Pétur tekur ekki eftir konunni sem stendur við veginn fyrr en það er of seint. Sem betur fer meiddist enginn. Emilía fær far, þar sem bíllinn hennar fer ekki í gang. Fljótlega fer hún þó að haga sér undarlega.

Hvað hefur andvana barnið, jarðað seint á 18. öld með þau að gera? Eða parið í kirkjugarðinum rétt fyrir 1930? Þegar þau upplifa bílslysið aftur, verða þau að horfast í augu við kaldan raunveruleikann.

Náið í stuttmyndina Svartur Sandur...

HÉR

Listi yfir alla sem tóku þátt í gerð myndarinnar (í stafrófsröð):

Anna Brynja Baldursdóttir: aðal kvenhlutverk
Guy Fletcher: samdi tónlist fyrir myndina
Hans Ris: aðstoð við upptökur, bóma
Helena Dögg Harðardóttir: hárgreiðsla
Johan Kriegelstein: klipping, bóma
Jóel Sæmundsson: aðal karlhlutverk
Kristinn Ingi Þórarinsson: bóma
Kristín Viðja Harðardóttir: leikkona í aukahlutverki
Oddný Lína Sigurvinsdóttir: leikkona í aukahlutverki
Rhona Wiersma: leikmunir, skripta
Sonja Berglind Hauksdóttir: farði
Villi Asgeirsson: kvikmyndataka, leikstjórn, klipping, framleiðandi, höfundur
William Kowalski: aðstoð við handrit

Black Sand SkógarEinnig vil ég þakka Ásdísi Ásgeirsdóttur og Eyþóri Birgissyni fyrir keyrsluna og gistinguna, Hrefnu Ólafsdóttur fyrir að redda hlutunum á síðustu stundu, Guðgeiri Sumarliðasyni fyrir að segja mér frá konunni á heiðinni, Sigurlínu Konráðsdóttur fyrir minkinn, Leikfélagi Selfoss fyrir búningana, Eiríksstöðum í Haukadal fyrir aðstöðuna, Skógasafni sömuleiðis, Café Pravda líka, Þorkeli Guðgeirssyni fyrir afnot af skrifstofunni, Sigrúnu Guðgeirsdóttur fyrir hjálpina við að finna tökustaði, Erlingi Gíslasyni og Brynju Benediktsdóttur fyrir æfingahúsnæðið og öllum hinum sem ég gleymdi að nefna.

Ég vona að þið njótið myndarinnar. Endilega skrifið hér að neðan hvað ykkur finnst.


Auglýsing!

Þessi er að vísu algerlega frí og endurgjaldslaus, en hvað um það. Kíkið á færsluna hér að ofan. Þar er boðið upp á glænýja íslenska stuttmynd. Hægt er að ná í hana og horfa á, setja á iPottinn og borga svo það sem fólk vill. Ekki krónu meira eða minna.

Annars er ég að skoða spennandi verkefni. Mig langar til að búa til þáttaröð sem dreift verður á netinu endurgjaldslaust. Þáttaröðin yrði fjármögnuð með auglýsingum. Meira um það seinna. Kíkið nú á færsluna SVARTUR SANDUR hér að ofan. 


mbl.is Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stytta af ferjumanninum sem drukknaði

Síðan ég var barn hef ég vitað af því að langa-langafi minn, Runólfur Bjarnason, drukknaði í Iðu aðeins 37 ára gamall. Hann var þar ferjumaður. Langamma var ekki orðin fjögurra ára þegar hún missti föður sinn.

Það er fallegt að minnast þeirra sem fóru með sviplegum hætti. Það væri gaman að geta heiðrað Runólf einhvern tíma með styttu við bakka árinnar á þeim stað sem hann hvarf.

Runólfur Bjarnason var fæddur í Skurðbæ í Meðallandi, V-Skaft. 12. mars 1866. Hann lést 18. september 1903.


mbl.is Minnisvarði um Jón Ósmann ferjumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband