SAMKEPPNI!!! - Fyndnasti bloggari á blog.is

Innflytjendur. Rasismi. Það er orðið svo þungt yfir öllu, eins og svart ský eftir pælingar liðinna daga. Það er eins og þjóðin sé komin í heilagt borgarastríð. Spurning með að koma með létta keppni til að létta lund í hinu meinta skammdegi sem virðist vera að leggjast yfir.

Spurningin er, hver er fyndnasti bloggarinn á blog.is?

Reglurnar eru einfaldar. Setjið inn athugasemdir hér fyrir neðan þar sem þið útnefnið þann bloggara sem fær ykkur til að hlægja. Það má útnefna fleiri en einn, þið getið jafnvel útnefnt ykkur sjálf. Eftir viku set ég svo upp skoðanakönnun hér til vinstri þar sem kosið verður.

Nú er bara að vona að undirtektirnar verði nógu góðar til að keppnin verði spennandi. 


Hvað eru fordómar?

Eftir því sem ég best veit eru fordómar það að dæma fyrirfram, og þá án þess að skilja málið til fulls. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla. Ég hef ekki búið á Íslandi í 13 á og get verið farinn að ryðga eitthvað.

Þessi umræða um útlendinga og moskur er komin út í þvílíkt rugl. Íslenskir stjórnmálaflokkar virðast vera fastir í einhverjum pólitískum rétttrúnaði (political correctness) sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Frjálslyndi Flokkurinn segir eitthvað um að það væri kannski allt í lagi að skoða innflytjendalöggjöfina því við erum svo fá og meigum við svo litlu. Hvað ætti að gerast? Þeir sem eru á móti því ætti að koma með mótrök, þeir ætti að útskýra af hverju þeir séu á móti því að takmarka magn innflytjenda. Hvað gerist? Þeir koma með ómálefnanlegt bull og skítkast.

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða þá þróun sem átt hefur séð stað í Evrópu á síðustu áratugum? Er það kannski slæm hugmynd að gera það? Maður vill auðvitað ekki vera stimplaður rasisti.

Ef Ísland er ekki að gera mistök, útskýrið þá af hverju. Að láta eins og smábörn á róló lítur ofsalega hallærilega út. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti nokkurn tíma eftir að eiga samleið með Frjálslyndum. Það hafa sennilega verið einhverjir fordómar af minni hálfu í þeirra garð.


mbl.is Lýsa yfir vonbrigðum með trúarbragðafordóma meðal Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband