Óskast...

Ung kona með IQ yfir 145, helst með háskólapróf. Ytri fegurð er æskileg, en sú innri nauðsynleg. Konan verður að vera skemmtileg, vel að sér í heimsmálum og öðru sem við á.

Í boði er miðaldra, glaðlyndur maður sem örlítið er farið að sjá á. Ekki mikið samt. Er enn með hár. IQ kring um 140. Er með próf í fjölmiðlun, hljóðupptökum og kvikmyndagerð. Ekki háskólapróf samt.  

Áhugasamar geta...


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll félagi snillingur. Ég er líka með IQ yfir 140, við ættum kannski að stofna gáfumannafélag.

Ef við skilgreinum "ung kona" sem 18-30 ára, þá eru þær 30.471 talsins skv. nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt því hvernig greindarvísitala er skilgreind sem tölfræðilegt fyrirbæri þá eru varla meira en 0,1% sem ná yfir 145 stig. Miðað við þessar forsendur þá eru ekki nema 30 konur á Íslandi sem koma til greina fyrir þig, án þess að tillit sé tekið til huglægra þátta á borð við innri/ytri fegurð eða hvort viðkomandi sé skemmtileg.

Gangi þér vel að finna hina einu réttu!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta gæti orðið spennandi. Ég tók 3-4 próf á netinu og fékk alltaf 139, svo ef við lækkum töluna niður í 144... kannski að sú rétta smjúgi þá inn.

Ég biðst auðvitað afsökunar á að hafa ýkt eigin greind.

Villi Asgeirsson, 27.10.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég tók þessi próf að vísu fyrir um fimm árum síðan og þar sem ég er kominn yfir 27 og því farinn að hrörna, er hugsanlegt að ég mælist ekki yfir 135 í dag. Kannski að hin rétta komist inn ef ég lækka þetta í 140?

Villi Asgeirsson, 27.10.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband