Færsluflokkur: Bækur
3.2.2012 | 08:27
Fullkomið fyrir mig!
Ég hef verið að leita að svona húsi. Hef ekki verið mjög virkur, því ekki er ég á landinu. En mig vantar svona hús. Hugsanlega þetta hús. Hverjir eru nýju eigendurnir?
Málið er að ég gerði stuttmynd á Íslandi fyrir nokkrum árum, eins og bloggvinir og aðrir kannski muna. Sagan var of stór í stuttmynd, svo ég skrifaði handrit í fullri lengd. Fékk ofsalega jákvæð viðbrögð frá því fáa fólki sem fékk að lesa. Hefði hugsanlega komið verkinu í framkvæmd og gert kvikmynd, ef ég hefði ekki verið að rolast í útlandinu. Hvað gera bændur ef þeir eru langt frá sveitinni sinni? Þeir skrifa sögu, svo ég fór í það að breyta þessu í bók. Hefur gengið ágætlega, þó að daglegt líf eigi það til að flækjast fyrir.
Sagan gerist á nokkrum tímaskeiðum í íslandssögunni. Hér á eftir er upphafskaflinn úr bókinni. Gerist í þessu (eða svipuðu) húsi. Afsakið enskuna, en ég fór víst að skrifa þetta á því tungumáli. Þetta er hugsanlega klúðurslegt, en það er bara þannig með verk í vinnslu.
1947
The storm had been raging all night. Thunderstorms were rare, but tonight was different. Like God wanted to show that he wasnt happy. Like He wasnt ready for the gift He would receive tonight.
The big house was dark, with just a couple of table lamps keeping total darkness away. The entrance was grand. Heavy furniture that had been picked for style rather than function. She was standing on the top of a central staircase, looking like a ghost with her light silk bathrobe. One nostril bleeding, soiling the perfectly white silk. She looked back quickly, saw him approaching and grabbed the heavy wooden rail. She stumbled down the stairs, almost falling. He followed slowly, like he knew she wouldnt get away. One foot reached the floor and she looked back. He was standing at the top of the stairs. Took the first step down. She ran towards the large front door and tried to open it. It was locked. They never locked it. She tried frantically, but there was no point. It was locked and it would have taken an elephant to force it open.
She slowly turned around. He was at the bottom of the stairs now, holding the gun at his hip like a gunslinger from a bad western. It didnt suit him, she thought. He wasnt the gangster type. She looked at the antique bowl on the dresser. He had bought it for her at an auction a few years back. She hadnt liked it. She wasnt into this over-decorated stuff, but now she wanted it more than anything. She needed the contents. The keys. It was just out of reach. If shed run for it, he might panic. She would never make it. Get the keys, back to the door, key in the keyhole, turn, open the door and go outside. No, she had to use reason. See what he wanted. Why he was doing this? Was it for the slender silhouette, smoking a cigarette at the top of the stairs? Nothing had been the same since she arrived.
He looked at the keys and smiled. Smiled, but his eyes were not happy. Moved closer to her. She thought it was a tear in his eyes, but it never came. He wouldnt cry for me, she thought. He wouldnt cry for anything. Not anymore. He had changed.
Her hand moved slowly down her side, finding the pocket of the bathrobe. Her hand slipped into the pocket. He moved closer, raising the gun. Her hand found something. She raised it.
Are you looking for this, dear? she said as a single shot echoed though the hallway.
Hús Hannesar Smárasonar selt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 14:22
Kowalski einkennið
Það er ekki á hverjum degi sem maður fær bréf frá heimsþekktum rithöfundi, svo ég var hissa þegar ég tékkaði á emilnum í nótt.
Við buðum vinum í heimsókn og þar sem þetta fólk á flest börn, var ballið búið um tvö. Það er svo leiðinlegt að vakna með allt í rúst, svo ég fór í að taka til. Um þrjú var þetta orðið gott og ég ákvað að athuga hvort ég hefði fengið einhverjar skemmtilegar áramótakveðjur um kvöldið. Jú, þarna kom emill frá William Kowalski, höfundi Eddie's Bastard og fleiri frábærra bóka. Hann sagðist hafa fylgst með fréttum frá Íslandi undanfarna mánuði og var að enda við að horfa á frétt í sjónvarpi þar sem sýnt var frá mótmælum í Reykjavík. Hann veit að ég bý í Hollandi, en vildi vita hvort fjölskyldan væri nokkuð í vandræðum. Hann vildi heyra það frá íslendingi hvernig málin væru. Ég sendi honum langt svar þar sem ég útlistaði ástandið, ástæðurnar fyrir mótmælunum og reiðina í samfélaginu.
Hann vildi líka vita hvort hrunið myndi hafa áhrif á fjármögnun kvikmyndarinnar, Undir Svörtum Sandi. Þar gat ég lítil svör gefið, þar sem framleiðslan, kostnaður og allt henni viðkomandi er á frumstigi.
Það er fátt skemmtilegra en að hitta listamenn sem maður dáir af verkum sínum og komast svo að því að þeir eru yndislegt fólk. Það er svo auðvelt að ofmetnast og verða hrokanum að bráð. Ég hafði lesið allar bækurnar hans og fannst þær með því besta sem ég hef rekist á. Eftir að hafa kynnst honum sjálfum, sé ég hvaðan snilligáfan og kærleikurinn kemur. Sumt fólk hefur einhverja gáfu, eitthvað meira en við hin.
Einhver spurði mig í gærkvöldi hvort ég ætlaði að strengja einhver áramótaheit. Ég sagði svo ekki vera. Nennti ekki að standa í svoleiðis. En kannski breytti þessi tölvupóstur því. Kannski er það lærdómur dagsins. Sama hversu fræg og dáð eða gleymd og snjáð við erum, ef við sýnum öðrum áhuga og kærleik, skiptum við máli. Jákvæðni okkar hefur áhrif á fólk, þótt við vitum það ekki alltaf sjálf. Það sem við segjum við annað fólk getur haft áhrif. Við vitum aldrei hvaða orðum fólk gleymir og hverjum fólk man allt sitt líf. Ef við brosum til kassadömu sem er að berjast við baslið, fer hún kannski að brosa líka og erfiðleikarnir virðast yfirstíganlegri. Við höfum unnið góðverk án þess að hafa fyrir því, án þess að reyna á okkur. Við getum líka eyðilagt dag ókunnugra með því að vera með frekju, neikvæðni og yfirgang. Hvaða rétt höfum við til að ráðast inn í líf annarra á þann hátt. Oftast ráðumst við á fólk sem við þekkjum ekki því við þurfum útrás fyrir gremju sem einhver annar orsakaði. Þá er einfalt að ráðast á verslanafólk, ketti eða börnin okkar sem ekkert hafa gert af sér.
Kannski er það veganestið inn í nýtt ár. Verum jákvæð. Og burt með spillingarliðið, auðvitað!
Ætla svo að klára þetta með því að segja GLEÐILEGT 2009 áður en ég missi mig út í einhverja ofurvæmni.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2008 | 08:39
Veljum íslenskt? You too!
Það er gott að lesa um að fólk sé að versla heima og velja íslenskt. Sumir segja mér kannski að þegja, að þeir hefðu frekar viljað fara erlendis og að einhver hafi haft utanlandsferðina af þeim. Það er þónokkuð til í því. En úr því sem komið er, er gott að fólk tekur sig saman um að minnka innflutning eins og hægt er og styðja innlenda framleiðslu. Undanfarin ár voru blekking og því varla hægt að bera framtíðina saman við þau. En ef við tökum rétt á nútímanum, getur framtíðin orðið björt.
Ég hef talað um að sparka spillingarliðinu, svo ég held mig nú við annað. Sprotana. Það er ýmislegt hægt að gera. Menningin kemur í huga, því þar er ég að rembast. Ég var að klára kvikmyndarhandrit og get farið að undirbúa tökur. Þetta strandar auðvitað á peningum, eins og flest. Kvikmyndagerð er dýrasta listform sem hægt er að fara út í. Ég hef minnst á það áður, en ég fór að skoða vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvarinnar. Sú stofnun getur séð framleiðanda fyrir 50% framleiðslukostnaðar. Allt í lagi með það, en það sem stendur í mér er að lágmarks kostnaður við myndina verður að vera 50 milljónir. Einhvers staðar las ég að Börn hafi verið gerð fyrir 200.000 dali, um 23 milljónir á núverandi gengi. Það þarf því engar stórar upphæðir ef handritið er þannig skrifað að framleiðslukostnaði sé haldið í skefjum. Kvikmynd sem kostar um 20 milljónir, er vel skrifuð og leikin á auðvitað mikið meiri möguleika á að skila hagnaði en dýrari mynd. Hún ætti líka að hafa meiri möguleika á að verða framleidd, því áhætta fjárfesta er minni.
Stærsti kostnaðariður í kvikmyndagerð eru laun. Sá kostnaður skilar sér því beint út í þjóðfélagið, a.m.k. þegar um íslenska leikara er að ræða. Filmukostnaður er einnig stór hluti, en stafræn tækni er nú komin á það plan að hægt er að sleppa filmum alfarið án þess að það komi niður á gæðum. Ég myndi því vilja sjá fleiri kvikmyndir fyrir þann pening sem til er. 4-6 kvikmyndir á ári er gott fyrir okkar litla þjóðfélag, en hvað ef við gætum þrefaldað þá tölu? Þar með værum við komin með þrefalt meiri möguleika á tekjum, hérlendis og erlendis, fyrir sama tilkostnað. Ég tala ekki um þau menningarverðmæti sem myndu skapast.
Gott kvikmyndahandrit er ekki bara grunnurinn að kvikmynd. Það er góð saga, og sem slík ætti hún að geta virkað sem bók. Þetta sést oft erlendis, þar sem bækur eru skrifaðar upp úr handritum og gefnar út um það bil sem myndin er frumsýnd. Íslendingar eru duglegir við að skrifa, og það sem meira máli skiptir, gæði íslenskra bókmennta eru með því besta sem gerist. Eins og sést hefur á útgáfum erlendis undanfarið eru íslenskar bækur vinsælar í Evrópu. Er ekki spurning með að stórefla þýðingar og markaðssetningu á íslensku menningarefni, bókum, kvikmyndum og tónlist, erlendis? Eins og kerfið er nú, eru allir að vinna í sínu horni. Hvað er væri til stofnun eða fyrirtæki sem hjálpaði íslendingum að koma sínu efni að heima og heiman? Málið er ekki bara að við veljum íslenskt, heldur er um að gera að fá útlendinga til þess líka.
Jólaverslunin færist heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 08:40
Óli Alexander
Bækurnar um Óla Alexander voru meðal þeirra fyrstu sem ég las. Ég var nýlæs og sökk mér ofan í þær. Gat ekki hætt. Heimurinn sem hann lifði í, hann sjálfur og aðrar persónur virkuðu svo ljóslifandi að ég hafði aldrei kynnst öðru eins. Anne-Cath Vestley er sennilega að hluta til ábyrg fyrir því að ég fór að lesa af staðaldri.
Annars er það skemmtilegt hvernig ég lærði að lesa. Ég var í Ísaksskóla í sex og sjö ára bekk. Við lærðum stafina, einn af öðrum, en þó gat ég ekki lesið setningar. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni sem bjó í bakhúsi við Hverfisgötuna. Að vísu varð ég alltaf að segja fólki að hún væri systir mín því það var svo hallærislegt að eiga karlkyns vin. Við vorum að leika okkur, ég sex og hún sjö. Á borðinu lá skólabók og ég rak augun í hana og skildi hvað stóð framan á henni. Ég tók bókina upp og opnaði. Ég las einhverja línu, svo aðra og loks heila blaðsíðu. Ég var allæs, bara svona allt í einu. Ég kvaddi hratt, hljóp heim og öskraði, mamma, mamma, ég kann að lesa!
Það kom mér á óvart að bækurnar um Óla Alexander virðast ekki vera fáanlegar á ensku og hollensku. Mig langaði að kaupa þær handa Mats, þótt hann sé ekki nema tæplega tveggja. Hann gæti þá lesið þær þegar þar að kemur. Ætli ég verði ekki bara að sjá til þess að íslenskukunnátta hans verði slík að hann geti lesið gömlu bækurnar mínar.
Anne-Cath Vestly látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 05:59
Leitin að Steinunni
Það er gaman að sjá að Steinunni gengur svona vel í útlandinu. Til hamingju með það. Þar sem öllum virðist líka vel við Sólskinshestinn reyndi ég að finna hann é ensku eða hollensku. Þetta yrði skemmtileg jólagjöf. Góð bók eftir höfund sem fólkið hér þekkir ekki. En ég finn hana hvergi. Ég leitaði á Amazon og í hollenskum vefverslunum en ekkert bólar á hrossinu. Getur það verið að bókin sé til í þessum skrítnu löndum í kring um mig en ekki í Hollandi og Bretlandi? Eða höfum við verið þurrkuð út í þessum löndum?Íslenskt, nei takk?
Það fór að vísu lítið fyrir Steinunni, yfir höfuð. Kannski að sól hennar fari að skína eftir þessa viðurkenningu.
„Ég get vel við unað, það er smá frægðarmunur á okkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 21:37
Guðatuð
Er ekki komið nóg af þessu helveðske guðatuði þar sem ekkert má segja um trúarbrögð án þess að allir brjálist? Hvað er svona heilagt við Múhameð, Ésú, Mosa og alla þá? Það er ofsalega hallærislegt að allir verði að þegja þegar kemur að trúmálum.
Það er ekki spurning að hafi Múði verið að pota í barn, má það alveg koma upp á yfirborðið. Ekki að ég hefði áhuga á að lesa þann viðbjóð, en það hjálpar engum nema skeggjuðum múllum að fela það. Tímarnir voru aðrir, en fjandinn hafi það, níu ára barn.
„Ljósblátt klám“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2008 | 22:18
Næsta mynd um tunglið?
Ég tók upp almyrkvann fyrir ári síðan. Hugmyndin var að gera mynd með fallegri tónlist, en ég hef ekki haft tíma til að koma þessu í verk. Vonandi kemst ég í þetta á næstu vikum. Trixið við þessa mynd verður að vera tónlistin. Sjáum til.
Annars notaði Hergé tunglmyrkvasöguna í bókinni Fangar Sólhofsins, þar sem Kolbeinn kom í veg fyrir að Tinni og felagar yrðu brenndir á báli. Þar var að vísu um sólmyrkva að ræða, en er þetta ekki sama sagan?
Almyrkvi á tungli annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 12:43
Hvaðan kemur hugmyndin um Guð?
Hvaðan kemur hugmyndin um Guð?
Margir þekkja rithöfundinn Douglas Adams og bækur hans um Arthur Dent, eina jarðabúa sem lifir af þegar jörðinni er eytt til að skapa rými fyrir hraðbraut um vetrarbrautina. Færri vita að hann var mikill hugsuður og dýraverndunarsinni. Hann kallaði sjálfan sig fanatic atheist", eða ofsa(ó)trúarmann. Hér á eftir er þýðing hluta af ræðu sem hann hélt í Cambridge, Bretlandi í September 1998. Það lýsir snilligáfu hans að ræðan var óundirbúin. Hana má lesa í heild sinni á Ensku hér.
Hvaðan kemur hugmyndin um Guð? Ég held við höfum skakka sýn á margt, en reynum að sjá hvaðan þessi sýn kemur.
Ímyndið ykkur frummanninn. Frummaðurinn er, eins og allt annað, þróuð vera og hann lifir í heimi sem hann hefur náð einhverjum tökum á. Hann er byrjaður að búa til verkfæri og notar þau til að breyta umhverfi sínu. Hann notar umhverfi sitt til að búa til verkfæri sem hann notar svo til að breyta umhverfinu.
Tökum sem dæmi hvernig maðurinn virkar á annan hátt en önnur dýr. Sérhæfni gerist þegar lítill hópur dýra skilst að frá restinni vegna náttúruafla. Ástæðurnar geta verið náttúruhamfarir, offjölgun, hungursneyð og fleira. Einfalt dæmi, litli hópurinn er kominn á landssvæði sem er kaldara. Við vitum að eftir einhverjar kynslóðir sjá genin til þess að á dýrunum fer að vaxa þykkari feldur. Maðurinn, sem býr sér til verkfæri, þarf ekki að gera þetta. Hann getur búið á heimskautasvæðum, í eyðimörkum hann getur jafnvel lifað í New York og ástæðan era ð hann þarf ekki að bíða í margar kynslóðir. Ef hann kemur á kaldari slóðir og sér dýrin sem hafa genin sem láta þeim vaxa feld, segir hann ég ætla að fá þennan feld, takk fyrir. Verkfæri hafa leyft okkur að búa til hluti og laga heiminn að okkur, svo okkur líði betur í honum.
Ímyndum okkur frummanninn, búinn að smíða sín verkfæri, horfandi yfir landið að lokum dags. Hann horfir í kring um sig og sér heim sem veitir honum ómælda ánægju. Bak við hann eru fjöll með hellum. Fjöll eru frábær, því hann getur farið og falið sig í hellunum. Hann getur skýlt sér fyrir regni og birnir geta ekki náð þér. Fyrir framan hann er skógur með hnetum, berjum og öðru góðgæti. Það rennur lækur sem er fullur af vatni sem gott er að drekka. Svo er hægt að sigla á bátum á læknum og gera alls konar hluti við hann.
Þarna er Ug frændi. Hann var að veiða mammút. Mammútar eru frábærir. Þú getur borðað þá, klætt þig í skinnin og svo er hægt að nota beinin til að vúa til vopn til að veiða fleiri mammúta. Þetta er frábær heimur!
Nú hefur frummaðurinn okkar smá tíma aflögu og hann hugsar með sér, þetta er athyglisverður heimur sem ég er í og hann spyr sjálfan sig hættulegrar spurningar sem er algjerlega tilgangslaug og merkingarlaus. Spurningin kemur til vegna þess hver hann er, vegna þess að hann hefur þróst í þessa veru sem gengur svona vel. Maðurinn, skaparinn, horfir yfir heiminn sinn og hugsar, hver bjó allt þetta til? Þú getur ímyndað þér hvers vegna þetta er hættuleg spurning. Frummaðurinn hugsar með sér, ég veit bara um eina veru sem býr til hluti, þannig að hver svo sem bjó þetta til hlýtur að vera mikið stærri og öflugri vera, og hún er auðvitað ósýnileg. Þetta er vera eins og ég, og þar sem ég er sterkari og geri allt, hlýtur veran að vera karlkyns. Þannig erum við komin með hugmyndina um Guð.
Við búum til hluti sem ætlum að nota. Frummaðurinn spyr sig því, ef hann bjó þetta til, hver er tilgangurinn? Hér er gildran, því hann hugsar, þessi heimur passar mér bara mjög vel. Allir þessir hlutir sem aðstoð mig, hjálpa mér, fæða og klæða., og hann kemst að þeirri niðurstöðu að heimurinn var skapaður fyrir hann.
Þetta er svipað og ef pollur vaknað einn morguninn og hugsaði með sér, þetta er athyglisverður heimur sem ég er í, skemmtileg hola sem ég er í. Passar mér bara nokkuð vel, ekki satt? Hún smellpassar mér. Holan hlýtur að hafa verið búin til fyrir mig! Þegar sólin rís og loftið hitnar og pollurinn minnkar, heldur pollurinn dauðahaldi í þessa hugmynd, að allt verði í lagi því að heimurinn var skapaður fyrir hann. Það kemur pollinum mikið á óvart þegar andartakið kemur og hann hverfur.
Ég fann þessa ræðu óvart fyrir 2-3 árum síðan þegar ég var að leita að einhverju öðru. Hún vakti strax athygli mína og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að lesa hana á enda. Hún er löng, en greip mig með töng. Síðan þá hef ég verið mikill aðdáandi Douglas Adams. Hann er einn fyndnasti rithöfundur sem ég hef lesið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)