13.3.2008 | 11:36
Ég passa í dag og á morgun...
Mats er að verða 14 mánaða. Hann hefur verið meira og minna veikur, með kvef og flensur, síðan í október. Hann fer á dagheimili tvo daga í viku, á fimmtudögum og föstudögum. það er hægt að bóka að á sunnudegi er hann kominn með hor í nös og á mánudegi er hann með hita. hann er rétt að ná sér um miðja vikuna þegar hann fer aftur á dagheimilið og nær sér í næstu pest. Læknarnir segja að veturinn í ár sé sérstaklega slæmur, en að hann sé kannski viðkvæmari en gengur og gerist. 1. apríl verða teknir úr honum nefkirtlarnir. Þetta er rútínuaðgerð, á hverjum morgni fara fimm börn í þessa aðgerð á Spaarne sjúkrahúsinu í Hoofddoorp, þar sem hann mun fara.
Við eru að koma heim á sunnudaginn, svo það var ákveði að Mats færi ekki á dagheimilið í þessari viku. Við nennum ekki að vera með flensubarn á ferðalagi. Ég tók mér frí í vinnunni til að passa hann þessa tvo daga. Það er vonandi að hann verði sprækur i næstu viku.
![]() |
Flensufaraldur vekur ugg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 21:56
Tíbet II: Hvað með það?
Það er skiljanlegt að tónleikahaldarar séu óhressir með Björk. Þeir vilja halda friðinn við kínversk stjórnvöld. Það eru einfldlega viðskipti. Líf (og dauði) tíbeta skiptir ekki máli. Svona uppákomur hafa slæm áhrif á viðskiptin. Spurning hvað þær milljónir tíberta sem myrtir hafa verið af kínverjum finnst um það. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:
Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs, segir John Siegel hjá China West Entertainment.
Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.
Er það ekki nákvæmlega málið? Kínversk stjórnvöld munu ekkert gera nema þjóðin krefjist þess. Þjóðin mun ekkert gera nema hún viti hvað er að gerast. Hún getur ekki vitað hvað er að gerast með því að hlusta á ríkisfjölmiðla. Listamenn og "útlendingar" eru þeir einu sem geta haft áhrif í Kína.
Ég læt fylgja með hlekk á síðu sem er að reyna að gera eitthvað fyrir Tíbet. Ekki að það eigi eftir að bera árangur. Enginn þorir að hrófla við Kína, eins og kom skýrt fram á Íslandi fyrir örfáum árum. Kíkið samt á Race for Tibet.
![]() |
Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 21:17
Dagbók úr stríðinu
Einhvern tíma rakst ég á dagbók hermanns úr fyrra stríði. Afkomandi hans fann bréf uppi á lofti og ákvað að setja þau á netið, nákvæmlega 90 árum eftir að þau voru skrifuð. Nýjasta bréfið á netinu er frá mánudeginum 10 mars 1918. Það hefur ekki verið gefið upp hvort höfundurinn, Harry Lamin, hafi lifað stríðið af. Það kemur í ljós á árinu.
Bréfin er að finna hér.
![]() |
Barðist fyrir Frakka í fyrri heimsstyrjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2008 | 08:04
Hollenska Lausnin...
Það verður seint sagt að Holland sé stórt. Þó á þetta fólk það til að deyja og þar sem þeir eru síst minni en annað fólk, taka þeir jafn mikið pláss eftir dauðann og aðrir. Það er lítil rómantík og múður í þessu fólki og það sést á því hvernig offullum kirkjugörðum er haldið ungum. Hér er það nefninlega svo að þegar þú ert lagður til hvílu, er það ekkert endilega hinsta hvíla. Þú mátt liggja þarna í 15 ár. Að þeim tíma loknum fær fjölskyldan reikning á 10 ára fresti. Á meðan þessir reikningar eru borgaðir, hvílur þú í friði. Það er þá bara vonandi að komandi kynslóðir elski minningu þína eins mikið og þeir sem kvöddu þig á dánarbeðinu.
Hvað verður svo um fólk þegar reikningurinn hefur ekki verið greiddur? Það er grafið upp og annar jarðaður í staðinn, en hvað verður um líkið veit ég ekki. Fólk er ekkert að velta fyrir ser svoleiðis leiðindamálum. Þokkalegt veður í dag, ha?
![]() |
Gjörið svo vel að deyja ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 07:11
Frjálst Tíbet?
Flott hjá henni! Ef allir gerðu svona væri kínverjum ekki líft í Tíbet.
Þetta minnir mig á atvik sem ég las um fyrir nokkrum dögum síðan. Málið er víst að þegar bókin Tinni í Tíbet kom út á kínversku, hér hún Tinni í Kínverska Tíbet. Fjölskylda Hergé var ekki sátt og lét taka bókina af markaði, þangað til búið var að leiðrétta tilitinn. Það er tvennt sem sló mig við þá frétt, að fjölskyldan hafi haft þor völd til að koma þessu í gegn og að kínversk stjórnvöld hafi gefið eftir.
Það er engin spurning að Kína veit upp á sig skömmina. Öll hegðun þeirra gagnvart Tíbetsmálinu ber það með sér. Það er um að gera að sem flestir sem ná eyrum almennings geri eins og Björk, bjóði Tíbet í heim sjálfstæðra þjóða.
![]() |
Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2008 | 13:14
Veitingahúsið Gullfaxi
Það er sjálfsagt að bjarga Gullfaxa ef hægt er. 80 milljónir eru ekki mikill peningur, einbýlishús í Reykjavík, kannski? Auðvitað mun slatti bætast við, því það þarf að mála vélina og sennilega gera hana flughæfa. Svo þarf að finna sæti eins og þau sem notuð voru 1967 og endurskapa myndirnar sem voru um borð. Það er alveg viðbúið að verkið myndi ekki kosta innan við 250-300 milljónir. Stórt einbýlishús í Reykjavík?
En það er ekkert sem segir að Gullfaxi muni bara kosta pening. Hvernig væri að endurskapa flugvélamatinn sem boðið var upp á fyrir 40 árum og selja hann um borð þegar vélin er uppgerð og komin á safn? Hvað þyrfti að selja margar máltíðir til að ná inn fyrir kaupverði og lagfæringum? Fyrir utan að þetta myndi auka á upplifum þeirra sem koma á safnið.
![]() |
Fyrsta þota Íslendinga í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)