McDeath

Wall-Mart mun ekki taka neitt af okkur. Þeir bjóða ekki upp á persónulega þjónustu.

Er þetta kannski það sama og veitingahúsaeigendur sögðu þegar McDonalds var að byrja? Var þetta viðmótið hjá kaupmanninum á horninu þegar stórmarkaðir fóru að spretta upp?

Það kostar morð fjár að hrökkva. Það eru serimóníur, kistur, blóm og annað tilfallandi sem gerir það að verkum að hinn almenni borgari hefur ekki efni á að deyja. Þar sem þetta er óumflýjanlegt og eitthvað sem maður getur víst ekki hummað fram af sér, eru jarðarfaratryggingar big business hér í Hollandi.

Stundum er það ekki þjónustan sem við þurfum, heldur lægri verð. Ef hægt er að bola manni ofan í kistu og holu fyrir 80% lægra verð, munu margir láta þjónustuna eiga sig.

Eins og írarnir segja ef þeim er virkilega vel við þig, "I wish you a good death". 


mbl.is Wal-Mart hefur sölu á líkkistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég spái því að Húsasmiðjan / Blómaval verði fljótir að taka þá hjá Wal-Mart sér til fyrirmyndar.  Þá verður útförin væntanlega auglýst Tax Free í boði jólasveina ríkisins í gegnum Landsbankann með blómum og alles, svona rétt á meðan verið er að koma minni fyrirtækjunum undir græna torfu.  Á eftir má einkavinavæða klabbið svo hagsmuna almennings sé gætt, en þagað til það gerist verður ríkið að sjá um að borga skyldnefndinni.

Magnús Sigurðsson, 30.10.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband