Lygar eða bundnar hendur?

Núverandi ríkisstjórn hefur alltaf haldið því fram að IMF lánin yrðu ekki notuð í neitt nema að styrkja tiltrú heimsins á krónunni og íslenska efnahagslífinu. Þessum peningum yrði ekki eytt. Þetta sögðu tvær fyrri ríkisstjórnir líka. Ekki að maður hafi trúað því, en það mátti auðvitað vona. 

Hvað er að gerast þarna? Hvað er stjórnin að spá? Af hverju er logið hægri og vinstri? Hvers á fólk að gjalda? Fólkið og fyrirtækin í landinu eru að missa allt sitt til bankanna. Bankarnir eru að falla í hendur erlendra spekúlanta og fjárfesta. Og svo er logið í hvert sinn sem tækifæri gefst.

Annað hvort er stjórnin á mála IMF og erlendu fjárfestanna, eða hendur hennar eru bundnar. Sé hið fyrra rétt, eru þetta landráðamenn, upp til hópa. Sé hið seinna rétt, í guðs bænum, gerið hreint fyrir ykkar dyrum svo eitthvað traust skapist í þessu svokallaða þjóðfélagi.


mbl.is Nota forðann í afborganir lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landið okkar fagra sekkur bara dýpra og dýpra með hverjum deginum....því miður

Helena Dögg Harðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband