26.9.2009 | 09:26
Verndun eða tilraunir?
Eru þetta bóluefnin sem voru höfunarréttarvarin (patented) áður en svínaflensan var uppgötvuð, bóluefnin sem ekki er búið að prófa?
Fæstir hafa fengið flensuna. Flestir sem fá hana eru með hita í þrjá daga og fara svo aftur í vinnuna. Alveg eins og með venjulega flensu.
Af hverju í ósköpunum er ríki sem riðar á barmi gjaldþrots tilbúið til að panta tvo skammta á hvert einasta mannsbarn í landinu? Hvaðan koma peningarnir í það? Hvað kostar skammturinn? Hvaða hættu er verið að verja okkur fyrir? Af hverju að hendast í að sprauta einhverju gutli í okkur, fullu að þungmálmum og viðbjóði, sem er ekki einusinni búið að prófa? Ekki bara í okkur, heldur börnin líka. Við vitum ekkert hvaða aukaverkanir þetta mun hafa því það er ekkert vitað um þetta bóluefni. Jú, það er byggt á einhverju öðru, en ekki með þessum vírus. Prófin eru i gangi og niðurstöður verða ekki kunnar fyrr en eftir áramót, þegar búið er að sprauta þessu í milljónir manna. Kannski erum við tilraunadýrin og þetta er próf fyrir eitthvað enn annað sem kemur seinna?
Ef ég er að missa af einhverju, ef þetta er einfalt og auðséð og ég er bara ekki að fatta það sem allir sjá, endilega skýrið þetta út fyrir mér.
Bóluefni senn á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Gott að sjá að þú ert á vaktinni með þetta mikilvæga mál.
Ég sendi þér póst á info@oktoberfilms.com varðandi annað málefni.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:57
Maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega vakandi til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Það þarf engar samsæriskenningar til. Annars er svo margt ekki að ganga upp að maður er farinn að horfa ansi gagnrýnt á heiminn.
Villi Asgeirsson, 26.9.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.