Óli Alexander

Bækurnar um Óla Alexander voru meðal þeirra fyrstu sem ég las. Ég var nýlæs og sökk mér ofan í þær. Gat ekki hætt. Heimurinn sem hann lifði í, hann sjálfur og aðrar persónur virkuðu svo ljóslifandi að ég hafði aldrei kynnst öðru eins. Anne-Cath Vestley er sennilega að hluta til ábyrg fyrir því að ég fór að lesa af staðaldri.

Annars er það skemmtilegt hvernig ég lærði að lesa. Ég var í Ísaksskóla í sex og sjö ára bekk. Við lærðum stafina, einn af öðrum, en þó gat ég ekki lesið setningar. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni sem bjó í bakhúsi við Hverfisgötuna. Að vísu varð ég alltaf að segja fólki að hún væri systir mín því það var svo hallærislegt að eiga karlkyns vin. Við vorum að leika okkur, ég sex og hún sjö. Á borðinu lá skólabók og ég rak augun í hana og skildi hvað stóð framan á henni. Ég tók bókina upp og opnaði. Ég las einhverja línu, svo aðra og loks heila blaðsíðu. Ég var allæs, bara svona allt í einu. Ég kvaddi hratt, hljóp heim og öskraði, mamma, mamma, ég kann að lesa!

Það kom mér á óvart að bækurnar um Óla Alexander virðast ekki vera fáanlegar á ensku og hollensku. Mig langaði að kaupa þær handa Mats, þótt hann sé ekki nema tæplega tveggja. Hann gæti þá lesið þær þegar þar að kemur. Ætli ég verði ekki bara að sjá til þess að íslenskukunnátta hans verði slík að hann geti lesið gömlu bækurnar mínar. 


mbl.is Anne-Cath Vestly látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvurslags er þetta, þú þýðir bara bækurnar, fyrst á ensku svo tekur fallega konan þín við og oversetter þær á hollensku, svo bara að finna útgefanda....örugglega ekki erfitt.

kveðja

Jenný

Jenný (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband