Bin Laden...

...er dauður.

Svo er mér sagt. Að vísu ber sögum ekki saman um það hvernig hann hrökk. Ein segir hann hafa verið drepinn, önnur segir hann hafa fengið lifrarveiki. Ég veit það svo sem ekki, hef ekki hitt manninn. Læt mig bara hafa það að fallast á að hann sé dauður, hvernig sem það gerðist. Annars hefði hann komið meira fram.

Ef hryðjuverkahættan væri eins voðaleg og okkur er talin trú um, væri mikið meira um hryðjuverk. Það er ekki svo erfitt að sprengja strætó, flugvél, stórverslun eða einhverja lestarstöðina. Ráða stjórnmálamenn og bisnisskalla af dögum. Ein sprengja í mánuði einhversstaðar í hinum vestræna heimi og flestir munu sturlast af hræðslu. Heilu þjóðfélögin myndu lamast. Nei, hér er Al-Kæda ekki á ferð. Það er eitthvað annað í gangi.

Bin Laden er goðsögn.


mbl.is Ný hljóðupptaka frá bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því varla að það sé komið að þessu, en loksins les ég moggablogg sem ég er sammála!

Óli Tómas (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 03:55

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki eru þau öll svona slæm? Eru moggabloggarar öðruvísi en aðrir bloggarar?

Villi Asgeirsson, 26.9.2009 kl. 12:54

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það er hægt að staðsetja mýflugu með hjálp gervihnattar og raptor njósnavélum en ekki hægt að finna Bin Laden segir mér að hann sé tilbúningur og uppspuni frá Bandaríkjamönnum til að réttlæta sinn hernað.

Sævar Einarsson, 26.9.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband