Guð Blessi Ísland

Þessi síðustu orð ræðunnar. Er þetta eitthvað meira en sljálfvirk orð trúaðs manns? Er eitthvað meira á bak við þau? Maður verður hálf smeykur við allan þennan hræðsluáróður og hálfkláraðar setningar. 

Ég yfirgef Ísland eftir atburðaríka viku. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá mikið á athyglisverðum myndum. Það voru samt 2-3 manneskjur sem eg náði ekki að hitta, myndir sem ég náði ekki að sjá og hlutir sem ég kom ekki í framhvæmd. Framtíðarhugmyndirnar eru skýrari í hausnum. Það gerir kannski hreina loftið. Ég vona bara að kreppan flækist ekki fyrir og að hún fari ekki of hrjúfum höndum um almenning. Ekki að við í ESB eigum von á einhverju betra.

En hvað um það. Það var gott að koma heim og hitta fólkið sitt. Ég er aftur farinn til ESBsins þar sem allt er betra samkvæmt einhverjum krötum sem vita ekki alveg hvað þeir eru að segja.

Guð Blessi Ísland. 


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið

Vikan er á enda. Það sem byrjaði vel, endaði. Ekkert við því að gera.

Mér fannst ég hafa endalausan tíma eftir að ég kom heim, en vissi af gamalli reynslu að það er tálsýn. Ég náði að hitta flesta sem ég vildi hitta. Ferðin var tiltölulega "useful" ef maður á að vera leiðinlega businesslike. Hún var skemmtileg og ég hitti skemmtilegt fólk. Ég læknaðist af heimþránni.

Klukkan er níu að morgni síðasta dags. Ég þarf að fara að stússast en veðrið er vægast sagt ógeð og ég er bíllaus. Reddum þessu. Við gerum það alltaf.


Gleymda Færslan

Það er gaman á Íslandi. Ég var að drattast inn úr dyrunum, eina mínútu fyrir sex að morgni. Kvikmyndasmiðjan, eða Talent Campus, er búin og ég er við glös. Ég fór nebbla ekki beint heim eftir að langdregna myndin fékk gula eggið. Það var allt of gaman í hvalaskoðunarskpinu með listaelítunni og Björk og niðrí bæ. Ég talaði að vísu ekkert við hana, en samt.

Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í dag og í gær. Þarna voru fallegar stelpur með fallegar hugmyndir, útlendingar sem eru soldið of artsy fartsy fyrir mig og íslendingar sem kunna að súpa. Allt gott. Skipulaginu á kampusnum var ábótavant. Kannski maður bjóði sig fram á næsta ári. Ég veit að ég gæti skipulagt Þetta betur. Held það allavega. Maður þekkir ekki Jón fyrr en misst hefur, skiluru. 

Hvað um það. Ég blogga kannski seinna um þetta dæmi. Spurning með að fara í bælið. Ég segi bara eitt. Ef ég geri ekki kvikmynd í fullri lengd á næsta ári sem verður sýnd í kvikmyndahúsum, má ég hundur heita. You can quote me on that.


Hæfileikaheimavistin, hljómleikar og kvikmynd

Stóri dagurinn er runninn upp. Kvikmyndasmiðjan, eða the Talent Campus, byrjar í kvöld. Klukkan sex þarf ég að vera úti í Norræna Húsi og súpa seyði. Eða eitthvað. Þeir kalla þetta kokkteilboð. Á ég kannski ekki að fá bílinn hennar systu lánaðan? Hvernig kemst maður bíllaus á milli staða í Reykjavík? Er það yfirleitt hægt? Hvað kostar í strætó?

Spurning með að hitta fólk og kíkja á myndir þangað til. Í gærkvöldi fór ég í Iðnó að sjá dönsku myndina Frygtelig Lykkelig (Skelfilega Hamingjusamur). Hún var fín. Ekki fullkomin, en fjandi góð. Hún verður sýnd tvisvar í viðbót og ég mæli með henni. Mér fannst kvikmyndatakan stundum vera að flækjast pínulítið fyrir sögunni, en ekki nóg til að skemma fyrir. Það er auðvitað hið besta mál að nota myndavélina á frumlegan hátt, en mér finnst kvikmyndatakan aldrei mega draga athygli að sjálfri sér. Kvikmyndataka og klipping er best heppnuð ef fólk tekur ekki eftir henni. Kannski er ég bara að rausa. Kannski tek ég eftir þessu af því ég er að spá í þessa hluti.

Ég hitti Láru Hönnu í gær. Ég ætlaði að kíkja aðeins til hennar, en sat sem fastast í 4-5 tíma. Fór af því að systa var búin að vinna og bauðst til að sækja mig svo ég gæti haft bílinn um kvöldið. Ég var aldrei í vafa um að það væri mikið spunnið í Láru og heimsóknin staðfesti það bara. Þetta er kjarnakvendi og allir ættu að hlusta á hana.

Ísland er svo lítið og sætt. Ég sendi aðalleikurunum úr Svörtum Sandi handritið að löngu myndinni áður en ég kom heim. Jóel spurði hvort hann mætti ekki senda vini sínum eintak til að krítísera. Jú, allt í lagi. Seinna kom það upp að þessi vinur er Davíð, sonur Valdísar Óskarsdóttur. Hann býr á hæðinni fyrir ofan Láru, en var ekki heima. Hann er á leiðinni til Suður Kóreu að kynna Sveitabrúðkaup og ætlað að lesa Undir Svörtum Sandi í vélinni. Sjáum hvað hann hefur að segja.

Að lokum. Ég var að fá emil frá umboðsmanni norskrar stelpu sem er að gera það gott í tónlistarheiminum og hefur fengið mikla spilun undanfarið. Hún spilar á nokkrum hljómleikum í Hollandi í nóvember og þau vilja að ég taki eina upp fyrir hugsanlega DVD útgáfu. Þetta verður tíu dögum fyrir Uriah Heep hljómleikana, svo ég get sennilega notað sama upptökulið. Sjáum til.

Ég ætla því að leyfa mér að koma með bjartsýnisspá fyrir sjálfan mig. Tvær hljómleikamyndir fyrir árslok. Kvikmynd í fullri lengd á næsta ári. Svo vil ég auðvitað Gullna Eggið um helgina. Ég tek það fram að ég er ekki búinn að vinna það og get ekki fullyrt að ég muni gera það. Fólk er eitthvað að misskilja draumóra síðustu færslu. Ég er ekki með Gullið Egg upp á vasann. Sjáum til með það líka.


Á vappi

Spurning með að halda úti einhverskonar dagbók á meðan ég þykist vera manna merkilegastur með RIFF passa í vasanum.

Mitt fyrsta verk í dag er að sækja umræddan passa niður í Lækjargötu. Þar með er ég kominn með miða á allar sýningar hátíðarinnar. Skoða á hvað er í boði. Kannski ég kíki á mynd, kannski á endurnar á Tjörninni. Sjáum til.

Ég verð sem sagt á vappi í miðbænum í dag. Þeir sem þykjast eiga erindi við mig er bent á gemsann, 8686976. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband