18.6.2009 | 07:21
Fyrirspurn til meðlima VG
Fyrir kosningar söng VG um sjálfstætt Ísland. Ekkert ESB, enga evru, ekkert Icesave, burt með IMF, auðlindinrnar skilyrðislaust í íslenskum höndum, glæfrafólkið sótt til saka. Nú er VG í stjórn og hefur tekið U-beygju í öllu. Sjaldan eða aldrei hef ég séð kosningaloforð svikin eins svakalega og nú. Við vissum hvar við höfðum Samfó, en VG er annað mál.
Ég hef áhuga á að heyra hvað kjósendum og meðlimum VG finnst.
Ég sá eftirfarandi brot úr Icesave samningnum á bloggi Róberts Viðars Bjarnasonar. Þetta lítur út eins og hreint valdaafsal til Bretlands og Hollands:
"16.3. Waiver of Sovereign ImmunityEach of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets(regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment. If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets."
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki taugar í að lesa um þessa svikamillu ..... parsins hræðilega.....sem er víst í forsvari fyrir Íslenska þjóð. Er á móti ESB.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2009 kl. 08:02
Þessi texti er nú kominn í ísl. þýðingu Magnúsar Thoroddsen, fyrrv. hæstaréttardómara, á síðu Sigurðar Þórðarsonar, einnig mína. – En fín ádrepa hjá þér, Villi!
Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 14:52
Sæll Villi. Ég datt af tilviljun inn á þessa bloggfærslu. Þar sem ég er félagi í VG skal ég reyna að svara þér í stuttu máli, þótt tilefni væri kannski til lengra svars en ég hef tíma til í svipinn. Ég svara aðeins fyrir mig. Ég hef áður tjáð mig um óánægju mína með ákvæðið í samstarfsamningi VG og Samfylkingarinnar um aðildarumsópkn að ESB (http://einarolafsson.blog.is/blog/einarolafsson/entry/874163/). Fyrir utan andstöðu mína yfirleitt við aðild að ESB finnst mér alveg ótækt að eyða tíma og orku í aðildarumsókn einmitt nú. Þau svör sem ég fæ eru að þetta hafi verið ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Samfylkingar og því úr vöndu að ráða. Í mínum huga kom samstarf VG og Sjálfstæðiflokks ekki til greina.
Sannarlega vildi ég sjá róttækari og hraðari afgreiðslu á ýmsum málum. En við skulum þó hafa það í huga að þessi ríkistsjórn tók við 10. maí, fyrir rétt um 40 dögum, sem er nú ekki langur tími þegar verkefnið er stórt. Vissulega var nokkurn veginn sama stjórn frá 1. febrúar, en það hamlaði henni nokkuð að hún var minnihlutastjórn. Og meira að segja fjórir og hálfur mánuður er ekki langur tími til þess verks sem stjórnin átti fyrir höndum. Það er því kannski ekki von á að við séum farin að sjá mikinn árangur. En það segir ekki að það sé ekki verið sé að vinna að málunum (sjá island.is).
Þótt VG hafi verið á móti aðkomu IMF er víst hægara sagt en gert að komast út úr því samstarfi nú og auk þess á ég ekki von á að Samfylkingin tæki það í mál.
Ég hef satt að segja ekki enn treyst mér til að taka afstöðu til Icesave-samingsins. Ég er eins og felstir aðrir hundóánægður með hann, ég er hundóánægður með þessa stöðu. Ég mundi helst vilja hafna þessum samningi, en á endanum hlýtur að skipta mestu máli hvernig við komumst skást út úr þessu. Mér finnst hins vegar með ólíkindum að ætlast hafi verið til að hann yrði ekki birtur, hvernig í ósköpunum er hægt að líta á samning eins og þennan sem einhvern einkasamning? Það er auðvitað fráleitt að samþykkja samning sem maður hefur ekki séð.
Í annan stað tel ég, að þótt við neyðumst til að taka á okkur einhverjar skuldbindingar vegna Icesave, sem og ýmissa annara þátta þessa hruns, þá verði að leita allra leiða til að ná þeim fjármunum sem hefur verið stungið undan og láta þá sæta ábyrgð hana bera. Ég vænti þess að verið sé að vinna að því og settur verði aukinn kraftur í það. Því miður er þessi ríkisstjórn bara framhald annarra þingræðisstjórna í þessu kapítalíska ríki, bundin af lögum og réttarreglum sem þar hafa þróast, og þótt hægt sé að breyta lögum þá tekur það tíma og sumar slíkar breytingar geta verið ansi snúnar. Það þýðir víst lítið að sækja glæfrafólkið til saka nema að undangenginni rannsókn. En við þurfum líka, eins og Eva Joly hefur bent á, að breyta því réttarfari sem í reynd mismunar fólki eftir samfélagsstöðu.
Ég er líka á því samningurinn sé óaðgengilegur ef hann gerir ráð fyrir að hægt verði að taka auðlindirnar upp í skuld.
Í dag var birt í DV niðurstaða skoðanakönnunar, þar sem spurt var um afstöðu til fullyrðingarinnar "Ríkisstjórnin leggur meiri áherslu á afkomu bankanna en heimilanna í landinu". Það kom mér ekki á óvart að mikill meirtihluti var samþykkur þessari fullyrðingu. Ég veit svo sem ekki hverju ég hefði svarað, en hitt veit ég að meðan við erum með samfélag þar sem bankastarfsemi skiptir jafnmiklu máli og í þessu samfélagi, þá væri ríkisstjórnin að setja afkomu heimilanna í algert uppnám til frambúðar ef hún einbeitti sér ekki að afkomu bankanna. Þetta er allt tengt, lækkkun vaxta hefur allskyns áhrif, afnám verðtryggingar líka o.s.frv. og því er ekki hægt að ætlast till að ríkisstjórnin höggvi einfaldlega á á hnúta eða breyti hlutum með einu pennastriki.
Ég held það sé nú of snemmt að tala um einhverja U-beygju í stefnu VG. Þannig að ég tel nú ennþá ástæðu til að veita þessari ríkisstjórn stuðning, en besti stuðningurinn er gagnrýninn stuðningur. Og hvað VG varðar, þá er sá flokkur aðeins annar tveggja flokka í stjórninni og slík stjórn byggist á málamiðlunum.
Einar Ólafsson, 18.6.2009 kl. 15:21
Einar! margt gott og rétt sem þú segir.
En það verður að segjast sem er að í þessu árferði hefur ríkisstjórnin ekki gripið þau tækifæri sem henn hafa gefist t.d. að taka verðtrygginguna til endurskoðunar ( hún er jú einn helsti áhrifavaldurinn á okkar óförum ) hún er reikningsleg þvæla sem gefur lánadrottni frítt spil með útlán og kemur í veg fyrir eðlilegt aðhald í peningamálum í þjóðfélaginu. Ef stjórnin hefði gert þetta væri hennar vegur meiri. En staðreyndin er að þessi ríkisstjórn hefur að mestu leiti haldið áfram á sömu braut og SF og Sjálfstæðisfl.
Þessari stjórn hefur gefist gullið tækifæri til að steypa og breyta embættismanna kerfinu en engin teikn eru á lofti með að það sé í bígerð. Þetta er nauðsynlegt til að við sjáum einhverja breytingu.
Enda máttu ekki gleyma því að samstarfsflokkur VG var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir það að hann vilji ekkert við það kannast núna.
Staðreyndin er sú að okkar stjórnmálamenn í öllum flokkum eru staðnaðir og vægast sagt ekki líklegir til stórræðnanna á neinu sviði.
itg (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:18
Villi !
Skelfing léleg afsökun að segja að hún hafi verið minnihlutastjórn ! Hún var varin af framsókn og hefði átt að nota tíman betur. SF og VG verða að axla þá ábyrgð !
Hitt er svo annað og verra að SF hefur teymt VG áfram á asnaeyrum. Ef formaðurinn hefði haft það bein í nefinu að segja klárt nei við SF vegna ESB, þá hefðu málin verið tækluð.
Í staðin er verið að eyða dýrmætum tíma í ESB rugl, sem liggur ekkert á ! Er kannski icesave samkomulagið lykillin af ESB ? Fróðlegt verur að sjá hvernig það þróast. Og, við megum ekki gleyma að þetta tækifæri sem VG fær á að sýna hversu ábygilegir við erum í stjórn, verður dæmd af kjósendum í næstu kosningum !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:07
VG verður að hífa upp um sig buxurnar og bretta upp ermarnar ef flokkurinn vill ekki drepast í næstu kosningum (sem verða örugglega vel fyrir lok kjörtímabilsins). Fylgið nú var vegna loforða sem eru marg brotin og svikin. Hvort sem það er beinalausu nefi að kenna eða einhverju öðru, verður VG að rifja upp hverju þau lofuðu og fara eftir því.
Það eru tveim mánuðir liðnir frá kosningum. Flokkurinn hefur verið hálft ár í stjórn. Ég hef lítið séð annað en ESB breim, uppgjöf og nýja skatta. Það sem skiptir mestu máli á komandi misserum er að gera lífið á Íslandi bærilegt svo að sem fæstir flýji land. Það er eins og þessi stjórn sé að reyna hugsa eitthvað allt annað. Ég bjóst ekki við öðru frá Samfó, en VG eru mikil vonbrigði.
Villi Asgeirsson, 23.6.2009 kl. 09:25
Taka Vinstri grænir ábyrgð á þessu bloggi frá Ungum Vinstri grænum:
http://blogg.visir.is/eos1944/?vi=1340#post-1340 – eða eruð þið sammála þeim?
Jón Valur Jensson, 23.6.2009 kl. 12:33
Spurning með að auka fjárframlög til menntamála. Það virðist ekki vanþörf á, ef eitthvað er að marka málfar og stafsetningu UVG.
Tala svo ekki um innihald greinarinnar.
Villi Asgeirsson, 23.6.2009 kl. 14:25
Vil svo þakka Einari Ólafssyni góða athugasemd.
Villi Asgeirsson, 23.6.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.