Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hollenska Lausnin...

Það verður seint sagt að Holland sé stórt. Þó á þetta fólk það til að deyja og þar sem þeir eru síst minni en annað fólk, taka þeir jafn mikið pláss eftir dauðann og aðrir. Það er lítil rómantík og múður í þessu fólki og það sést á því hvernig offullum kirkjugörðum er haldið ungum. Hér er það nefninlega svo að þegar þú ert lagður til hvílu, er það ekkert endilega hinsta hvíla. Þú mátt liggja þarna í 15 ár. Að þeim tíma loknum fær fjölskyldan reikning á 10 ára fresti. Á meðan þessir reikningar eru borgaðir, hvílur þú í friði. Það er þá bara vonandi að komandi kynslóðir elski minningu þína eins mikið og þeir sem kvöddu þig á dánarbeðinu.

Hvað verður svo um fólk þegar reikningurinn hefur ekki verið greiddur? Það er grafið upp og annar jarðaður í staðinn, en hvað verður um líkið veit ég ekki. Fólk er ekkert að velta fyrir ser svoleiðis leiðindamálum. Þokkalegt veður í dag, ha? 


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er búið að leysa þessa gátu.

Ég bloggaði um þetta í september. Douglas Adams, hinn merki rithöfundur útskýrði fæðingu Guðs og trúarbragða fyrir einhverjum árum. Færsluna má sjá hér.
mbl.is Innbyggð trú rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fjandans...

Benazir Bhutto...með allt þetta helvítis pakk sem ekkert getur skilið nema það standi í einhverri helvítis skruddu sem einhverjir valdagráðugir barnanauðgarar settu saman og eru svo notaðar sem stýritæki af hálfvitum sem ekkert vilja nema dauða þeirra sem í vegi standa fyrir því að þeir geti kúgað auðtrúa sálir.

Það var einhver von fyrir Pakistan á meðan Bhutto lifði. Þetta lið er búið að skrifa undir eigin dauðarefsingu. 


mbl.is Hörmuleg áminning um fórnir sem færðar eru fyrir lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega er spámaðurinn viðkvæmur...

sp_mohammedHann fer í fýlu ef fólk ælir og það hljómar eins og muah..meh... Ég get ekki betur séð en að blessuð kennslukonan hafi verið að reyna að vera góð og sýna þessum fíflum virðingu.

Annars er gott að vita til þess að allt má bæta með vandarhöggum. Spurning með að hópnauðga henni líka. Svo er líka um að gera að loka skólanum meðan gengið er úr skugga um að sýkingin leynist ekki í skúmaskotum.


mbl.is Nefndi bangsa eftir spámanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Imagine no possessions, voru þessir peningar einhvern tíma til?

John Lennon samdi Imagine árið 1971. Þar veltur hann fram fallegum spurningum sem við við reynum varla að svara. Þær eru of háleytar, við tökum þær ekki alvarlega. Hvers vegna? Er það vegna þess að heimurinn er eins og hann er eða erum við of föst í kössunum sem við höfum komið okkur fyrir í?

Það væri gaman að skoða þessar spurningar og sjá hvort hægt sé að svara þeim öðruvísi en neitandi. Ef jafnrétti, friður og mannlegur kærleikur er það sem við viljum, hvers vegna er heimurinn fullur af stríði og fordómum? Erum við sjálfselsk eða hefur sagan og þjóðfélagið spillt okkur? Eru einhverjar líkur á að við munum nokkurn tíma lifa við alvöru jafnrétti, frið og gagnkvæman skilning?

Skoðum textann við Imagine.

Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today

Fyrsta versið veltir fyrir sér trúnni. Trúarbrögð hafa lofað okkur Himnaríki ef við erum góð og hótað okkur helvíti ef við erum slæm. Að vera góð í þessu stutta lífi er fjárfesting á eilífð í paradís. Án trúar myndum við verða sjálfselsk og troða á nágrannanum, því okkur yrði ekki refsað. Það má því segja sem svo að trúarbrögð geri ráð fyrir að við séum öll slæm af náttúrunnar hendi. Það má segja að trúnni hafi mistekist ætlunarverk sitt, því við komum ennþá illa fram við hvort annað eftir allar árþúsundirnar. Trúarbrögð hafa meira að segja oft verið orsök styrjalda. Við getum endalaust rökrætt um það hvort trúnni (Guði, Biblíunni, Kóraninum) er um að kenna eða trúarleiðtogum, og hvort við hefðum fundið aðrar ástæður til að berjast. Hver svo sem ástæðan er, trúarbrögðum hefur mistekist það meinta ætlunarverk sitt að gera okkur manneskjulegri.

- Hvað kenna trúarbrögð?
- Hver er munurinn á trúuðum og trúleysingjum?
- Hver er munurinn á mismunandi trúarbrögðum?
- Hvaða áhrif hafa trúarbrögð haft á heiminn?
- Eru einhver trúarbrögð minna útötuð blóði en önnur, og ef svo er, hvað gerir þau öðruvísi?
- Hvernig yrði heimurinn án trúarbragða?

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace

Annað versið er um lönd, og þar með þjóðir og þjóðernishyggju. Hver erum við, einstaklingar eða hlutar af heild? Af hverju erum við tilbúin til að drepa fólk af öðrum þjóðernum ef stjórnvöld segja okkur að gera það? Hver er munurinn á að drepa útlending eða einhvern af sama þjóðerni? Er einhver munur á kosnum stjórnum og erfðum, skiptir það máli hvort okkur er stjórnað af þjóðþingum og forsetum eða flokkum, einræðisherrum eða konungsfjölskyldum? Þarf að stjórna okkur, og ef svo, hvers vegna? Ef við losuðum okkur við lönd og þjóðir, myndi einhver notfæra sér það og kúga fólkið? Getum við lifað af án þess að einhver sé við völd? Er einhver munur á þjóðernishyggju og kynþáttafordómum?

- Hvað er land?
- Af hverju þurfum við lönd, ef svo er?
- Hvað hefur komið af stað stríðum milli landa og hvers vegna höfum við tekið þátt í þeim og barist?
- Hvað eru þjóðarleiðtogar og hvernig virka stjórnvöld?
- Hvernig væri heimurinn án landamæra og væri það yfir höfuð mögulegt?

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world

Þessu er sennilega erfiðast að svara eins og John bendir á. Hvað er eign? Ef þetta er húsið mitt, af hverju skulda ég einhverjum banka næstum allt verðgildi þess? Hvernig getur banki búið til peninga úr engu? Ef ég kaupi hús og tek lán setur bankinn pening inn á reikninginn minn, en það er ekkert annað en að setja vissa tölu við nafnið mitt í tölvunni. Þegar banki lánar, kemur peningurinn úr lausu lofti. Peningurinn á reikningnum mínum er færður inn sem skuld bankans, en á móti er lánið mitt eign bankans. Þessar færslur eyða hvorri annari út, ég keypti húsið fyrir ekkert. Ef bankinn lánaði innistæðu annars fólks, eins og flestir halda, þyrfti hann að lækka þær innistæður til að bókhaldið gengi upp. Húsið var borgað með láni, lánið eru peningar sem eru ekki til og voru búnir til fyrir viðskiptavininn. Það er því nokkuð ljóst að peningar eru hugarástand, þeir eru til meðan við trúum á þá. Ef við hættum að trúa á peninga, hrynur hagkerfið. Það þarf ekki meira til.

- Hvað er eign?
- Hvernig virka peningar?
- Ef peningar eru verðlausir og ekkert meira en tölur í tölvu, af hverju erum við að eltast við þá?
- Höfum við rétt á landinu okkar, húsinu, bílnum, og hafa sumir meiri rétt en aðrir?
- Indjánar höfðu allt aðra skoðun á heiminum. Þeir trúðu að við værum hluti af heiminum og mættum nota hann skynsamlega en við ættum hann ekki.
- Hvernig myndi heimurinn virka ef við deildum öllu?

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one

Eru til önnur svör við spurningunum að ofan eða er heimurinn sem við höfum skapað besta, eða eina, leiðin fram á við? Ef við hugsum öðru vísi, erum við rænulaust draumórafólk með hausinn í skýjaþoku eða snillingarnir sem leggjum grunninn að betri framtíð?

Þessi færsla reynir ekki að svara spurningunum, heldur að velta þeim upp. Það er auðvelt að taka heiminum eins og hann er, eða virðist vera. Allt er, hins vegar, sjaldan það sem það sýnist. Heimurinn, og skilningur okkar á honum, er sífellt að breytast og það sem við trúum í dag eru sennilega hindurvitni framtíðarinnar. Spurningin er, í hvaða átt er heimurinn að þróast og erum við ánægð með þá þróun?

mbl.is Fjármálastofnanir gætu tapað allt að 400 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur hugmyndin um Guð?

Douglas AdamsHvaðan kemur hugmyndin um Guð?

Margir þekkja rithöfundinn Douglas Adams og bækur hans um Arthur Dent, eina jarðabúa sem lifir af þegar jörðinni er eytt til að skapa rými fyrir hraðbraut um vetrarbrautina. Færri vita að hann var mikill hugsuður og dýraverndunarsinni. Hann kallaði sjálfan sig “fanatic atheist", eða ofsa(ó)trúarmann. Hér á eftir er þýðing hluta af ræðu sem hann hélt í Cambridge, Bretlandi í September 1998. Það lýsir snilligáfu hans að ræðan var óundirbúin. Hana má lesa í heild sinni á Ensku hér.

Hvaðan kemur hugmyndin um Guð? Ég held við höfum skakka sýn á margt, en reynum að sjá hvaðan þessi sýn kemur.

Ímyndið ykkur frummanninn. Frummaðurinn er, eins og allt annað, þróuð vera og hann lifir í heimi sem hann hefur náð einhverjum tökum á. Hann er byrjaður að búa til verkfæri og notar þau til að breyta umhverfi sínu. Hann notar umhverfi sitt til að búa til verkfæri sem hann notar svo til að breyta umhverfinu.

Tökum sem dæmi hvernig maðurinn virkar á annan hátt en önnur dýr. Sérhæfni gerist þegar lítill hópur dýra skilst að frá restinni vegna náttúruafla. Ástæðurnar geta verið náttúruhamfarir, offjölgun, hungursneyð og fleira. Einfalt dæmi, litli hópurinn er kominn á landssvæði sem er kaldara. Við vitum að eftir einhverjar kynslóðir sjá genin til þess að á dýrunum fer að vaxa þykkari feldur. Maðurinn, sem býr sér til verkfæri, þarf ekki að gera þetta. Hann getur búið á heimskautasvæðum, í eyðimörkum – hann getur jafnvel lifað í New York – og ástæðan era ð hann þarf ekki að bíða í margar kynslóðir. Ef hann kemur á kaldari slóðir og sér dýrin sem hafa genin sem láta þeim vaxa feld, segir hann “ég ætla að fá þennan feld, takk fyrir”. Verkfæri hafa leyft okkur að búa til hluti og laga heiminn að okkur, svo okkur líði betur í honum.

Ímyndum okkur frummanninn, búinn að smíða sín verkfæri, horfandi yfir landið að lokum dags. Hann horfir í kring um sig og sér heim sem veitir honum ómælda ánægju. Bak við hann eru fjöll með hellum. Fjöll eru frábær, því hann getur farið og falið sig í hellunum. Hann getur skýlt sér fyrir regni og birnir geta ekki náð þér. Fyrir framan hann er skógur með hnetum, berjum og öðru góðgæti. Það rennur lækur sem er fullur af vatni sem gott er að drekka. Svo er hægt að sigla á bátum á læknum og gera alls konar hluti við hann.

Þarna er Ug frændi. Hann var að veiða mammút. Mammútar eru frábærir. Þú getur borðað þá, klætt þig í skinnin og svo er hægt að nota beinin til að vúa til vopn til að veiða fleiri mammúta. Þetta er frábær heimur!

Nú hefur frummaðurinn okkar smá tíma aflögu og hann hugsar með sér, “þetta er athyglisverður heimur sem ég er í” og hann spyr sjálfan sig hættulegrar spurningar sem er algjerlega tilgangslaug og merkingarlaus. Spurningin kemur til vegna þess hver hann er, vegna þess að hann hefur þróst í þessa veru sem gengur svona vel. Maðurinn, skaparinn, horfir yfir heiminn sinn og hugsar, “hver bjó allt þetta til?” Þú getur ímyndað þér hvers vegna þetta er hættuleg spurning. Frummaðurinn hugsar með sér, “ég veit bara um eina veru sem býr til hluti, þannig að hver svo sem bjó þetta til hlýtur að vera mikið stærri og öflugri vera, og hún er auðvitað ósýnileg. Þetta er vera eins og ég, og þar sem ég er sterkari og geri allt, hlýtur veran að vera karlkyns”. Þannig erum við komin með hugmyndina um Guð.

Við búum til hluti sem ætlum að nota. Frummaðurinn spyr sig því, “ef hann bjó þetta til, hver er tilgangurinn?” Hér er gildran, því hann hugsar, “þessi heimur passar mér bara mjög vel. Allir þessir hlutir sem aðstoð mig, hjálpa mér, fæða og klæða.”, og hann kemst að þeirri niðurstöðu að heimurinn var skapaður fyrir hann.

Þetta er svipað og ef pollur vaknað einn morguninn og hugsaði með sér, “þetta er athyglisverður heimur sem ég er í, skemmtileg hola sem ég er í. Passar mér bara nokkuð vel, ekki satt? Hún smellpassar mér. Holan hlýtur að hafa verið búin til fyrir mig!” Þegar sólin rís og loftið hitnar og pollurinn minnkar, heldur pollurinn dauðahaldi í þessa hugmynd, að allt verði í lagi því að heimurinn var skapaður fyrir hann. Það kemur pollinum mikið á óvart þegar andartakið kemur og hann hverfur.

Ég fann þessa ræðu óvart fyrir 2-3 árum síðan þegar ég var að leita að einhverju öðru. Hún vakti strax athygli mína og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að lesa hana á enda. Hún er löng, en greip mig með töng. Síðan þá hef ég verið mikill aðdáandi Douglas Adams. Hann er einn fyndnasti rithöfundur sem ég hef lesið.


Kærleikur Guðs sé með þér...

Þú þarfnast hans þegar blóðþyrstir geðsjúklingar með brenglaða heimssýn pynta þig til dauða í Hans nafni.

Kannski er bara gott mál að láta umskera stelpurnar. Þá lenda þær ekki í svona.


mbl.is Á yfir höfði sér dauðadóm fyrir að giftast tveimur körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun kirkjan breytast?

cross_300Einhvers staðar las ég að kirkjuþing hefði ákveðið að þjóðkirkjan væri andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra. Það að þetta mál sé yfir höfuð í umræðunni ber vott um að fólk sem kallar sig kristið á enn langt í land með að skilja hinn sanna boðskap biblíunnar. Kannski ég sé að gefa færi á mér með því að minnast á boðskapinn, en það kemur bara í ljós.

Hvað er það sem fer svna fyrir hjartað á kristnu fólki? Finnst því samkynhneigðir vera öðruvísi? Eru þeir ekki verðugir náðar drottins? Fara þeir kannski beint niður í kjallara þar sem þeir eru guði ekki þóknanlegir?

Ég er enginn sérfræðingur í krisnum fræðum, en eftir því sem ég best sé er þetta vandamál, því biblían segir að fólk eigi að fjölga sér. Það gera samkynhneigðir sjaldan, og því meiga þeir ekki kvænast. Best væri ef þeir skildu hvað þeir eru á röngum vegi og afhommuðust svo þeir geti líka fjölgað sér. En þá er annað mál sem verður að taka með í umræðuna. Getnaðarvarnir vinna gegn hlutverki hjónabandsins. Á þá ekki að banna þær líka? Sem betur fer skilur kaþólska kirkjan þetta. Hefur hún unnið gott starf í þróunarlöndunum og séð til þess að fólk fjölgi sér eins og kanínur þó efni séu ekki til. Betra er að fæðast og deyja úr hungri en fæðast alls ekki.

Ef þetta er ekki það sem málið snýst um, vil ég endilega heyra hvað málið nákvæmlega er. Ef þetta er bara mismunun á einum þjóðfélagshópi vil ég vita hvers vegna hjónabönd við útlendinga, svertingja og fleiri eru ekkert vandamál. Af hverju eru samkynhneigðir annars flokks fólk?

Kirkjan verður að koma með alvöru rök. Annars getur hún ekki ætlast til að vera tekin alvarlega. 


mbl.is Kirkjan þarf að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Land, Þjóð, Fána og Þjóðsöng

Spaugstofan grínaðist með þjóðsönginn og virðist þar með hafa opnað box Pandoru. Margir eru móðgaðir yfir þessu "virðingarleysi". Það eru jú lög sem kveða á um að ekki megi flytja hann í breyttri mynd. En hvað er þjóðsöngur og hvert er hlutverk hans?

ReykjanesÞað er engin spurning að af hinni þjóðlegu þrenningu, landinu, fánanum og söngnum er landið dýrmætast. Án landsins er fáninn og söngurinn einskis virði.

Þjóðsöngurinn á að fjalla um landið, hversu dásamlegt það er og okkur dýrmætt. Þjóðsöngurinn okkar fjallar hins vegar um Guð meira en hvað annað. Kristin trú er þjóðtrúin og nenni ég því ekki að kvarta um það. Að söngurinn sé torsunginn hafa aðrir skrifað um. Það er sennilega rétt. Allavega kann ég hann ekki og gæti sennilega ekki sungið hann þó svo væri. Ekki að ég hefði neinn sérstakan áhuga, því ef ég hugsa um landið mitt vil ég ekki endilega blanda Guði eða trú inn í það. Ísland, landið sjálft, er það dýrmætasta sem íslenska þjóðin á og landið á skilið alla þá virðingu og ást sem við getum gefið. Landið er okkar, landið ar þeirra sem á undan lifðu og landið er þeirra sem á eftir koma. Það er merkilegt að sjá fólk sem styður stórvægilegar skemmdir á landinu, óafturkræfar skemmdir, móðgast þegar þjóðsöngurinn er notaður til að verja landið. Þjóðsöngurinn ætti að vea eign allra landsmanna, sameiningartákn. Ef að gerð er þungarokksútgáfa er það betra en núverandi ástand þar sem flestum er nokkuð sama um þetta "kórlag".

Fáninn er líka svolítið skemmtilegt fyrirbæri. Hann er kross, tákn trúarinnar, en litirnir tákna eld, ís og haf. Það sem mér finnst hvað merkilegast hér er að fáninn má ekki snerta jörðina, jörðina sem hann er tákn fyrir. Það er sennilega ástæða fyrir því, en ég get ekki ímyndað mér hver hún er.

Þjóðin sem býr í landinu hefur rétt á að nýta það, njóta þess og elska. Þjóðin hefur ekki rétt til að þurrmjólka það svo að ekkert standi eftir fyrir komandi kynslóðir.

Það að standa vörð um fánann og þjóðsönginn en eyðileggja landið er hræsni. Á sennilega mikið sameiginlegt með fólki sem ver kirkjuna en gengur þvert á það sem trúin boðar. Þjóðsöngvar og fánar eru tákn fyrir landið, rétt eins og kirkjur og krossar eru tákn trúarinnar. Okkur væri hollast að bera virðingu fyrir því sem virkilega skiptir máli, landinu sjálfu og þjóðinni. Þá kemur virðing fyrir öðrum hlutum af sjálfu sér.


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomið jafnrétti trúarbragða?

Það hefur verið töluverð umræða á blogginu síðan íslenskum múslimum var neitað um lóð undir mosku. Það mátti búast við heitum umræðum og þær létu ekki á sér standa. Það er alltaf svona þegar trú á í hlut.

Það er endalaust talað um virðingu fyrir hinum og þessum trúarhópum. Ef einhver segir að hann trúi á einhverja veru verð ég sjálfkrafa að bera virðingu fyrir því. Það er svo sem allt í lagi, mér er sama á hvað fólk trúir og sé enga ástæðu til að sýna einhverjum vanvirðingu af því hann trúir á eitthvað sem ég er kannski ósammála. Það er eins og að líta niður á Volvo eigendur af því mér finnst Volvo bílar ljótir. Maðurinn getur verið hin besta sál, vel gefinn, fyndinn og skemmtilegur. Það að hann keyri um á Volvo gerir það ekki að verkum að mér finnist hann vitlaus, heimskur, asnalegur eða að hann tilheyri ekki mér og mínum. Ég myndi ekki kaupa bílinn af honum, en þar fyrir utan get ég umgengist hann án vandræða.

Þó að mér finnist allt í lagi að þessi maður keyri um á Volvo, er ekki þar með sagt að ríki og sveitarfélög eigi að styrkja hann og hans líka í Volvodellunni sinni með skattpeningunum mínum. Af hverju á að innræta barninu mínu í skóla að Volvo séu fallegir bílar og að öryggið sem því fylgir að keyra um á Volvo réttlæti hærra verð? Svo kemur barnið heim og kvartar yfir því að ég eigi ekki Volvo. Ég þarf að reyna að útskýra fyrir barninu að Volvo sé ekki endilega besti og fallegasti bíllinn í heimi. Á meðan börnum er kennt að Volvo sé fallegur og öruggur bíll fær Félag Volvoeigenda úthlutaða lóð svo að þeir geti sett upp félagsheimili með litlu Volvo safni. Það er líka bara sanngjarnt, því Toyotaklúbburinn fékk líka lóð. Svo er Audiklúbburinn að sækja um.

Það er sennilega auðséð að Volvoinn í þessum pistli er Guð og þá einhver ein útfærsla á honum. Skiptir ekki máli hvort hann heiti Guð, Allah, Jahwed, Óðinn eða hvað. Það eru til ótal útgáfur af Guði. Það er hið besta mál að fólk fái að iðka sína trú í friði fyrir fordómum. Það er líka mikilvægt að það sé ekki gert upp á milli trúarbragða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að trúleysingjar njóti sama jafnréttis.

Eftir því sem ég hugsa meira um þetta mál styrkist ég í þeirri trú að fullkomið trúfrelsi geti aðeins orðið að veruleika ef ríki og sveitarfélög hafa ekkert með trúfélög að gera. Það yrði engin þjóðkirkja, a.m.k. ekki þekki kirkja sem fólk gengur sjálfkrafa í. Þjóðkirkjan yrði sjálfstætt félag sem þyrfti að fleyta sér áfram á framlögum félaga. Sama myndi gilda um múslima, ásatrúarmenn, búddista og hverja þá sem finna þörf fyrir eigið trúfélag. Ef öll trúfélög yrðu sjálfstæð, fengju engar lóðir, enga styrki eða sérstaka meðferð frá hinu opinbera, kæmist á fullkomið trúfrelsi. Þá þyrfti enginn að kvarta yfir að sér væri mismunað því það fengi enginn neitt.

Látum Volvoeigendur byggja sitt eigið félagsheimili sjálfir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband