19.1.2010 | 21:07
Guðfaðir Búsáldabyltingarinnar kveður (konuna)
Dennis Hopper er einn af uppáhaldsleikurum mínum. Hann er kúl og fyndinn. Hann fann líka eiginlega upp slagorð búsáhaldabyltingarinnar, helvítis fokking fokk. Man eftir því þegar hann lét ein flottustu orð kvikmyndasögunnar út úr sér í myndinni Blue Velvet eftir David Lynch. Hann var eitthvað að pirrast og öskraði "fuck that fucking fuck!" Við sem horfðum sprungum auðvitað á staðnum. Ég gat því ekki annað en hugsað um hann meðan fólk var að æpa niðrí bæ í von um að eitthvað myndi breytast á Íslandi.
En af hverju að skilja eftir 14 ár, á dánarbeðinu? Hvað hefur kélla verið að gera sem fer svona illa í deyjandi manninn? Maður veit það svo sem ekki. Utanaðkomandi vita svo sem aldrei hvað er að gerast innan veggja heimilisins. Hjónabönd fara í hundana, jafnvel eftir 14 ár. Ojá, þau gera það.
En það sem gerir alveg út af við mig er að hann vill sameiginlegt forræði. Húmorinn í lagi þrátt fyrir að maðurinn með ljáinn sé farinn að breima í garðinum.
Það er því ekki hægt að segja neitt annað en helvítis fokking fokk um ástand hans núna. Respect, man!
![]() |
Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 16:48
Herr Flikk hefur talað
![]() |
Mikilvægt að veita Íslandi stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 16:17
Lygar?
Forsetinn mátti ekki skjóta Icesave til þjóðarinnar því það myndi gera IMF pirrað og setja stopp á ESB. Annað hefur komið í ljós. IMF er sama um Icesave á meðan við borgum þeim til baka. ESB er sama um Icesave, eða segjast vera það, því það mál er kolólöglegt hvort eð er. Hefur því engin áhrif á inngönguferlið.
Spurningin er, var ríkisstjórnin að ljúga eða hafa þau einfaldlega ekki hugmynd um hvað samningsaðilar okkar erlendis eru að hugsa? Veit ekki hvort það er, en veit að hvoru tveggja gerir þessa ríkisstjórn vanhæfa.
Verst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru þeir sem komu okkur í þetta vesen. Þeim er ekki treystandi heldur. Er ekki kominn tími á utanþingsstjórnina sem fólk hefur verið að biðja um síðan í október 2008?
Þar fyrir utan er það að komast á hreint að Grikkland, ESB- og evruland, þarf ekki að hafa áhyggjur af aðstoð vegna þeirra efnahagserfiðleika. Býst Samfó við því að við fáum aðstoð, frekar en þeir?
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 18:54
Væluskjóða
Er þetta ekki maður sem var fenginn í ráðherrastól utan úr bæ? Átti hann ekki að hafa vit á fjármálum og vera laus við flokkspólitískt bull?
Af hverju er hann orðinn kaþólskari en páfinn? Af hverju er hann að troða umræðunni í svaðið? Af hverju er hann að eyðileggja þetta tækifæri sem við fengum til að byggja betra land?
Er ekki bara málið að hann segi af sér sjálfur fyrst hann er svona ósáttur og láti ríkisstjórnina um að ákveða hvað hún vill gera?
Væluskjóða.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 17:53
Spurning til Steingríms...
Kæri Steingrímur,
Gott að þú ert í beinu sambandi við kollega þína í Bretlandi og Hollandi. Ef þú komst ekki inn á það í dag, gætirðu þá spurt Wouter Bos af hverju hann heldur því staðfastlega fram í hollenskum fréttum að forsetinn hafi sett Icesave samkomulagið í hættu? Viltu spyrja hann af hverju hann heldur því fram að íslendingar hafi ákveðið að borga ekki krónu? Hann er nefninlega að segja það við landa sína. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé að upphefja sigg á okkar kostnað, að veiða atkvæði með því að sverta okkur.
Takk fyrir að taka þetta til greina.
![]() |
Steingrímur til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2010 | 10:14
Mjálm, væl, bull...
Voðalegt mjálm er þetta. Málið snýst alls ekki um hvort borgað verður, heldur skilmálana. Á að sökkva landinu og stela auðlindunum ef við upplifum ekki þúsund prósenta hagvöxt strax, eða á að borga eftir getu? Ef við borgum eftir getu, borgum við. Ef við erum þvinguð til að borga, hvort sem við erum á hausnum eða ekki, munum við ekki borga. Getum það ekki. Kannski að Rás Fjögur hafi þá rétt fyrir sér, en bara öfugt?
Allt sama bullið, mjálmið og lygi út um allt. Er það nema von a fæstir skilji þetta mál?
PS, gott að vera farinn að blogga aftur...
![]() |
Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 11:13
Ef ég væri...
Fólk sem eitthvað veit um mig veit að ég hef stundum tuðað yfir að vera að rolast í útlandinu. Oft er fínt að vera fjarri ruglinu heima, en það er sennilega oftar sem ég pirrast yfir að vera ekki heima. Er alltaf að missa af einhverju. Nú er ég að upplifa þannig tilfinningu.
Ef ég væri á Íslandi, myndi ég örugglega taka þátt í þessu. Strengja áramótaheit á stundinni, kaupa mér skó og úlpu og skella mér í Ferðafélagið. Sjá hvað úthaldið yrði. Hvað myndi ég þola mörg fjöll? Hvaða áhrif hefði svona ár á líf manns? Hvernig myndir gæti ég tekið af landinu? Hvernig fólki myndi ég kynnast?
En ég er ennþá að rolast í útlandinu. Óska bara ferðafélagsfólki til hamingju með skemmtilegt verkefni.
![]() |
Ætla að ganga á 52 fjöll á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)